Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 30

Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 30
30 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 10 8 12 1 11 2 18 8 Ísland Þýskaland HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS „Þegar fellur á silfur þá veit ég um eitt gott húsráð. Gripina má setja í pott með köldu vatni, einni teskeið af matarsóda og bút af álpappír og svo er vatnið hitað að suðu,“ segir Guðrún Katrín Bryndísardóttir. „Þegar vatnið er orðið nógu heitt slekkur maður undir pottin- um og bíður eftir að það kólni. Þegar það er búið þá er allt þetta svarta komið á álpappírinn,“ segir Guðrún Katrín og kveðst hafa prófað þetta. Hún hafi sett góðan ferning af álpappír í vatnið og ráðið hafi virkað! GÓÐ HÚSRÁÐ FELLUR Á SILFUR ■ Guðrún Katrín Bryndísardóttir, út- gáfu- og kynningarstjóri VM, gefur ráð hvernig bregðast megi við þegar fallið hefur á silfur. Allt að 25 prósent verð- munur er á þriggja mánaða skammti af getnaðarvarnar- pillunni Microgyn, eftir því við hvaða lyfjabúð á höfuðborgarsvæðinu er skipt. Verðið var lægst í Rimaapóteki við Langarima í Reykjavík, en dýrastur var skammturinn í Árbæjar- apóteki við Hraunbæ í Reykjavík. Microgyn er nokkuð algeng getnað- arvarnapilla fyrir konur. Hver pakkning af Microgyn endist í þrjá mánuði og þarf því að fara fjórum sinnum á ári í apótek til þess að birgðir endist út árið. Meðalverð á Microgyn í ellefu apótekum á höfuðborgarsvæðinu í gær reyndist vera 1.286 krónur. Árskostnaður að meðaltali er sam- kvæmt því 5.143 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verðinu var 283 krónur, og er Mic- rogyn í Árbæjarapóteki því 25,1 prósenti dýrara en í Rimaapóteki. Í fjórum apótekum reyndist þriggja mánaða skammtur að minnsta kosti 20 prósentum dýrari en í Rima- apóteki. Þau apótek voru auk Árbæjar apóteks; Laugarnesapótek í Kirkjuteigi, Lyf og heilsa á Hring- braut og Lyfjaval í Hæðasmára í Kópavogi. Þá var lyfið um sextán til átján prósentum dýrara í Lyfju á Laugavegi og í Apótekaranum í Nóatúni. Þau fimm apótek sem reyndust ódýrust voru, auk Rimaapóteks; Skipholtsapótek í Skipholti, Garðsapótek á Sogavegi, Lyfjaver á Suðurlandsbraut og Apótekið í Skeifunni. Ekki er um tæmandi upptalningu á apótekum að ræða, en hringt var í apótekin í gær og spurt um verð, miðað við að kaupandi væri ekki öryrki eða með önnur afsláttarkort. Í öllum tilfellum er því um fullt verð að ræða. svanborg@frettabladid.is Dýrasta pillan fjórðungi dýrari en sú ódýrasta MICROGYN, ÞRIGGJA MÁNAÐA SKAMMTUR Apótek Verð Árskostnaður Dýrara en lægsta verð Rima Apótek, Langarima 1.129 kr. 4.516 kr. 0,0% Skipholtsapótek 1.149 kr. 4.596 kr. 1,8% Garðsapótek, Sogavegi 1.213 kr. 4.852 kr. 7,7% Lyfjaver, Suðurlandsbraut 1.243 kr. 4.972 kr. 10,1% Apótekið, Skeifunni 1.270 kr. 5.080 kr. 12,5% Apótekarinn, Nóatúni 1.304 kr. 5.216 kr. 15,5% Lyfja, Laugavegi 1.327 kr. 5.308 kr. 17,5% Lyfjaval, Hæðasmára Kóp. 1.363 kr. 5.452 kr. 20,7% Lyf og heilsa, Hringbraut 1.364 kr. 5.456 kr. 20,8% Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 1.369 kr. 5.476 kr. 21,3% Árbæjarapótek, Hraunbæ 1.412 kr. 5.648 kr. 25,1% Meðalverð 1.286 kr. 5.143 kr. 13,9% Í APÓTEKINU Ársskammtur af Microgyn getur kostað allt frá 4.516 krónum upp í 5.648 krónur eftir því við hvaða lyfjabúð er skipt. Útgjöldin > Hlutfallslegt verðlag árið 2006 Hvert mannsbarn þekkir þjóðvís- una Það á að gefa börnum brauð. Ósjálfrátt kemur hún upp í hugann nú þegar árstíð jólahlað- borða er gengin í garð og full ástæða er til að minna á rétta meðhöndlun matvæla. Við undirbúning jólahlaðborða, eins og við alla matvælafram- leiðslu, er að mörgu að hyggja. Maturinn þarf ekki aðeins að bera öll sín einkenni; bragð, lykt, áferð og útlit, heldur líka að vera öruggur til neyslu. Bragð og lykt af mat eru oft nátengd jólunum í huga fólks. Áferð og útlit matar hafa í þessu tilliti ef til vill minni tengsl við jólin hjá fólki. En svo er þetta með öryggið. Hvað er eiginlega átt við með öruggum matvælum? Jú, við erum að tala um það að fullkomið jólahlaðborð, hamingja og gleði gesta endi ekki með magaverk eða einhverju enn verra. Það þarf nefni- lega ekki nema ein mistök í eld- húsinu til að valda matarsýkingu. