Fréttablaðið - 08.11.2007, Page 74

Fréttablaðið - 08.11.2007, Page 74
Nemendur á þriðja ári í vöruhönnun í Lista- háskóla Íslands sýndu afrakstur vinnu sinnar síðastliðinn mánudag. Eftir að hafa kynnt sér starfsemi fyrirtækja í póstnúmerinu 105 fundu nemendur sér samstarfsaðila úr þeirra hópi. Hér má sjá brot af útfærslum nemendanna átta, sem eru hver annarri skemmtilegri. Fatahönnuðurinn Marín Manda Magnúsdóttir rekur barnafata- verslun í Kaupmannahöfn og hefur nú bætt vefverslun við þjónustuna. „Það gengur rosa- lega vel með hana. Það eru aðal- lega Danir og Norðmenn sem hafa keypt af okkur, þeir virðast vera duglegri við þetta en Íslend- ingarnir,“ segir Marín Manda, sem segir að verslunin henti Íslendingum þó ekki síður. „Ég held að það sé oft ódýrara að versla í gegnum netið en á Íslandi, þó að sendingarkostnaðurinn bætist ofan á. Upphæðin er ekki það há, og þar að auki kemur þetta enn betur út ef fólk kaupir fleiri en eina flík,“ bendir hún á. Verslunin Baby Kompagniet var opnuð í mars en vefverslunin fékk að sitja á hakanum. „Upp- haflega hugmyndin var að stofna bara vefverslun. Hún kviknaði eiginlega þegar ég var sjálf í fæðingarorlofi að versla á netinu á dóttur mína. Mér fannst vanta samansafn af þeim merkjum sem ég var áhugasöm um. Þegar við fórum í að opna sjálfa búðina gafst enginn tími fyrir þetta, en nú er þetta allt að smella saman,“ segir Marín Manda. Vefverslunina er að finna á baby-kompagniet.dk. Meðal þess sem þar er hægt að nálgast eru barnaföt frá merkinu Nümph, en kvenföt frá því merki hafa átt vinsældum að fagna hér á landi. Sendingarkostnaður til Íslands nemur 155 dönskum krónum. Baby Kompagniet á netinu Mugison, Brain Police, Raggi Bjarna og Dr. Spock koma fram á opnunarhátíð Hljóðfærahússins næstkomandi laugardag. Fagnað verður nýju og stærra húsnæði verslunarinnar að Síðumúla 20 og stendur hátíðin yfir frá kl. 13 til 17. Á meðal fleiri flytjenda á hátíðinni verða Land og synir, Hunang, Jazzkvartett Guðmundar Steingrímssonar, Bardukha, píanóleikarinn Þuríður Helga og fiðluleikararnir Páll Palomares og Geirþrúður Ása. Tónleikar og nýtt húsnæði Myndband af Michael Lohan, föður Lindsay, þar sem hann reynir að selja sjónvarpsstöðvum hugmynd að veruleikaþætti um sjálfan sig hefur gengið manna á milli á netinu síðustu daga. Hann hefur áður haft slíkar hugmyndir, til dæmis þegar hann vildi taka upp þátt með sér og dóttur sinni, Paris Hilton og föður hennar og Jessicu og Joe Simpsson. Michael hefur hins vegar þverneitað þessum orðrómi. „Ég er svo sannarlega ekki að leita að veruleikaþætti. Dina sér um það og ég sé um mitt,“ segir hann. Dina Lohan reitti dóttur sína til reiði á dögunum þegar hún samþykkti að Lindsay kæmi fram í veruleikaþætti um líf Dinu á sjónvarpsstöðinni E. Svo virðist sem Michael vilji ekki fara sömu leið, en samband hans og dótturinnar var lélegt með eindæmum þangað til Lindsay fór í meðferð í ár. Michael segir myndbandið á netinu vera hrekk á sinn kostnað, þar sem einhverjir hafi klippt saman upptökur. Hann hefur hingað til verið afar opinskár um hag og líf dóttur sinnar. Nú er útlit fyrir að foreldrar Lindsay Lohan verði hvort um sig með veruleikaþætti um líf sitt í sjónvarpi á sama tíma og hún reynir að koma fótunum aftur undir sig. Lohan-fjölskyldan á skjáinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.