Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 22
22 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Bæjarskipulag ætti auðvitað að
taka mið af því að sem flestir geti
haft það sem best. Almennt séð
fer það illa með
lífið í hverfunum
þegar auðmenn
leggja stóran
hluta þeirra undir
sig,“ segir Valur
Gunnarsson
rithöfundur.
„Þetta hefur
verið mjög
óheppileg þróun
víða erlendis, til
dæmis í Cam-
den í London,
Greenwich Village
í New York og Kallio í Helsinki.
Það sama virðist vera að gerast í
101 og kannski á Seltjarnarnesi líka,
örfáir auðmenn kaupa upp lóðir og
hækka verð í hverfinu upp úr öllu
valdi,“ segir hann.
„Það ætti kannski frekar að búa
til sérstakt friðland fyrir auðmenn,
gefa þeim eins og eitt fjall, sem við
getum horft upp til með aðdáun
eða fyrirlitningu. Þar geta þeir svo
byggt sér það sem þeim sýnist.
Þetta friðland gæti til dæmis verið á
Kárahnjúkum. Í eitthvað verða þeir
jú að nota þessa jeppa sína!“
SJÓNARHÓLL
EFNAFÓLK RÍFUR GÖMUL HÚS
Ættu að fá sitt
eigið fjall
VALUR GUNN-
ARSSON RITHÖF-
UNDUR
RÁÐ VIÐ
ÁFENGISSÝKI:
STEIKT EÐA SOÐIN LUNGU
■ Margir trúðu því fyrr á öldum
að lækna mætti áfengissýki með
því að borða steikt eða soðin
lungu á tóman maga. Sú trú er þó
væntanlega á algjöru undanhaldi
nú á dögum. Áður fyrr var nær allt
nýtt af kindinni og þóttu
til dæmis garnir og
milta nauðsynleg
hverjum þeim sem
vita vildi veðurfar
næstu daga
en síðan þá
hefur veð-
urfræð-
inni farið
mikið
fram.
„Ég er að kafna úr kvefi og get varla andað, er
búin að hella í mig vítamíni og sólhatti,“ segir
Alma Joensen, framkvæmdastýra Stúdenta-
ráðs Háskóla Íslands. Hún lætur veikindin þó
ekki aftra sér frá því að mæta til vinnu. „Ég
var rétt í þessu að greiða úr greiningarsjóði
Stúdentaráðs fyrir stúdenta með sértæka
námsörðugleika. Þetta er í annað sinn sem
greitt er úr sjóðnum. Þetta er gert að frum-
kvæði Stúdentaráðs enda leggur ríkið engan
pening í þennan málaflokk. Við viljum breyta
því og erum þessa dagana að safna styrkjum
til að fjármagna sjóðinn, svo að við getum
komið til móts við þá stúdenta sem þurfa á
slíkri greiningu að halda.“
Alma sækir fjölda ráðstefna og vinnufunda
erlendis í starfi sínu. Ekki er langt síðan hún
kom heim frá Spáni af einum slíkum. „Svo er
ég að fara til Litháen um helgina á aðalfund
Evrópusamtaka stúdenta. Þemað að þessu
sinni er jafnrétti kynjanna en á fundinum
sjálfum eru líka rædd almenn málefni,
kosið um lagabreytingartillögur,
ný stefnumál lögð fram og svo
framvegis. Ég mun stýra þarna
vinnuhópi sem ber heitið „kyn
og uppeldi“.“
„Annars er ég bara að stress-
ast upp fyrir Stúdentaráðskosn-
ingarnar í febrúar. Ég sef varla á
næturnar, en það er nú líka af því
að ég er svo kvefuð.“ En hvernig er
andinn á skrifstofu SHÍ? „Það er
rosa góður andi þessa dagana.
Enda hausthátíðin nýyfirstaðin
og starfsmenn skrifstofunnar að
farast úr spenningi yfir væntan-
legu jólaglöggi.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ALMA JOENSEN, FRAMKVÆMDASTÝRA STÚDENTARÁÐS HÍ
Greiðir aftur úr greiningarsjóði
Börnin á leikskólunum Álfheimum og Árbæ á
Selfossi voru nokkuð skelkuð eftir jarðskjálfta-
hrinu á svæðinu í fyrrinótt. Þau kviðu gærdeginum
dálítið en það reyndist ekki ástæða til þess.