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir stjórnendur matvælafyrirtækja að leggja áherslu á þjálfun og fræðslu starfsfólks um rétta meðhöndlun matvæla og hafa starfsumhverfið þannig að öryggið sé í fyrirrúmi. Eftirtalin atriði eru þau sem skipta mestu máli við að tryggja örugg matvæli: Krossmengun er ein algengasta orsök mat- arsýkinga. Hún verður þegar hættulegar örverur „fá far“ frá matvælum á önnur matvæli, yfirborðs- fleti, hendur eða búnað. Þessar hættu- legu örverur koma oft af hráu kjöti, fiski og grænmeti. Það er því sérstak- lega mikilvægt að vanda með- höndlun þessara matvæla. Örverur geta líka komið frá starfsfólki, meindýrum, búnaði, áhöldum og fatnaði. Ekki má heldur gleyma að verja eða hylja matvæli til að koma í veg fyrir mengun vegna aðskota- hluta, svo sem glerbrota eða vegna efnavöru eins og hreinsiefna. Hreinlæti er mikilvægt, bæði persónulegt hreinlæti starfsfólks og hreinlæti í starfsumhverfi mat- vælafyrirtækja. Gott hreinlæti er algjörlega nauðsynlegt til að losna við hættulegar örverur og til að leyfa þeim ekki að „fá far“. Kæling matvæla hjálpar til við að halda örverum í skefjum, þannig að þær fjölgi sér ekki. Hráum og fullelduðum matvælum, eftirréttum og mat- vælum sem merkt eru „Kælivara, 0-4°C,“ þarf að halda köldum svo þau séu örugg. Hitun getur drepið hættulegar örverur. Mat- væli þurfa að ná meira en 75°C hita við eldun til að vera örugg. Ef þarf að halda þeim heitum þarf hitinn að haldast yfir 60°C. Mjög mikilvægt er að vanda meðhöndlun tilbúinna matvæla, þar sem þau verða ekki hituð eða elduð áður en þeirra er neytt. mni.is MATUR & NÆRING BALDUR VALGARÐSSON MATVÆLAFRÆÐINGUR Jólahlaðborð – örugg matvæli Vísitalan sýnir hve margar evrur þarf til að kaupa sömu vöru í ólíkum löndum. Meðaltal Evrópulanda er 100. Þannig er brauð 88 prósentum dýrara hér en að meðal- tali í Evrópu. B ra uð o g ko rn vö ru r Fi sk ur Forvarnadagur var haldinn í öllum grunnskólum landsins í gær að því er fram kemur á vef umboðsmanns barna. Börnum og unglingum voru kynnt nokkur heillaráð til að forða þeim frá fíkniefnum. Heillaráðin byggjast á niðurstöðum íslenskra vísindamanna sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ung- menna og hafa vakið alþjóðlega eftirtekt. Benda niðurstöðurnar til að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum séu síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum. Og því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð. ■ Forvarnir Forvarnadagurinn í gær Stóru olíufélögin þrjú hækkuðu bensín um eina krónu og dísilolíu um tvær krónur á þriðjudaginn. Kostar dísilolíulítrinn með þjónustu nú 139,9 krónur og bensínlítrinn með þjónustu 136,7 krónur að því er kemur fram á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Dísilolían hefur aldrei verið jafn dýr á Íslandi og er fyrir ein sú aldýrasta í heiminum. Telur FÍB fréttir af verðþróun á erlendum mörkuðum ekki auka á bjartsýni um verðlækkun á næstunni heldur sé frekar von á verðhækkun. FÍB hefur áður óskað eftir því að stjórnvöld dragi úr skatt- heimtu á bensín og dísilolíu til notkunar á bifreiðar þegar heimsmarkaðsverð á eldsneyti rýkur upp og kallar nú eftir viðbrögðum stjórnvalda. ■ Eldsneytisverð Verðhækkun á olíu og