Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 2
2 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Stefán, hafa leiðsögumenn geysilegar áhyggjur af þessu? „Já, það hefur kraumað í okkur lengi og við erum um það bil að fara að gjósa.“ Leiðsögumönnum blöskrar bágt ástand á Geysis-svæðinu. Stefán Helgi Valsson er kynningarfullltrúi Félags leiðsögumanna. UMHVERFISMÁL Þrjár tegundir af köngulóm hafa numið land hér á landi á síðustu árum. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segist stöðugt fá frekari staðfest- ingar um að tvær tegundir, sem eru náskyldar húsaköngulónni, og leggjakönguló hafi fest hér rætur. Þessar tegundir haldi sig fyrst og fremst inni, á lagerum og þvílíku húsnæði, en ekki í híbýlum manna enn sem komið er. „Þær eru enn sem komið er innanhúss því að utanhúss eru aðstæðurnar ekki nógu góðar,“ segir Erling og telur að alltaf falli eitthvað til innanhúss fyrir þær að éta. „Svona dýr eins og köngulær þola líka að svelta vikum saman. Þó að þær fái ekki að éta allan desember þá er það allt í lagi. Þær þola það alveg,“ segir hann. Erling segir að tegundirnar þrjár séu „alvöru köngulær, mun stærri en við eigum að venjast,“ eins og hann orðar það, en meinlausar. „Húsakönguló var líka algengari hér áður fyrr. Þegar menn voru að færa til skápa sem höfðu staðið upp við vegg þá hljóp oft út könguló. Tegundirnar tvær eru náskyldar henni en tvöfalt stærri, lappalangar og frekar skelfingu valdandi fyrir marga þó að þetta séu saklaus dýr. Þessar tegundir eru búkminni en lappameiri og hraðskreiðari en köngulær sem eru úti,“ segir hann. Þriðja tegundin, leggjakönguló, er með lítinn búk en afar langa og granna fætur. Hún er algeng í vöru- skemmum og vöruhúsum erlendis. „Það fer lítið fyrir þessum köngulóm því þær eru svo grannar en ég hef grun um að þessi könguló sé ekki bara að guða á dyrnar heldur sé hún komin inn fyrir.“ - ghs Þrjár nýjar köngulóartegundir hafa numið land á Íslandi síðustu árin: Saklaus dýr sem valda skelfingu LAPPALANGAR INNI- KÖNGULÆR „Lappalangar og frekar skelfingu vald- andi,“ segir Erling Ólafs- son skordýrafræðingur um nýju tegundirnar sem halda sig innanhúss. ALVÖRU KÖNGULÆR Tvær nýjar tegundir eru náskyldar húsaköngulóm en leggja- köngulóin er ekki skyld neinum tegundum sem fyrir eru. Hér má sjá úti-könguló á Íslandi. Allt sem þú þarft... ...alla daga Blaðið/24 stundir 90.760 manns Morgunblaðið 98.960 manns Fréttablaðið 146.953 manns M ið að v ið m eð al le st ur á tö lu bl að , þ rið ju da g til la ug ar da gs , 1 2– 80 á ra f yr ir al lt la nd ið . Rúmlega 56.000 fleiri lesa Fréttablaðið en 24 stundir LÖGREGLUMÁL Þórður Björnsson, kaupmaður í Sunnubúð, hyggst í dag hitta að máli einn piltanna þriggja sem rændu verslun hans á sunnudagsmorgun. Piltarnir þrír, sem eru fimmtán og sextán ára, ruddust inn í búðina vopnaðir öxi og kylfu, réðust að Þórði og höfðu á brott með sér tóbak og tugi þúsunda í reiðufé. „Ég vil bara hitta hann, taka í höndina á honum og reyna að fá hann til að snúa við blaðinu,“ segir Þórður. Pilturinn er væntanlegur í dag ásamt móður sinni. „Ég hef ekki talað við hann og veit ekki einu sinni hvað hann heitir,“ segir Þórður. „En mér skilst að hann sofi varla á nóttunni og sé gjör- samlega miður sín, hann sjái svo eftir þessu öllu saman.“ Fjórir piltar voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir ránið. Einn þeirra hafði beðið úti í bíl eftir ræningjunum þremur. Þórður segir að ungur aldur pilt- anna hafi komið sér á óvart. „Eins og ég sagði við lögregluna hélt ég að þeir væru svona átján til 23 ára. Ég var hissa á að þeir væru svona rosalega ungir, sérstaklega af því að þeir voru svo kaldir. Þeir virtust ekkert æstir.“ Þórður segir vænlegra að reyna að fá piltana til að koma reglu á líf sitt með þessum hætti en hegningum. „Það er betra fyrir þá og betra fyrir þjóðfélagið.