Fréttablaðið - 08.11.2007, Side 62

Fréttablaðið - 08.11.2007, Side 62
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingarsendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. „Ef ég gæti verið grennri en ég er, án þess að valda vanlíðan og spennu í lífi mínu, þá væri ég það. Í dag er raunveruleikinn hins vegar sá að líf mitt er mér mikilvægara en líkamsþyngdin. Guði sé lof fyrir það.“ Louvre-safnið opnað Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda er 49 ára í dag og þó það teljist ekki til stórafmælis þá eru samt tímamót í lífi hans í þessari viku því fyrsta ljóða- bókin hans er að koma út. Fimmta árs- tíðin. Það mun jafnframt vera fyrsta ljóðabók innflytjanda hér á landi. Tos- hiki er í Japan af persónulegum ástæð- um en var tekinn á beinið áður en hann fór og spurður út í skáldskapinn og út- gáfuna. Fyrsta spurning er hvenær hann hafi byrjað að yrkja á íslensku. „Ég byrjaði á jóladag 2001,“ svarar hann og það vottar fyrir feimni. „Mig hafði lengi langað að takast á við ljóð- formið en hafði aldrei fundið tíma til að láta verða af því. Tækifærið kom á jóladag 2001. Ég var einn heima og hafði ekkert sérstakt að gera. Þá hugs- aði ég: Í dag prófa ég að yrkja.“ Toshiki segir það hafa tekið hann allan daginn að búa til fyrsta ljóðið en það hafi verið mjög skemmtileg upp- lifun. Hvert skyldi svo yrkisefnið hafa verið. „Þetta var prósaljóð og fjallar um þjáningu mannsins. Þó það væri ort á jólum er það ekki sérstaklega tengt jólunum. Maðurinn er elskuleg- ur í eðli sínu og sýnir náunga sínum kærleika en svo stundum svíkur hann og þá mæta honum erfiðir tímar. Þetta er efni fyrsta ljóðsins.“ Toshiki hefur haldið ótrauður áfram að yrkja eftir jóladaginn 2001 og kveðst búa til svona tíu til fimmtán ljóð á hverju ári. Um fjörutíu þeirra eru í nýju bókinni og flest tengjast þau á einhvern hátt náttúru Íslands nema fyrsta ljóðið hans sem er undantekn- ing og hefur dálitla sérstöðu. „Þetta eru stutt ljóð sem eru kveðin um nátt- úru Íslands, björt og einföld. Mörg þeirra tengjast árstíðunum, vori, sumri, hausti og vetri. En sum þeirra fjalla um ást og óskir lífsins og snert- ir á tveimur menningarheimum, jarð- lífinu og hinu guðlega. Ég flokkaði því ljóðin í fimm hópa, vor, sumar, haust vetur og líf. Þess vegna er titill bókar- innar Fimmta árstíðin.“ Undirbúningur undir útgáfuna byrj- aði í vor að sögn Toshiki. „Ég veit svo lítið um hvað þarf til að gefa út bók en góður vinur minn sem stýrir ljod. is hjálpaði mér heilmikið þannig að ég fékk góða aðstoð,“ segir hann brosandi. Spurður í lokin hvort einhverjar að- stæður reynist honum betri en aðrar til að yrkja svarar Toshiki. „Skáldskapur- inn er fyrst og fremst tómstundagam- an hjá mér. Ég skrifa oft í blöðin um ýmis samfélagsmál eins og fordóma og innflytjendamál. Það er hluti af vinnunni minni. Mér finnst samt leið- inlegt að fólk haldi að ég hugsi bara um fordóma og óréttlæti í samfélag- inu því ég er maður sem sé líka fegurð í náttúrunni og í mannlegum samskipt- um. Mig langaði bara að segja frá því líka í ljóðunum mínum.“ Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir og afi, Edvald Gunnlaugsson lést þann 5. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Málfríður Eyjólfsdóttir Edda Eðvaldsdóttir Þór Þorvaldsson Eðvald Brynjar og Þórdís Halldór Eyjólfsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Sæunn Jóhannsdóttir ljósmóðir, Blesastöðum, Skeiðum, sem lést á heimili sínu 28. október, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 14. Sigurður Hermannsson Elín Árnadóttir Kristín Hermannsdóttir Vilmundur Jónsson Guðrún Hermannsdóttir Hjalti Árnason Sigríður N. Hermannsdóttir Jónas H. Jónasson Hildur Hermannsdóttir Kristján Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, Garðar Steinarsson flugstjóri, til heimilis að Flyðrugranda 4, lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. nóvember. Útförin verður gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 13. nóvember kl. 15. Ásta Sveinbjarnardóttir Hróðný Garðarsdóttir Þórhildur Garðarsdóttir Björgvin Þórðarson Páll Garðarsson Ásta, Garðar og Dúna Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og systir, Rannveig Jónsdóttir Sólheimum 23 5E, Reykjavík, lést fimmtudaginn 1. nóvember á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabbameins- deild Landspítalans og Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Alois Raschhofer Birgit Raschhofer Jóhann Pétur Guðvarðarson Róbert Jón Raschhofer Margarete Schrems barnabörn, Ásmundur Jónsson og fjölskyldur. Elsku systir mín og frænka, Sigríður Þórðardóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Stigahlíð 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 14.00. Guðný Þórðardóttir Gunnvör Valdimarsdóttir Jóhann G. Sigfússon Ragna, Alda Sif, Þorsteinn, Þórgunnur og fjölskyldur. Okkar ástkæra og yndislega Þórlaug Kristinsdóttir Grundargötu 7, Dalvík, lést sunnudaginn 4. nóvember á Dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík. Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 10. nóvember kl 13.30. Arnfinnur Friðriksson Steinunn Pálsdóttir Jóna Kristín Friðriksdóttir Stefán A. Magnússon Gunnar Magni Friðriksson Sigrún K. Júlíusdóttir Friðrik Reynir Friðriksson Marín Jónsdóttir Irma Ingimarsdóttir Bjarmi Fannar Irmuson Silja Pálsdóttir Freyr Antonsson og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir frá Vestmannaeyjum, sem lést fimmtudaginn 1. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 15. Björg Sigurðardóttir Hallgrímur Valdimarsson Inga Jóna Sigurðardóttir Sævar G. Proppé Guðlaugur Sigurðsson Kristrún O. Stephensen barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra. 60 ára afmæli Birgir Karlsson fv. skólastjóri og fulltrúi hjá Valitor (Visa), Bakkastöðum 5, Reykjavík. Í tilefni afmælisins tekur hann á móti gestum í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti, Reykjavík, á morgun föstudaginn 9. nóvember frá kl. 17-20. Gjafir afþakkaðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.