Fréttablaðið - 08.11.2007, Side 76
Heather Mills hellti sér yfir fyrr-
verandi eiginmann sinn Paul
McCartney eftir að hún sá myndir
af honum í blöðunum kyssandi
milljónamæringinn Nancy
Shevell.
Dóttir þeirra, Beatrice, sá mynd-
irnar og þekkti föður sinn. Við það
beið Mills ekki boðanna og hringdi
í fyrrverandi eiginmann sinn, jós
hann skömmum og kallaði hann
hræsnara. Stutt er síðan Mills lét
allt flakka í nokkrum sjónvarps-
viðtölum um þá meðferð sem hún
hefur fengið í fjölmiðlum. Sagðist
hún vera í lífshættu og líkti sér við
Díönu prinsessu þegar hún var
hundelt af ljósmyndurum. „Hann
var undrandi á þessum sjónvarps-
viðtölum og sagði Mills að hann
væri ósáttur við þau,“ sagði kunn-
ingi McCartneys. „Hann er rólegur
yfir þessu öllu saman núna. Hann
hafði vit á því að þegja á meðan
hún blaðraði við alla sem vildu
hlusta. Hann sagði henni að halda
áfram með líf sitt því hann væri
einmitt að gera það. Hún var ekki
sátt.“
Nancy Shevell er eiginkona lög-
fræðingsins Bruce Blakemann og
eiga þau táningssoninn Arlen. Voru
þau vinir Pauls og fyrri eiginkonu
hans Lindu, sem lést úr krabba-
meini.
Trylltist vegna
kossamynda
Katie Melua ætti að vera Íslendingum
vel kunn en í fyrra söng hún fyrir fullri
Laugardalshöll. Söngkonan unga stoppaði
stutt á Íslandi fyrir helgi til að kynna nýj-
ustu plötu sína, Pictures.
„Við stoppuðum hér til að kynna plötuna því Ísland er
einn af mínum uppáhaldsstöðum. Náttúran er
stórkostleg og mig langar að sjá miklu meira af
henni. Sjáðu til dæmis hvað þetta er ótrúlegur foss!“
segir söngkonan Katie Melua upprifin og bendir á
mynd af Seljalandsfossi í myndabók Sigurgeirs
Sigurjónssonar, Lost in Iceland. Melua var stödd hér
á landi fyrir helgi til að kynna þriðju plötu sína, sem
kom út fyrir skömmu.
Katie Melua vonast til að halda hér aftur tónleika á
næsta ári en dagskrá tónleikaferðalagsins hefur ekki
verið ákveðin að öðru leyti en því að söngkonan ætlar
sér að spila í fæðingarlandi sínu, Georgíu, sem áður
tilheyrði Sovétríkjunum. Þaðan flutti Katie sem barn
vegna stríðsátaka og hefur búið í London frá fjórtán
ára aldri.