bensíni Vottunarstofan Tún hefur veitt Hagkaupum vottun hvað varðar sölu og vinnslu á grænmetisafurðum samkvæmt alþjóðlegum reglum um með- ferð lífrænna vara samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagkaupum. Vottunin nær til pasta- og tómatafurða og munu þær tegundir framvegis bera vottunarmerki Túns. ■ Vottun Sala og vinnsla á grænmetisafurðum Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda vinna að því að ná samkomulagi við hagsmunasamtök atvinnurekenda og fleiri um frekari mörk við markaðs- sókn sem beinist að börnum. Óholl matvara er meðal þess sem samkomulagið mun snúast um. Meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök iðnaðarins (SI), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Ríkisútvarpið ohf., 365 og Skjár Einn. ■ Markaðssetning Mörk við markaðssókn beint að börnum Hjálparvefur um netnotkun, www.netsvar.is, verð- ur opnaður í dag. Er hlutverk hans að efla vitund almennings um öryggi í netnotkun og stuðla að jákvæðri og ánægjulegri netnotkun að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Almenningi gefst kostur á að senda inn fyrirspurnir um hvað eina sem tengist öryggi í netnotkun og fá svör frá sérfræðingum. Efnisflokkun er á vefnum og eru þar miklar og aðgengilegar upplýsingar sem stöðugt verður bætt við. Vefurinn er samstarfsverkefni Saft verkefnisins hjá Heimili og skóla, Póst- og fjarskiptastofnunar og Barnaheilla. ■ Internetið Hjálparvefur um netnotkun opnaður Víða um heim verður haldið upp á „Kauptu ekkert-daginn“ á morgun eða „Buy nothing day“. Er um að ræða dag óformlegra mótmæla gegn neyslumenningu sem listamaðurinn Ted Dave átti upptökin að árið 1992 í Vancouver í Kanada að því er kemur fram á wikipedia.org. Í september það ár skipulagði Dave dag fyrir fólk til að velta fyrir sér ofurneyslunni sem einkenndi samfélagið. Árið 1997 var dagurinn síðan færður til föstudagsins eftir þakkargjörðarhátíðina í Banda- ríkjunum sem er einn af tíu annasömustu verslunardögum í landinu. Í öðrum löndum er „Kauptu ekkert-dagurinn“ haldinn degi síðar, á laugardegi. Haldið er upp á daginn í yfir 65 löndum. ■ Verslun Kauptu ekkert-dagurinn Mér koma fyrst í hug tvær Apple-tölvur sem ég átti og voru alltaf að bila,“ segir Gerður Kristný rithöfundur, innt eftir hennar verstu kaupum. „Þetta reyndust vera eitruð epli. Sú fyrri var fartölva sem ég keypti árið 1996. Langlundargeð mitt hefur greinilega verið öflugt á þessum tíma því ég þurfti iðulega að fara með hana í viðgerð. Eftir að fartölvan gafst endanlega upp keypti ég borðtölvu af gerðinni Apple Indigo. Sú dugði í eitt ár. Ég man að þeim í tölvubúðinni þótti það býsna góð ráðgjöf þegar þeir lögðu til að ég henti tölvunni og keypti nýja hjá þeim í staðinn. Síð- ustu þrjú ár hef ég átt PC- tölvu og það hefur gengið stóráfallalaust fyrir sig.“ Sem bestu kaupin segir Gerður Kristný ýmis- legt koma til greina. „Ég á það til að vera afskap- lega nýtin og get sem dæmi nefnt að ég nota enn ullarsokka sem ég keypti mér þegar ég var 16 ára! En ætli ég hafi ekki gert bestu kaupin þegar ég var að sverma fyrir honum Kristjáni mínum. Á þeim tíma var Kristján fátækur háskólanemi og ég bauð honum stundum út að borða. Þetta var áður en ég vandist á að nota VISA-kort og gekk því um með seðla í rassvasanum. Eitt kvöldið bauð ég honum á veitingahúsið Síam sem var við Skólavörðustíg. Ég held að það hafi gert útslagið þegar reikning- urinn kom og ég dró seðlabúntið úr rassvasanum. Eftir þá máltíð varð ekki aftur snúið. Ég geymi enn reikninginn til minningar um þetta dýrðarinnar kvöld.“ NEYTANDINN: GERÐUR KRISTNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Eitruð epli og kvöldstund í Síam
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.