Fréttablaðið - 22.11.2007, Side 34

Fréttablaðið - 22.11.2007, Side 34
34 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Við erumflutt í Síðumúla20 SÍÐUMÚLI 20 · REYKJAVÍK · WWW.HLJODFAERAHUSID.IS · SÍMI 591 5340 KONTRABASSAR · CELLO · FIÐLUR · VIOLUR Þekktur fiðlusmiður tekur nú að sér viðgerðir í Hljóðfærahúsinu Lánshæfismat Kaupþings er óbreytt hjá alþjóðlega matsfyrir- tækinu Moody‘s samkvæmt nýrri greiningu. Matið er engu síður (og hefur verið síðan í ágúst) á endur- skoðunarlista vegna kaupa bank- ans á hollenska bankanum NIBC Bank N.V. Moody‘s segir að kaupin kunni að verða til þess að einkunn bank- ans verði lækkuð úr núverandi Aa3/C gildi. Samhliða hefur NIBC verið sett á enduskoðunarlista með möguleika á að hækka Baa1 langtímaeinkunn bankans. Síðast varð breyting á lánshæfis- mati bankans í apríl á þessu ári þegar Moody’s Investors Service lækkaði einkunn bankans um þrjú stig, í Aa3. Í febrúar hafði ein- kunnin hins vegar verið hækkuð um fjögur stig, í efsta flokk Aaa. Þá var einkunn fjölda banka endurskoðuð og hækkuð eftir að Moody‘s tók upp nýja aðferða- fræði (JDA) í matinu. Sú endurskoðun var gagnrýnd harðlega og talið að fyrirtækið ofmæti fjölda banka og því kom til lækk- unarinnar í apríl og náði hún til fjölda annarra banka líka. Í lánshæfismati Moody‘s er sagður endurspeglast kröftugur vöxtur bankans inn á nýja markaði, sem styðji við þau svæði þar sem bankinn hefur þegar komið sér vel fyrir. Um leið er Kaupþingi hrósað fyrir gæði eigna og getuna til að auka fjár fest- ingar banka starf- semi um leið og viðhaldið sé áhættu stýringu. Aukinheldur er bankanum hampað fyrir vel heppnaðar yfirtökur og viðvar- andi vöxt, sem ekki sé einvörðungu til kominn vegna öflugs hlutabréfamarkaðar hér heima. - óká Í HOLLANDI Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, kynnti kaupin á NIBC í júlí. Í ágúst setti Moody‘s mat bankans á endurskoðunarlista. MYND/KAUPÞING Óbreytt lánshæfi en í endurskoðun Gengi hlutabréfa í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR, móðurfélagi American Airlines, einu stærsta flugfélagi Bandaríkj- anna, hefur fallið um sjö prósent það sem af er vikunnar og er nálægt sínu lægsta gengi á árinu. Hæst fór gengið í 41 dal á hlut í byrjun árs en hefur hríðlækkað síðan, um rúman helming það sem af er ári. Þetta er reyndar ekki einsdæmi á bandarískum hluta- bréfamarkaði um þessar mundir sem einkennst hefur af gríðar- legum sveiflum. FL Group, sem tilkynnti um kaup í AMR seint á síðasta ári, á rúman níu prósenta hlut í sam- stæðunni. Félagið þrýsti opinber- lega á stjórn AMR fyrir nokkru um að auka virði félagsins, svo sem með sölu á vildarklúbbi þess. Þrýstingurinn hefur vakið mikla athygli vestanhafs og hafa önnur flugfélög fylgt fordæminu og skoðað hugsanlegar hreyfingar á eignum sínu. Hátt olíuverð upp á síðkastið spilar stóra rullu í lækkanahrinu á gengi flugfélaga almennt í Banda- ríkjunum en það keyrir upp rekstrar kostnað þeirra, að sögn fréttastofu Reuters. - jab VIÐ INNRITUN Í FLUG Gengi bréfa í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR hefur fallið um fimmtíu prósent á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Gengi AMR við lægstu mörk Verð í dölum Hæsta verð á árinu 41,0 Lægsta verð 19,20 Dagslokagengi* 19,96 Meðalspá greinenda 30,65 * Á þriðjudag GENGISÞRÓUN AMR Verðbólga verður hálft prósent í desember samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Landsbankans. Gangi spáin eftir verður 12 mán- aða verðbólga þá 5,7 prósent, sú mesta á níu mánaða tímabili. „Enn sem fyrr er húsnæðisliður verðbólgunnar að hækka en þar kemur til hvort tveggja hækkandi húsnæðisverð og hærri vextir af húsnæðislánum. Greiningardeild reiknar með að húsnæðisliðurinn lækki þegar líða tekur á næsta ár,“ segir í spánni. Jafnframt er gert ráð fyrir að