Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 12

Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 12
12 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR LÍBERÍA Með samtakamætti kvenna urðu til öflug samtök í Líberíu sem höfðu áhrif á að friður komst á í landinu og að honum er viðhaldið enn í dag. Lindora Howard-Dia- ware hefur verið framkvæmda- stýra friðarsamtaka kvenna, „Women in Peacebuilding Net- work“ (WIPNET), í Líberíu síðan árið 2006. Markmið WIPNET er að virkja konur í aðkomu að friðar- uppbyggingu. Howard-Diawere heldur erindi á árlegum morgunverðarfundi UNIFEM í dag klukkan 8.15 á Hótel Loftleiðum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangseyrir 2.500 krónur. WIPNET hóf starfsemi í Líberíu árið 2002 meðan enn ríkti borgara- styrjöld í landinu. Ári síðar lauk borgarastyrjöldinni og segir How- ard-Diaware samtökin hafa þar haft umtalsvert að segja. „Við ein- beittum okkur að því að finna út hvernig við gætum haft áhrif. Við vorum bara tuttugu en fengum fleiri konur til liðs við okkur og hrintum af stað friðarherferð árin 2003 til 2005. Herferðin gekk út á það að konur mótmæltu stríði, sögðu hingað og ekki lengra, víða um land og sköpuðu þannig þrýsting daglega.“ Samtökin settu niður þrjú grundvallarbaráttumál: Að stríð- andi fylkingar myndu koma saman til friðarviðræðna, vopnahlé boðað í kjölfarið og að utanaðkomandi herlið myndi tryggja að vopnahlé yrði virt. „Við fórum með þessi baráttumál okkar til stjórnvalda og stríðsherra og í gegnum okkar þrýsting urðu þau að veruleika.“ Howard-Diaware segir WIPNET fylgjast vel með að friður sé virtur í landinu og ef út af bregði fari fulltrúar frá þeim á fund viðkomandi aðila. Spurð um hvort borgarastyrjöld gæti skollið á að nýju í Líberíu segir Howard-Dia- ware það vel geta gerst ef ekki er aðgát höfð og passað að láta ekki átök milli hópa óáreitt. Árið 2005 voru forsetakosningar í Líberíu og varð Ellen Johnson- Sirleaf fyrsta konan til að vera lýðræðislega kosin þjóðhöfðingi í Afríku. Howard-Diaware segir önnur Afríkuríki horfa til Líberíu vegna þess og hinnar sterku kvennahreyfingar sem er þar en að langt sé í land að hægt verði að tala um kynjajafnrétti í Líberíu. Í Íslandsheimsókninni fundar Lindora Howard-Diaware meðal annars með utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd. Segir hún mikilvægt að hitta konur í valda- stöðum erlendis til að geta lært af reynslu þeirra og miðlað til kvenna í Líberíu. „Og hver veit, kannski verður þessi reynsla seinna til þess að bæta aðstæður kvenna í Líberíu.“ sdg@frettabladid.is Konur sköp- uðu þrýsting Friðarsamtök kvenna í Líberíu stuðluðu að lokum borgarastyrjaldar og beittu sér fyrir viðvarandi friði. Framkvæmdastýra samtakanna er stödd á Íslandi. LINDORA HOWARD-DIAWARE Segir önnur Afríkuríki horfa til Líberíu vegna fyrsta lýð- kjörna kvenforseta álfunnar og hinnar sterku kvennahreyfingar í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkj- unni í Reykjavík, er sammála hugmynd Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumála- ráðherra um að leggja kirkjumála- ráðuneytið niður. Þetta sagði hann í predikun á sunnudag. „Ráðherra dóms og kirkjumála hefur sjálfur komið fram með þá hugmynd að leggja niður sitt eigið ráðuneyti,“ sagði Hjörtur Magni. „Því ber að fagna því að í raun er það ráðuneyti einkamála. Trúmál og kirkjumál hvers og eins eru auðvitað einkamál hvers og eins.“ Hjörtur bætti því við að ekki þyrfti ráðuneyti sem sinnir bara málum eins trúfélags. - sgj Vill kirkjumálaráðuneytið burt: Fríkirkjuprestur sammála Birni UMHVERFISMÁL Svifryk í höfuðborginni fór yfir heilsuverndarmörk á sunnudag og laugardag. Nú hefur svifryk farið fjórtán sinnum yfir mörkin það sem af er ári. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar mælir svifryksmengun við Grensásveg. Á laugardag reyndist magn þess vera 91 míkrógramm á rúmmetra og á sunnudag 52,4 míkrógrömm. Viðmiðunarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Færanleg mælistöð Umhverfissviðs hefur verið staðsett við Ártúns- brekku en þar hefur svifryksmengunin farið yfir mörk fjórum sinnum síðan um miðjan október. - sgj Mengun á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi: Svifryk fór yfir mörk í borginni HJÖRTUR MAGNI JÓHANNSSON Kona um þrítugt hefur verið ákærð fyrir að stela átta húfum og slatta af vettlingum í apóteki. Fenginn setti hún í barnavagn og í vasa sína. Hún fór síðan út án þess að greiða fyrir varninginn. DÓMSMÁL Stal húfum og vettlingum HÁLOFTALISTIR Herþotur breska flughersins, Rauðu örvarnar, sýna listir sínar á síðasta degi flugsýningarinnar í Dubai. Var þetta í tíunda skipti sem Dubai-flugsýningin er haldin og voru yfir 140 flugvélar frá 50 löndum til sýnis. NORDICPHOTOS/AFP Ekið á hross Hross hljóp í veg fyrir bíl á veginum í Blönduhlíð, skammt frá Flugumýrar- hvammi, um ellefuleytið í fyrrakvöld. Ökumaður var einn á ferð og sakaði ekki en bifreiðin skemmdist töluvert eftir höggið en var þó ökufær. Hrossið fannst dautt nokkrum metrum frá árekstrarstaðnum. LÖGREGLUFRÉTTIR Hraðakstur innanbæjar Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af fjórtán ökumönnum vegna hraðakst- urs innanbæjar á Akureyri í gær. Sá sem hraðast ók mældist á 97 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar á klukkustund. LÖGREGLUFRÉTTIR Félagsmálaráðuneytið Evrópuár jafnra tækifæra 2007 Kynbundinn launamunur Aðferðir til úrbóta Ráðstefna 23. nóvember 2007 Jafnréttisstofa í samstarfi við Ár jafnra tækifæra og félagsmálaráðuneytið efnir til ráðstefnunnar Kynbundinn launamunur - Aðferðir til úrbóta þann 23. nóvember kl. 13-16 í Sunnusal Hótel Sögu. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar á kynbundnum launamun sem unnin var upp úr gögnum Hagstofu Íslands um atvinnutekjur þjóðarinnar. Í rannsókninni voru skoðaðar atvinnutekjur og heildartekjur kynjanna, eftir hjúskaparstöðu, aldri og búsetu. Einnig verða ræddar ólíkar aðferðir sem notaðar hafa verið til að vinna bug á þeim vanda sem kynbundinn launamunur er. Dagskrá: 13:00 Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, setur fundinn 13:10 Tekjumunur karla og kvenna: Upplýsingar úr skattframtölum Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri rannsóknarsviðs Jafnréttisstofu. 13:45 Kynjavöktun í aðdraganda kjarasamninga Maríanna Traustadóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ 14:05 Áform og aðgerðir - til að greina og eyða kynbundnum launamun Sigríður Lillý Baldursdóttir, starfandi forstjóri Tryggingarstofnunnar 14:25 Kaffi hlé 14:45 Tala minna – gera meira Ingibjörg Óðinsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr 15:05 Markvissar aðgerðir skila árangri Anna Jörgensdóttir, starfsmannastjóri Hafnarfjarðarbæjar 15:25 Pallborðsumræður Fundarstjóri: Mörður Árnason Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis SLYS Tveir bílar skullu harkalega saman á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Skógar- sels um tvöleytið í gærdag, með þeim afleiðingum að annar þeirra kastaðist til og valt. Svo virðist sem annarri bifreiðinni hafi verið ekið gegn rauðu ljósi með fyrrgreind- um afleiðingum. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang ástamt dælubíl frá Slökkviliði höfuð- borgarinnar, sem notaður var til að hreinsa upp olíu og eldsneyti sem lekið hafði úr bílunum. Ökumaður og farþegi úr bílnum sem valt voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en meiðsli þeirra voru minni háttar og voru þeir útskrifaðir af slysadeild Landspítalans í gær. - æþe Harður árekstur á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Skógarsels í gær: Bíll valt eftir harðan árekstur VALT EFTIR HARÐAN ÁREKSTUR Betur fór en á horfðist eftir að bíll valt eftir harðan árekstur. Tveir voru fluttir á slysadeild með minni háttar meiðsli, en þeir voru útskrifaðir af slysadeild samdægurs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALÞINGI Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Þróunarfélagi Keflavíkurflug- vallar hvernig tillögur um breytingar á tekjum og gjöldum félagsins eru tilkomnar. Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Þróunarfélagsins, sagði á Vísi.is í gær að eignir Þróunarfélagsins hefðu verið margauglýstar. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi sölu á eignum á Keflavíkurflugvelli harðlega á Alþingi í fyrradag. Hann taldi að um heimildarlausa sölu hefði verið að ræða og að eignirnar hefði borið að auglýsa. - ghs Fjárlaganefnd Alþingis: Óskar eftir upp- lýsingum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.