„Þau eru ótrúlega sniðug og vita alveg hvernig
þau eiga að bregðast við. Þau vita vel að þau eiga
að fara undir borð ef eitthvað gerist,“ segir
Rannveig Guðjónsdóttir, leikskólastjóri á Árbæ.
Hún segir eina stúlku hafa hrokkið í kút við
óvæntan hávaða í gær og rokið beint undir borð.
Ingbjörg Stefánsdóttir, leikskólastjóri á
Álfheimum, segir foreldra og kennara hafa mætt
heldur illa sofna í morgun.
Haldinn var fundur um málið og farið yfir
viðbrögðin ef stór skjálfti kæmi.
„Sum börnin urðu hrædd og önnur ekki. Þau tala
gjarnan um eldri systkini sín sem urðu hrædd því
þau gera sér betur grein fyrir því sem gerðist. Ein
stúlka sagði frá bróður sínum sem datt fram úr
rúminu,“ segir Ingibjörg og segir eldri börnin
kunna að krjúpa, skýla og halda sér þegar kemur
jarðskjálfti.
Á Álfheimum var börnunum sagt að þau væru
jarðskjálftaverðir og ættu því að vera í inniskón-
um sínum í dag og næstu daga, ef þau þyrftu
skyndilega að rjúka út. - eb
Leikskólabörn á Selfossi urðu dálítið skelkuð vegna jarðskjálfta:
Kunna að krjúpa, skýla og halda
SUMIR URÐU HRÆDDIR EN AÐRIR EKKI Börnin á Selfossi
urðu sum hrædd þegar jarðskjálftar riðu yfir svæðið og
foreldrum og kennurum var ekki svefnsamt.
Þótt tímatal Dana sé hið
sama og hér á landi þá
er nýafstaðið fjörlegt
gamlárs kvöld hjá samfélagi
Íslendinga í Jónshúsi í
Kaupmannahöfn. Svavar
Gestsson sendiherra segir
frá því viðburðaríka ári
sem það kvöld leið í aldanna
skaut og markatölunni
14-2 sem veldur honum
tvöföldum hrolli.
„Þegar afmælisár Jónasar Hall-
grímssonar hófst í fyrra þá hugs-
uðum við með okkur „þetta verð-
ur flókið, það eru ekki margir
Danir sem þekkja þennan karl,““
segir Svavar þegar hann rifjar
upp afmælisár Jónasar Hall-
grímssonar sem lauk formlega
16. nóvember síðastliðinn. „En
okkur tókst vel að ná til Íslend-
inga hér og síðan hefur komið í
ljós að félagsmenn Dansk-
íslenska félagsins hér voru
geysilega ánægðir með hvernig
til tókst og þar að auki hafa við-
brögð við menningarviðburðum
sem við höfum haldið fært okkur
í sanninn um að okkur hafi tekist
að breiða út fagnaðarerindið.“
Menntamálaráðuneytið á
Íslandi og sendiráð Íslands höfðu
veg og vanda af þeim fjölmörgu
viðburðum sem haldnir voru 200
ára afmælisbarninu til heiðurs.
Meðal þeirra ótal mörgu sem
tóku þátt í verkefninu eru
Íslenski kvennakórinn í Kaup-
mannahöfn og kórinn Staka sem
sungu lög við ljóð Jónasar, Erik
Skyum Nielsen Garðsprófastur
sem leiddi fróðleiksfúsa um
stúdentagarðinn Regensen þar
sem Jónas dvaldi ásamt fleiri
frægum Íslendingum og Fífil-
brekkuhópurinn sem flutti lög
Atla Heimis Sveinssonar við ljóð
afmælisbarnsins. Einnig voru
haldin menningarkvöld á Fjóni
og í Horsens þar sem Kristján
Hjartarson og Kristjana Arn-
grímsdóttir fluttu söngva með
textum skáldsins. Einnig var
gefin út ljóðabókin Landet var
fagert en hún inniheldur 20 ljóð
skáldsins sem þýdd hafa verið á
dönsku.