“ - sh Kaupmaðurinn í Sunnubúð reynir að koma vitinu fyrir sextán ára ræningja sinn: Hittir einn ræningjanna í dag VIÐ VINNU Þórður segist hafa haldið að ræningjarnir væru eldri, einkum vegna þess hve fagmannlega þeir báru sig að. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM VIÐSKIPTI Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskipta- sviðs Kaupþings, játar hvorki né neitar að gerður hafi verið samningur við erlenda banka um að sölutryggja hlutafjárútboð Kaupþings. „Við tilkynnum ávallt Kauphöllinni fyrst þegar mikil- vægir samningar eru undirritaðir. Það hefur engin tilkynning um þetta efni verið send.“ Spurður hvort unnið sé að því að sölutryggja hlutafjárútboð Kaupþings segist Jónas ekki vilja tjá sig um orðróm á markaði. Forstjóri Kaupþings hefur boðað útgáfu nýs hlutafjár til kaupa á hollenskum banka. - bg Hlutafjárútboð Kaupþings: Engin tilkynn- ing verið send ORKUMÁL Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy tóku ekki þátt í tilboði í orkuveitu Filippseyja eins og ráðgert var. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var mat forráðamanna REI og GGE að fjárfestingin væri ekki arðbær á því verði sem sam- starfsaðili fyrirtækjanna vildi bjóða. Stærsta orkufyrirtæki Fil- ippseyja í einkaeigu og sam- starfsaðili REI og GGE í undir- búningi tilboðsins, First Gen. Corp., bauð rúmlega 84 milljarða króna í hlutinn. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var verðhugmynd REI og GGE á 60 prósenta hlut í orku- veitunni tugum milljarða lægra en samstarfsfyrirtækisins First Gen Corp. Var verðmat REI og GGE ekki fjarri tilboði fyrir- tækisins Panasia Energy sem var 56 milljarðar, og var þriðja hæsta tilboðið. Verðhugmyndir REI og GGE, voru áþekkar þó að fyrir- tækin gerðu sjálfstætt mat á fyrirtækinu. Í samningum á milli Íslending- anna og First Gen Corp. er kveðið á um að sá aðili sem ætti hæsta verðmatið gæti tekið yfir tilboðið. Það gerði First Gen Corp. og setti fram tilboð í nafni eignarhalds- félagsins Red Vulcan Holdings Corp. Í samkomulagi REI og GGE við First Gen Corp. er einnig ákvæði um að íslensku fyrirtækin geti innan ákveðins tíma komið að fyrirtækinu með einhverjum hætti telji þau það eftirsóknar- vert. Ákvörðunin um að draga sig út úr tilboðinu útilokar því ekki fjárfestingar REI og GGE í orku- veitu Filippseyja í framtíðinni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins þýðir þessi niðurstaða að kostnaður REI og GGE við undir- búning tilboðsins er takmarkaður því þar sem First Gen Corp. gerði tilboð bera þeir kostnaðinn af undirbúningsvinnunni að stærstum hluta. Orkuveita Filippseyja, PNOC- EDC., er dótturfyrirtæki ríkisolíu- fyrirtækisins PNOC á sviði jarð- varmavinnslu. Fyrirtækið er annað stærsta jarðvarmafyrir- tæki heims á eftir bandaríska fyrirtækinu Chevron. Orkuver PNOC-EDC framleiða 1.150 mega- vött og er það rúmlega helming- urinn af vinnslugetu eyjanna með jarðvarma. Einkavæðingarnefnd Filipps- eyja metur tilboðin. Nær öruggt er talið að tilboði First Gen. Corp. verði tekið. svavar@frettabladid.is REI og Geysir Green geta komið inn síðar Reykjavík Energy Invest og Geysir Grereen Energy hættu við að gera tilboð í orkuveitu Filippseyja, því verðhugmynd þeirra var tugum milljarða lægri en samstarfsaðila þeirra á Filippseyjum. Aðkoma REI og GGE ekki útilokuð síðar. ORKUSAMSTARF UNDIRBÚIÐ Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI (til vinstri), Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Purnomo Yusgiantoro, orkumálaráðherra Indónesíu, og Bambang Kustono, forstjóri Petramina Gethermal Energy, skrifuðu undir viljayfirlýsingar um samstarf í orkumálum í Indónesíu í október. MYND/HAFLIÐI HELGASON SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.