Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 10
22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
LONDON, AP Mistök opinbers
starfsmanns í Bretlandi urðu til
þess að viðkvæmar upplýsingar
um næstum helming bresku þjóð-
arinnar kunna að hafa komist í
hendur óviðkomandi.
Tveir tölvudiskar með heimilis-
föngum, bankareikningum og
fleiri upplýsingum um 25 millj-
ónir Breta voru settir í almennan
póst en bárust aldrei á áfanga-
stað.
„Ég biðst innilegrar afsökunar
á þeim óþægindum og áhyggjum
sem þetta hefur valdið milljónum
fjölskyldna,“ sagði Gordon
Brown, forsætisráðherra Bret-
lands, í neðri deild þingsins í gær.
„Við höfum skyldu til að að gera
allt sem í okkar valdi stendur til
að vernda almenning.“
Stjórnvöld segja engin merki
um að tölvudiskarnir hafi fallið í
hendur glæpamanna en þrjár
vikur eru síðan í ljós kom að þeir
væru týndir að því er Alistair
Darling, fjármálaráðherra Bret-
lands, hefur greint frá. Darling
sagði diskana innihalda upplýs-
ingar um 7,25 milljónir fjöl-
skyldna sem þiggja barnabætur.
Tæknisérfræðingar og tals-
menn hópa um borgaraleg rétt-
indi segja þetta tilvik varpa ljósi
á þá áhættu sem fólk tekur þegar
það treystir stjórnvöldum og
stofnunum fyrir persónulegum
upplýsingum. Er þetta tilvik sagt
sýna grundvallargalla í úrræðum
stjórnvalda til að geyma sífellt
meiri upplýsingar um borgarana
í miðlægum gagnagrunnum.
Leiðtogi íhaldsflokksins, David
Cameron, sagði þetta sýna nauð-
syn þess að stjórnvöld endurskoði
fyrirætlanir sínar um persónu-
skilríki allra borgara. „Fólk er
virkilega áhyggjufullt yfir öryggi
bankaupplýsinga og persónulegra
uppýsinga um sig. Því á eftir að
finnast mjög undarlegt, því á eftir
að finnast það skrítið að þú viljir
hreinlega ekki stoppa við og
hugsa um hætturnar við skrán-
ingu persónuupplýsinga.“ Brown
svaraði að áfram yrði haldið með
áætlunina. sdg@frettabladid.is
Upplýsingar
um helming
Breta týndar
Bresk stjórnvöld biðjast afsökunar á að viðkvæmar
upplýsingar um 25 milljónir Breta týndust í pósti.
© GRAPHIC NEWSPicture: Getty Images
milljónir
milljónir
milljónir
milljónir
milljónir
Ég biðst innilegrar afsök-
unar á þeim óþægindum
og áhyggjum sem þetta hefur
valdið milljónum fjölskyldna
GORDON BROWN,
FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
39
98
6
11
/0
7
húfur og vettlingar
1.590
Verð frá
fyrir fríska krakka
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
4
00
33
1
1/
07
www.hi.is
VERKFRÆÐISTOFNUN
ÁRSFUNDUR
Fimmtudaginn 22. nóvember kl. 16–18
í Hátíðarsal, Aðalbyggingu HÍ
Dagskrá:
16:00 Setning
Ebba Þóra Hvannberg, forseti verkfræðideildar HÍ
16:10 Arðsköpun með þekkingu
Lárus Elíasson, forstjóri Enex
16:30 Auðlindagarðar
Albert Albertsson, forstöðumaður þróunar-,
umhverfis- og tæknisviðs Hitaveitu Suðurnesja
16:50 Fjárfestingar og útrás
Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI
17:05 Viðurkenning Verkfræðistofnunar
fyrir framúrskarandi rannsóknarframlag
Magnús Þór Jónsson, formaður stjórnar
17:10 Viðurkenningar til framhaldsnema í verkfræði
Ebba Þóra Hvannberg, forseti verkfræðideildar HÍ
17:15 Söngur: Félagar úr sönghópnum Hljómeyki
17:20 Ársskýrsla Verkfræðistofnunar HÍ
Magnús Þór Jónsson, formaður stjórnar
17:40 Léttar veitingar og spjall
Fundarstjóri er Guðrún Sævarsdóttir,
dósent í verkfræðideild HÍ
Allir velkomnir
Stjórn VHÍ
ALÞINGI Paul Nikolov, varaþing-
maður Vinstri grænna, flutti jóm-
frúarræðu sína á Alþingi í gær og
mælti fyrir bættri réttarstöðu
útlendinga.
Hann vill að útlendingar, frá
löndum utan EES-svæðisins, sæki
um atvinnuleyfi sjálfir en ekki
fyrirtækin sem ráða þau.
Einnig verði sett í lög að dvalar-
leyfi maka verði ekki afturkölluð
þótt til skilnaðar komi. Sérstaklega
sé þetta mikilvægt ef ofbeldi hefur
verið á heimilinu.
Þá vill hann láta afnema reglu
um að erlendir makar undir 24 ára
aldri fái ekki dvalarleyfi.
- kóþ
Paul Nikolov ræddi málefni innflytjenda á Alþingi:
Vill bætta réttarstöðu
PAUL NIKOLOV Varaþingmaður Vinstri
grænna flutti jómfrúarræðu sína í gær á
Alþingi. Hann flutti hingað árið 1999.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA