Fréttablaðið - 22.11.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 22.11.2007, Síða 32
32 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Fasteignaverð á Íslandi mun ekki hækka jafn hratt á næsta ári eins og síðustu ár. Fasteignamarkaðurinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskáps- hita. Verðhækkanir verða sem sagt undir fimm pró- sentum. „Gullæðið er búið,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður grein- ingardeildar Kaupþings, um íbúðamarkaðinn. „Það er ekki hægt að búast við þessum miklu almennu hækkunum á fasteigna- markaði áfram. Með því er ég ekki að segja að markaðurinn sé daufur. Það verður kannski ísskápsvöxtur en ekkert frost.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir því að verðið geti lækkað að raunvirði, en ekki að nafnvirði á næstu árum. Gera megi ráð fyrir þriggja til sex prósenta hækkun á næstu tveimur árum. Ásgeir fór yfir horfur á íbúða- markaði á fasteignaráðstefnu Kaupþings í gær sem um 400 manns sóttu. Ásgeir segir að markaðurinn sé að þroskast. „Til framtíðar verður hugsað meira um stað- setningu, umhverfi, gæði og slíkt.“ Ásgeir bendir einnig á að þung- inn í byggingum hafi færst frá íbúðarhúsnæði og menn reisi nú frekar verslunar- og skrifstofu- húsnæði. „Verð á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði náði hámarki í fyrra,“ segir Sölvi H. Blöndal, hjá greiningardeildinni, sem gerir ráð fyrir því að ró eigi eftir að færast yfir þann markað á næsta ári. „Við erum ekki að spá verð- lækkun, en verðhækkunin verð- ur minni. Það eru gríðarleg umsvif í svona byggingum.“ Sölvi bendir á að leiguverðið hafi ekki fylgt öðrum verðhækk- unum. „Ég held að þeir sem leigja geti vel unnt sínum hag. Það varð reyndar verðsprengja í fyrra. En það er í sjálfu sér leið- rétting.“ Sölvi bendir á að verð á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði sé mjög mismunandi eftir staðsetn- ingu. Verðið sé hæst í miðborg Reykjavíkur. „Þetta byggist líka upp í kring um miðstöðvar. Við Smáralind, Kringluna og víðar.“ ingimar@markadurinn.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 693 6.783 +2,46% Velta: 7.305 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,12 -0,2% ... Bakkavör 56,50 -2,59% ... Eimskipafélagið 36,25 -0,96% ... Exista 26,00 -4,59% ... FL Group 21,10 -4,53% ... Glitnir 24,50 -1,8% ... Icelandair 25,60 0,00% ... Kaupþing 899,00 -1,64% ... Landsbankinn 36,55 -3,56% ... Straum- ur-Burðarás 15,65 -2,19% ... Össur 97,50 0,00% ... Teymi 6,21 -1,27% MESTA HÆKKUN XX x,xx% XX x,xx% XX x,xx% MESTA LÆKKUN CENTURY ALUMINUM5,3% SPRON 5,0% EXISTA 5,9% 15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is „Ég held að það þurfi að horfa til þess hvað við sjálf höfum gert í fortíðinni og hvað aðrar þjóðir eru að gera,“ segir Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri. Hann segir vel á annað þúsund manns nú bíða eftir félagslegu húsnæði. Stærstur hluti hópsins sé með innan við 150 þúsund króna mánaðartekjur. „Við getum ekki horft upp á það að það séu stórir hópar í þessu samfélagi sem eigi ekki þak yfir höfuðið. Það er ekki sam- félag sem við viljum búa í og við ætlum að leggja okkur öll fram í því efni.“ Hann segir að hækkun fast- eignaverðs hafi skilið stóra hópa eftir, en vill ekki kenna bönkun- um um. „Ég held að orsakanna sé ekkert síður að leita í því að félagslega húsnæðiskerfinu var lokað.“ Borgin ætlar að verja 270 millj- ónum króna samkvæmt fjárhags- áætlun næsta árs til að fjölga félagslegum leiguíbúðum. Við þá upphæð eiga að bætast húsaleigu- bætur og sérstakar húsaleigu- bætur. „Síðan eru líka lóðir sem við ætlum að úthluta til félags- legra leigusamtaka á gatnagerð- argjöldum,“ segir Dagur. „Við viljum líka ná samstöðu við ríkisvaldið í þessu efni til að bjóða leiguhúsnæði á lægra verði,“ segir Dagur sem einnig vill samstarf við félagsleg leigu- samtök, eins og byggingafélag stúdenta. - ikh Horft til fortíðar DAGUR B. EGGERTSSON Fasteignagullæðið búið Gengi helstu hlutabréfavísitalna tók snarpa dýfu strax við opnun á fjármálamörkaða víða um heim í gær. Miklar verðhækkanir á olíu undanfarið og snörp lækkun á gengi Bandaríkjadals gagnvart helstu myntum samhliða horfum á hægari hagvexti í Bandaríkjun- um í kjölfar þrenginga á fast- eignalánamarkaði spilar þar stórt hlutverk. Olíuverð fór í hæstu hæðir á fjármálamörkuðum í Asíu í fyrri- nótt, í rúma 99 dali á tunnu og hefur ekki verið hærra að raun- virði síðan árið 1980. Hækkunin skýrist að hluta af ótta manna við að olíuframleiðendur nái ekki að sinna eftirspurn eftir olíu á næst- unni. Í ofanálag hafa OPEC-ríkin, samtök olíuútflutningsríkja, þrá- ast við að auka framboðið í sam- ræmi við eftirspurnina, að sögn fréttastofu Associated Press. Stærsti þátturinn í lækkana- hrinunni í gær eru væntingar bandaríska seðlabankans um að hagvöxtur verði á bilinu 1,8 til 2,5 prósent á næsta ári. Tíðindin, sem komu fram í minnispunktum frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankastjórnarinnar og voru birtir í fyrradag, þykja í daprara lagi. Fjármálaskýrendur eru hins vegar ekki á einu máli um spána en þeim þykir hún öllu hagstæð- ari en reikna megi með miðað við ástand efnahagsmála. Í spánni nú er engu að síður gert ráð fyrir að eftirspurn eftir húsnæði muni áfram verða með minna móti vest- anhafs auk þess sem reiknað er með að atvinnuleysi eigi eftir að aukast nokkuð. Seðlabankinn hafði fram til þess að hann hann lækkaði stýri- vexti í september verið uggandi um horfur í verðbólgumálum og óttaðist bankastjórnin að verð- bólga gæti aukist færu vextir niður. Raunin hefur verið þvert á ótta manna og er reiknað með að draga muni úr verðbólgu á næst- unni án frekari aðgerða, sem þykja jákvæðar fréttir. Neikvæða hliðin er hins vegar sú að gengi Bandaríkjadals hefur lækkað ört gagnvart öðrum gjald- miðlum, svo sem evru, sterlings- pundi og japanska jeninu. Horfur eru á að það muni svo aftur draga úr útflutningi frá Evrópu og Asíu til Bandaríkjanna. - jab Dýfa á markaðnum Gengi hlutabréfavísitalna lækkaði í gær vegna verri væntinga í bandarísku efnahagslífi fram á næsta ár. HAMAGANGUR Á HLUTABRÉFAMARKAÐI Gengi helstu hlutabréfavísitalna tók dýfu á fjármálamörkuðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSGEIR JÓNSSON OG SÖLVI H. BLÖNDAL „Við erum ekki að spá verðlækkun, en verð- hækkunin verður minni,“ sagði Sölvi á fasteignaráðstefnu Kaupþings í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NOKKRAR VÍSITÖLUR Vísitala Breyting í gær Dow Jones (Bandaríkin)* -0,71% Nasdaq (Bandaríkin)* -0,81% FTSE (Bretlandi) -2,50% Dax (Þýskaland) -1,47% Cac40 (Frakkland) -2,28% ICEXI15 (Ísland) -2,46% C20 (Danmörk) -3,29% Nikkei (Japan) -2,46% * Um miðjan dag í gær „Við erum úti á alþjóðlegum ólgusjó,“ segir Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greining- ardeildar Landsbankans, um flökt á gengi íslensku krónunn- ar síðastliðna tvo daga en hún veiktist um rúm 1,25 prósent í gær. Flökt hefur verið á öðrum hávaxtamyntum. Krónan veiktist strax á þriðjudag í kjölfar þess að matsfyrirtækið Standard & Poor‘s breytti horfum á láns- hæfismati ríkissjóðs úr stöðug- um í neikvæðar auk þess sem flökt á alþjóðlegum gjaldeyris- mörkuðum í gær spilar inn í. Edda Rós bendir á að gengi Bandaríkjadals hafi veikst mjög gagnvart japönsku jeni í gær en að miklar sveiflur á hlutabréfamörkuðum eigi einn- ig þátt í flöktinu. „Þetta smitar frá sér í krónuna. Ef dalur veik- ist meira gagnvart jeni getum við átt von á frekara flökti,“ segir hún. - jab Krónan á opnu alþjóðahafi HÆSTA VERÐIÐ 2006 Hæsta meðalfermetraverð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu eftir hverfum (þúsundir króna): Miðbær 299.700 Austurbær 273.400 Teigar 258.400 Hlemmur 206.900 Háaleiti+Kringlan 199.000 Ártúnsholt 178.900 Vesturbær 172.900 „Ég held að það sé jákvætt að borg og ríki ein- beiti sér að félagslega þættinum,“ segir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, um átak Reykjavíkurborgar. „Það hefur verið skoðun okkar í fjármálageiranum um langa hríð að ríkið eða opinberir aðilar eigi ekki að keppa við fjár- málafyrirtækin á samkeppnismarkaði. Hins vegar er það bara mjög gott mál að það sé settur aukinn þungi í félagslega þáttinn.“ - ikh Jákvæð tíðindi INGÓLFUR HELGASON Ríki og borg einblíni á félagslega þáttinn. MARKAÐSPUNKTAR Sigurður Einarsson, starfandi stjórnar- formaður Kaupþings, hyggst taka sæti í stjórn norska tryggingafélagsins Storebrand um næstu áramót. Kaup- þing á fimmtungshlut í félaginu. Spölur, sem rekur Hvalfjarðargöngin, hagnaðist um 282 milljónir króna á síðasta rekstrarári, sem lauk í enda þriðja ársfjórðungs, samanborið við einungis átta milljónir árið á undan. Bandarísk ríkisskuldabréf hafa hækk- að í verði að undanförnu í kjölfar flótta fjárfesta þar í landi úr hluta- bréfum um þessar mundir. Grein- ingardeild Kaupþings bendir á að ávöxtunarkrafa á tíu ára ríkisskulda- bréfum hafi farið niður fyrir fjögur prósent og hafi hún ekki verið lægri síðan haustið 2005. Óheppileg tengsl Stýrihópur vegna málefna Orkuveitu Reykjavíkur ákvað fyrir tveimur vikum samfara ógildingu samruna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest að gerð yrði stjórnsýsluúttekt á Orkuveitunni. Samþykkt var að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar tæki það verkefni að sér. Það vill til að Björn Ingi Hrafnsson og Hallur Símonarson, sviðs- stjóri Innri endurskoðunar, eru náfrænd- ur. Svo tengdir eru þeir að Björn Ingi vék af fundi borgarráðs á sínum tíma þegar Hallur var ráðinn. En nú á Hallur að taka út stjórnsýslu Orkuveitunnar í ljósi REI- málsins og þar á meðal þátt Björns Inga Hrafnssonar frænda síns. Finnst mörgum það vera óheppilegt í ljósi tengslanna þó ekki sé hallað á heiðarleika Halls. Lokað í hádeginu Icelandic Group hefur átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði, en félagið er skráð í Kauphöll Íslands. Stjórnendur eru þó að taka til í rekstrinum og straumlínulaga mark- miðin. Hins vegar virðast allir taka sér gott hádegishlé. Þegar hringt er í Icelandic Group milli klukkan tólf og eitt á daginn svarar símsvari sem segir skiptiborð lokað í hádeginu. Margir héldu að það væri liðin tíð að fyrir- tæki lokuðu í hádeginu og minnast gamals tíma. Að því er best er vitað er þetta eina skráða félagið á Íslandi sem enn heldur í heiðri þennan góða sið. Peningaskápurinn...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.