Fréttablaðið - 08.11.2007, Síða 70

Fréttablaðið - 08.11.2007, Síða 70
Fyrir einu ári var ferill Tom Cruise kom- inn í öngstræti, kvikmyndaverin forðuðust að vera bendluð við hann og stórstjarnan virtist ekki trekkja neitt að. Og stóra spurn- ingin er sú, tókst Cruise á hálfu ári að leggja glæsilegan feril í rúst? Eflaust er hægt að segja margt um Tom Cruise en enginn skyldi vanmeta völd hans í Hollywood. Frá árinu 1999 hefur Cruise leikið í að minnsta kosti einni mynd á ári. En það er varla tilviljun að Cruise skuli hafa valið að leika með þeim Robert Redford og Meryl Streep í kvikmyndinni Lion for Lambs sem frumsýnd verður um helgina. Ímynd hans hefur beðið hnekki á þeim tæpu tveimur árum sem liðin eru síðan hann kom út úr skápnum með ástarsamband sitt og Holmes. Heimsbyggðin stóð á öndinni þegar Cruise kynnti fjölmiðla fyrir Katie í apríl 2005. Ekki varð þverfótað fyrir samsæriskenning- um um að sambandið væri tilbúningurinn einn, hann þyrfti á umfjöllun að halda vegna War of the Worlds og kveða í kútinn kjaftasögurnar um meinta samkyn- hneigð sína. Á einni nóttu varð til undarlegt æði, hjá fjölmiðlum og almenningi sem þyrsti í sífelldar fréttir af parinu. Í maí mætti Cruise til Opruh Winfrey og ræddi um sjálfan sig og nýju kærustuna. Áhorfendur göptu af undrun þegar Tom hoppaði hæð sína í sófanum og sagðist vera „brjálaður í hana“. Flestir sammæltust um að Cruise væri bara brjálaður og það þyrfti enga Katie í þá jöfnu. Á þjóðhátíðardegi Íslendinga stal Cruise athyglinni frá hoppkastölunum og pylsunum í Hljómskálagarðinum og tilkynnti að hann hefði beðið unnustu sinnar í Eiffel-turninum í París. Og þrátt fyrir að Cruise svifi um á bleiku skýi í einkalífinu var ferillinn að hruni kominn. Kvik- myndaverið Paramount boðaði hann á sinn fund og tilkynnti honum að margra ára sambandi þeirra væri lokið, umfjöllunin síðustu misserin hefði skaðað ímynd fyrirtækisins en Cruise hafði þá verið tekinn af lífi í fjölmiðlum og almenningur hló að honum en ekki með. Furðusögurnar um Cruise og Holmes héldu áfram. Hlutverkaval hennar var allt í einu komið í hendur Cruise og svo mikil varð afskiptasemi leikarans að framleiðendur Batman þökkuðu Katie kærlega vel fyrir leikinn í Batman Begins en afþökkuðu nærveru hennar og Toms við frumsýningar. Og þegar kom að því að velja í hlutverkin fyrir næstu mynd var Katie víðsfjarri og Maggie Gyllenhaal mun aðstoða riddara næturinnar í baráttunni gegn Jókern- um sem lögfræðingurinn réttláti Rachel Dawes. Vísindakirkjan og stöðug predikun hans um ágæti þeirrar stofnunar og yfirlýsingar hans um fæðingarþung- lyndi ólu á hreinræktuðu hatri í garð Cruise og ef til vill náði þetta allt hámarki þegar þýska ríkisstjórnin meinaði honum að taka upp í herstöð í landinu nýverið vegna trúar sinnar. Eftir nokkrar samningaviðræður náðist þó að leysa hnútinn. En enginn skyldi afskrifa Cruise, þrátt fyrir hrakfarir síðustu tveggja ára. Þó að viðtökurnar á Lions for Lambs hafi ekki verið í samræmi við væntingar bíða menn nú spenntir eftir Valkyrjunni, sögunni um manninn sem reyndi að drepa Adolf Hitler. Hver veit, kannski lumar Tom á einhverju leyni- vopni sem fær almennning til að gleyma hinum klikkaða Cruise. Ef handritshöfundar og fulltrúar kvikmynda-og sjónvarpsiðnaðar- ins semja ekki innan næstu tveggja sólarhringa gæti verkfall þeirra fyrrnefndu orðið æði langt. Þetta kemur fram í kvikmyndatímarit- inu Variety. Samkvæmt úttekt blaðsins á kjarabaráttu hand- ritshöfunda hafa deiluaðilar verið svo upp- teknir af því að benda hvor á annan sem söku- dólg að þeim hefur ekki einu sinni tekist að útskýra fyrir fjölmiðlum hver hin raunverulega ástæða fyrir verkfallinu er. Og vilji þeir komast hjá dýru og löngu verkfalli verða þeir að setjast niður á allra næstu misserum. Verkfallið er þegar farið að hafa áhrif á sjónvarpsiðnaðinn og strax á mánudaginn var endursýningum af David Letterman og Jay Leno skellt inn í dagskrána. Afleiðing- arnar af löngu verkfalli gætu þó farið að sjást á næstunni því þættir gætu þurft að stytta sýn- ingarferli sitt eða fara í tíma- bundið hlé ef þetta dregst á langinn. Afleiðingar fyrir kvik- myndaiðnaðinn koma líklega ekki í ljós fyrr en eftir þó nokk- urn tíma enda hafa kvikmynda- verin verið dugleg við að safna að sér bitastæðum handritum. Deilan snýst um að handritshöf- undar vilja fá sinn hlut af kökunni í dvd-útgáfunni en þar hafa þeir setið eftir. Shawn Ryan, samninga- maður handritshöfunda, er ekki bjartsýnn á framhaldið og segir fulltrúa kvikmynda- og sjónvarps- iðnaðarins ekki líklega til að ganga að þeirra kröfum. „Þeir hafa komið fram við okkur af mikilli óvirð- ingu og yfirlýsingar þeirra um að við hefðum slitið samningaviðræð- unum eru algjörlega út í hött,“ sagði Ryan við Variety. Verkfallsdeila handritshöfunda í hnút John Farley vaknar upp við vondan draum einn daginn þegar hann upp- götvar að móðir hans hyggst ganga í það heilaga. Ekki er það þó það að John vilji ekki að móðir hans finni hamingjuna á nýjan leik heldur er brúðguminn af verri gerðinni, fyrr- verandi leikfimiskennarinn frá barnaskólaárunum sem var og er alræmdur fyrir illsku sína og þekkt- ur fyrir að gera líf nemenda sinna að martröð. Varla er það algengt að gaman- mynd af þessu tagi skuli skarta jafn virtum nöfnum og Mr. Woodcock en með aðalhlutverkin fara þau Billy Bob Thorton og Susan Sarandon. Sean William Scott er kannski kunn- uglegra nafn en þau Bob og Susan en hann lék í American Pie-mynda- unum sem slógu eftirminnilega í gegn. Eitthvað virðist þó ferill Bill- ys Bobs vera á niðurleið því hlut- verkin sem hann hefur fengið að undanförnu hafa öll verið í þessa áttina; Bad Santa, Bad News Bears og School for Scoundrels. Af honum verður það hins vegar ekki tekið að leikarinn gerir það manna best að leika hreinræktuð skítseyði. Susan Sarandon hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu. Martröð skóladrengs SMS LEIKUR Vi nn in ga rv er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.