verð matvöru hækki í desember þegar erlendar verðhækkanir verði komnar að fullu inn í verðlag hér- lendis. - óká Verðbólga í 5,7 prósent fyrir jól Eimskip gerði í gær kaupréttar- samning við Guðmund Davíðsson, forstjóra Eimskips á Íslandi, og fleiri starfsmenn um kauprétt í félaginu. Kaupréttur Guðmundar hljóðar upp á eina milljón hluti í Eimskipi á ári til næstu þriggja ára. Samningur kveður á um að Guð- mundur og aðrir starfsmenn geti keypt bréf í Eimskipi á genginu 38,3 krónur á hlut frá upphafi næsta árs fram til 2010. Einu skil- yrðin fyrir innlausn eru að við- komandi sé í starfi hjá Eimskipi þegar til þess kemur. - jab Kaupréttur í Eimskip Gengi hlutabréfa í sænska síma- framleiðandanum Ericsson féll um rúm fimm prósent í sænsku kaup- höllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð gær í kjölfar afkomuviðvörunar og hneykslismáls sem fjallað er um í sænskum fjölmiðlum. Fram kom í frétt sænska ríkisút- varpsins að fyrirtækið hafi greitt alsírskum auðmanni 20 milljónir sænskra króna, jafnvirði rúmrar 191 milljónar íslenskra króna, undir borðið til að tryggja sér samning og að 12 milljónir sænskra króna hafi runnið til fyrrverandi ráðherra í Óman fyrir nokkrum árum. Féð hafi verið greitt inn á banka- reikninga í Sviss. Ericsson hefur ekki átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið en gengi fyrirtækisins hrundi um þrjátíu prósent um miðjan október í kjölfar afkomu- viðvörunar. - ikh/jab Hneyksli hjá Ericsson Stólpi, eitt af elstu hugbún- aðarfyrirtækjum landsins, skipti um hendur á dög- unum. Stefnt er á mikla markaðssókn, sem vart hefur verið fyrir hendi hjá fyrirtækinu. „Það eru miklir möguleikar í þessu. Ég held að það verði hægt að margfalda veltu fyrirtækis- ins,“ segir Magnús Antonsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Arnar hyls, sem á dögunum keypti hugbúnaðarfyrirtækið Kerfis- þróun, eitt af elstu hugbúnaðar- fyrirtækjum landsins en það hefur verið rekið á sömu kenni- tölunni í 23 ár, eða frá því leyti sem tölvur voru að verða almenn- ingseign í kringum 1984. Það hefur frá upphafi þróað bókhalds- og upplýsingakerfið Stólpa fyrir fyrirtæki í atvinnurekstri. Við- skiptavinir fyrirtækisins eru fjöl- mörg íslensk fyrirtæki og ríkis- stofnanir, svo sem Ríkisskattstjóri og Fasteignamat ríkisins. Samkomulag er á milli seljanda og kaupanda að gefa ekki upp kaupverðið. Björn Viggósson, framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins, segir það vel ásættan legt enda hafi Kerfisþróun ekki verið til sölu þegar Magnús lagði tilboð í það á borðið. Rekstrarhagnaður fyrirtækis- ins (EBITDA) Kerfisþróunar er 40 milljónir króna á þessu ári og er algengt að kaupverð sé sjö- til nífalt margfeldi af EBITDU. Því má ætla að kaupverðið hafi hlaupið á allt frá 280 til 360 millj- ónum króna. Samið hefur verið um að halda rekstrinum í óbreyttri mynd. Sex fastir starfsmenn eru hjá Kerfis- þróun og verða þeir áfram hjá fyrirtækinu auk þess sem Björn mun verða áfram í starfi fram- kvæmdastjóra. Lögð verður mun meiri vinna í markaðssetningu nú en áður, að sögn Magnúsar. „Fyrir- tækinu hefur gengið mjög vel fram til þessa án markaðssetn- ingar. Við erum með spennandi samninga í gangi nú þegar,“ segir hann auk þess sem stefnt er að því að stækka kúnnahópinn til muna og höfða í auknum mæli til smærri fyrirtækja. Magnús starfar sem flugstjóri hjá Icelandair og var staddur á Spáni þegar náðist í hann. „Ætli maður fari ekki að minnka við sig í fluginu eða taka frí,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Eigendaskipti á Stólpa BJÖRN VIGGÓSSON Fyrirtækið Kerfisþróun, sem Björn Viggósson hefur stýrt í 23 ár og þróað viðskiptahugbúnaðinn Stólpa, skipti um hendur á dögunum. Fyrirtækið er eitt af elstu hugbúnaðarfyrirtækjum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.