Pictures er þriðja plata söngkonunnar en þær fyrri
gerðu hana að einni söluhæstu tónlistarkonu áratug-
arins í Bretlandi. Hún segir nýju plötuna ólíka hinum
að því leyti að upphaflega átti að gera tónlist með
Tarantino-kvikmyndir í huga. „En svo fór að mörg af
bestu lögunum sem við sömdum pössuðu illa inn í þá
hugmynd. Við gáfum hana því upp á bátinn, en hún
mótar þó anda plötunnar.“
Hún segir Pictures einnig kraftmeiri plötu en hinar
tvær. „Loks tókst mér að semja glaðlegt og fjörugt
lag, Spellbound,“ segir Katie og er afar sátt við
árangurinn. Frekari breytinga er að vænta á næstu
plötum Katie því hún hefur slitið listrænu samstarfi
við umboðsmann sinn, Mike Batt. „Fólk gerir sér ekki
grein fyrir því hversu náið við höfum unnið saman að
þessari tónlistarsköpun. Plöturnar þrjár innihalda
efni tveggja listamanna en ekki aðeins mitt eigið,“
segir Katie. „Mér finnst tími til kominn að ég
uppgötvi óstudd sjálfsmynd mína sem listamaður og
hætti að treysta á hans frábæru lagasmíði.“
Gagnrýnendur vilja sumir meina að undarlegir
textar Batts dragi plötuna niður, en Katie mótmælir:
„Ég elska textana hans og þoli ekki hvernig gagnrýn-
endur ráðast að honum. Þeir virðast bara ekki ná
húmornum, textarnir eru svo sniðugir og óvenjuleg-
ir.“ Katie lætur hina miklu velgengni ekki stíga sér
til höfuðs. „Ég bjóst aldrei við svona mikilli sölu og
finnst þetta frábært. Þessi bransi hefur þó kennt
mér að söluhár listamaður er ekki endilega góður
listamaður,“ segir Katie. „Góð sala á plötunum veitir
mér sjálfstraust en skiptir alls ekki öllu máli.“
Mörgum brá í brún þegar þau tíð-
indi bárust að ný plata söngkon-
unnar Britney Spears, Blackout,
hefði ekki náð toppsætinu á hinum
fræga Billboard-lista í Bandaríkj-
unum. Sigurvegarar þessarar viku
reyndust vera gömlu brýnin í The
Eagles með plötu sína Long Road
to Eden. Sú plata seldist í ríflega
700 þúsund eintökum en Spears
varð að bíta í það súra epli að hafa
„aðeins“ náð að selja tæp 300 þús-
und eintök þrátt fyrir að salan
hefði farið geysilega vel af stað og
að platan hefði almennt fallið
gagnrýnendum vel í geð.
Plata The Eagles er fáanleg í
stórverslununum Wal-Mart
og Sam´s Club og hingað til
hafa sölutölur þaðan ekki
verið notaðar. Nú hefur
orðið breyting á með þess-
um afleiðingum, Britney
tapar en The Eagles sitja á
toppnum. „Við hefðum vilj-
að taka þessa ákvörðun
fyrr,“ sagði Geoff May-
field hjá Billboard. „En
það var bara að koma í
ljós að Wal-Mart-versl-
anirnar væru tilbúnar til
þess að gefa okkur sölutöl-
ur um þennan disk.“
Bandaríska leikkonan Sarah
Jessica Parker segir sér vera alveg
sama um kosningu karlatímarits-
ins Maxim sem nýverið titlaði hana
kynþokkaminnstu konu veraldar.
„Ég læt orð annarra aldrei særa
mig svo það truflar mig ekki neitt
að fólki þyki ég ekki kynþokkafull,
mér þykir það reyndar ekki heldur.
Þótt ég verði feit einn daginn verð
ég áfram jafn hamingjusöm og
núna,” segir Parker sem skaust
upp á stjörnuhimininn sem hinn
kynþokkafulli kynlífsdálkahöfund-
ur Carrie Bradshaw í sjónvarps-
þáttunum Sex and the City.
Sammála Maxim
Rúmlega helmingur aðdáenda
hljómsveitarinnar Radiohead
borgaði ekkert fyrir nýjustu
plötu hennar, In Rainbows. Fólk
fékk að ráða því hvort það borg-
aði fyrir plötuna og þá hversu
mikið.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unar fyrirtækisins comScorse
Inc sáu 62 prósent þeirra sem
hlóðu plötunni niður á netinu á
fjögurra vikna tímabili í síðasta
mánuði ekki ástæðu til að borga
fyrir hana. Hinir sem borguðu
fyrir hana greiddu að meðaltali
um 350 krónur fyrir hana.
Frá 1. til 29. október heimsóttu
1,2 milljónir manna heimasíðu
Radiohead en í könnuninni kemur
ekki fram hversu margir tryggðu
sér eintak.
Fleiri borguðu ekki
Britney í öðru sæti
komin í verslanir
og leigur á DVD
TAKTU ÞÁTT Í JÓLALEIK HARRY POTTER
Límmiðinn á myndinni gæti fært þér 42 TOMMU PHILIPS PLASMA
SJÓNVARP, Ipod, árskort í Sambíóin og margt fleira.
Nánari upplýsingar á www.fm957.is