„Böðvar Guðmundsson var
framkvæmdastjóri verkefnisins
og það var alveg ómetanlegt að
njóta krafta jafn ötuls manns og
hann er. Hann stýrði samkom-
unni á afmælisdegi Jónasar sem
er eins konar gamlárskvöld á
þessu Jónasarári og lét hann
ekki undir höfuð leggjast að
þýða ævintýri skáldsins á dönsku
í tilefni dagsins.“
Sendiherrann var að búa sig
undir að fylgjast með landsleik
Dana og Íslendinga þegar blaða-
maður náði tali af honum. Segja
má að hann fái tvöfaldan hroll
þegar minnst er á markatöluna
14-2. „Á mínum stutta knatt-
spyrnuferli lenti ég í því að tapa
fyrir KR-ingum 14-2 þegar ég
lék með Þrótti. Og þótt Danir séu
nú flestir búnir að gleyma
leiknum fræga þegar þeir unnu
okkur með sömu markatölu þá
eru þeir reyndar svo vinsamlegir
að minna jafnan á hana þegar
liðin mætast.“
Fleiri viðburðir eru á döfinni
þótt Jónasarár sé liðið í aldanna
skaut og ef allt fer á besta veg
mun krónprinsinn fara með
spúsu sína til Íslands á næsta
ári. Einnig er nóg um daglegt
amstur í sendiráðinu. „Hér búa
um 10 þúsund Íslendingar,“ segir
Svavar. „Það eru gefin út um 700
vegabréf árlega og hingað ligg-
ur gríðarleg umferð Íslendinga.
Til dæmis voru 53 áætlunarferð-
ir á viku síðastliðið sumar. Enda
er það nú einu sinni þannig að
allir þeir sem ætla að frelsa
heiminn byrja hér.“
jse@frettabladid.is
Gamlárskvöld á Jónasarári
HALLDÓR BLÖNDAL OG SVAVAR GESTS-
SON Það er ráðlegt að fara sér hægt í
þessum tröppum eins og tvímenning-
arnir gera. Þetta eru nefnilega tröppurn-
ar þar sem Jónas fór sér að voða endur
fyrir löngu. Halldór kom að skipulagn-
ingu Jónasarárs fyrir hönd menntamála-
ráðuneytisins. MYND/SIGURÐUR BOGI
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Sendiherrann
er þakklátur fyrir störf Böðvars á
Jónasarárinu. Hér er hann að stýra sam-
komu sem efnt var til á gamlárskvöldi
Jónasarársins. MYND/ODDUR BENEDIKTSSON
LJÓÐ SKÁLDSINS SUNGIN Regína Unnur Ólafsdóttir hefur upp orð skáldsins við
undirleik Steens Lindholm sem er Íslenskum tónlistarmönnum oft innan handar.
MYND/ODDUR BENEDIKTSSON
Lítil prýði
„Nú er staðan orðin þannig
að þarna er kominn myndar-
haugur af alls konar drasli,
en þar er meðal annars að
finna klósett, rúm, borðplötur
og ruslapoka.“
GÍSLI J. EYSTEINSSON ER ORÐINN
LANGÞREYTTUR Á RUSLI SEM SAFN-
AST UPP VIÐ HÚS HANS.
Fréttablaðið 21. nóvember.
Óheppinn
„Ég fór til lögreglunnar og
spurði hvort hún gæti ekki
hjálpað mér en þar var mér
bara sagt að ég væri óhepp-
inn að vera nafni hans.“
SNÆBJÖRN SIGURÐUR STEIN-
GRÍMSSON HEFUR ORÐIÐ FYRIR
BARÐINU Á REIÐUM NETVERJUM
SEM HALDA AÐ HANN SÉ NAFNI
HANS HJÁ SMÁÍS.
Fréttablaðið 21. nóvember.
kokka.is
Opið mán.- föstud. 10-18 og lau. 10-16 www.kokka.is kokka@kokka.is