Fréttablaðið - 22.11.2007, Side 36

Fréttablaðið - 22.11.2007, Side 36
36 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Bankar eiga að vera gróðafyrir- tæki, ekki félagsmálastofnanir. Þess vegna voru ríkisbankarnir og fjárfestingarsjóðir ríkisins færðir í einkaeigu eins og gert hafði verið víða annars staðar, svo sem í Austur-Evrópu. Rök og reynsla að utan höfðu sýnt, að einkaframtak gefst yfirleitt betur en ríkis- rekstur á fjármálamarkaði líkt og annars staðar að því tilskildu, að samkeppni sé næg. Þetta sjónarmið vó svo þungt, að andstæðingar einkavæðingar urðu að endingu að leggja upp laupana. Landsbankinn, Útvegsbankinn og Búnaðarbankinn hlutu því annaðhvort að loka búðinni líkt og Viðtækjaverzlun ríkisins hafði áður gert eða skipta um eigendur. Einkavæðing bankanna dróst þó lengi, því að viðnám gegn einkavæðingu stendur jafnan í réttu hlutfalli við veldi þeirra, sem óttast að missa spón úr aski sínum. Það tók mörg ár að koma bönkun- um í einkaeigu og þá ekki upp á önnur býti en þau, að báðir þáverandi stjórnarflokkar tryggðu sér áfram fótfestu – talsamband eins og það heitir – í bönkunum. Bergmál sögunnar Ríkisbankarnir áttu skrautlega fortíð, svo sem ráða má af eftir farandi spurningu, sem Pétur Benediktsson, síðar sendiherra, bankastjóri og alþingismaður, lagði fyrir Bjarna bróður sinn, síðar forsætisráðherra, í bréfi 12. marz 1934 og átti við Landsbank- ann og Útvegsbankann: „Fer ekki að koma að því, að tímabært sé að breyta þeim báðum í fangelsi og hleypa engum út, nema hann geti með skýrum rökum fært sönnur á sakleysi sitt?“ Bjarni svarar 22. marz: „Hætt er við að enn séu ekki öll kurl komin til grafar um þá fjármála- óreiðu og hreina glæpastarfsemi, sem nú tíðkast í landinu ... Er þó það, sem þegar er vitað, ærið nóg. Bersýnilegt er, að þjóðlífið er sjúkt. Kemur það ekki einungis fram í svikunum sjálfum, heldur einnig því, að raunverulega „indignation“ er hvergi að finna hjá ráðandi mönnum, persónuleg vild eða óvild og stjórnmálahags- munir ráða öllu, á báða bóga, um hver afstaða er tekin. Slíkt fær ekki staðizt til lengdar. Dagar linkindarinnar og svika samá- byrgðarinnar hljóta að fara að styttast.“ Tilefnið var, að upp komst um endurnýtingu máðra peningaseðla, sem teknir höfðu verið úr umferð. Kveldúlfsmálið logaði á síðum blaðanna þessi misseri. Verðfall á fiski og heimskreppan höfðu komið illa við sjávarútveginn. Skuldir útgerðar- félagsins Kveldúlfs höfðu hlaðizt svo upp í Landsbankanum, að sumir töldu fyrirtækið ekki lengur eiga fyrir skuldum. Allur útvegur- inn var á hvínandi kúpunni, skuldir Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) voru sambærilegar við skuldir Kveld- úlfs, og engin veð voru heldur fyrir þeim. Málið var leyst með því, að Ólafur Thors, forstjóri Kveldúlfs og formaður Sjálfstæðis- flokksins, og Jónas frá Hriflu, formaður Framsóknarflokksins, tóku sér sæti hlið við hlið í bankaráði Landsbankans 1936, og hélt Ólafur sæti sínu þar nær samfleytt til dauðadags 1964 og var þó forsætisráðherra í fimm ríkisstjórnum. Jakob F. Ásgeirsson sagnfræð- ingur rekur þessi bréfaskipti Péturs og Bjarna í bók sinni Pétur Ben. Ævisaga (1998). Mikið vantar þó enn á það, að saga ríkisbankanna – og stjórnmálaflokkanna! – hafi verið fullsögð svo sem vert væri. Ferskir vindar með fyrirvara Bankarnir hafa í höndum nýrra eigenda tekið stakkaskiptum á örfáum árum. Íslenzk bankaþjón- usta er orðin að gróandi útflutn- ingsatvinnuvegi, og bankarnir græða á tá og fingri með því auk annars að taka háa vexti af útlánum hér heima og greiða lága vexti af innlánum. Þetta geta þeir gert í skjóli lítillar samkeppni á innlendum fjármálamarkaði. Að vísu er fákeppni einnig reglan í bankarekstri annarra landa. Samanlögð markaðshlutdeild fimm stærstu banka Noregs 2005 var 79 prósent, Finnlands 85 prósent og Svíþjóðar 88 prósent, og eru þessar hlutfallstölur hafðar til marks um fákeppni þar. Á Íslandi eru fjórir viðskiptabankar um hituna, sé litið á sparisjóðina sem eina heild, allir innlendir. Fjarvist erlendra banka er óheppileg, því að erlend samkeppni bætir vaxtakjörin úti í heimi. Bönkunum ber skylda gagnvart hluthöfum sínum til að hagnast sem mest og hafa vaxtamuninn eins mikinn og þeir geta. Og þá bregður svo við, að bankarnir leggjast í vörn, þegar bent er á, að þeir græða á miklum vaxtamun. Þeir þræta fyrir vaxtamuninn, sem blasir við flestum innlendum viðskiptavinum bankanna, miklu meiri vaxtamun en sömu bankar bjóða í útlöndum, þar sem samkeppnin er meiri. En bankarnir eru ekki félags- málastofnanir, það er liðin tíð. Bankar með fullu viðskiptaviti ganga eins langt og þeir geta. Ríkisvaldið þarf að veita þeim aðhald með því að tryggja næga samkeppni. Vandinn liggur þar. Framsókn bankanna greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í DAG | Viðskiptabankarnir ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Orkumál Fá mál hafa verið jafn afdrifarík í stjórnmálum undanfarinna ára eins og málefni Reykjavík Energy Invest. Nú þegar borgarráð hefur samþykkt einróma að vilji þess standi ekki til þess að standa við þá ákvörðun að REI renni saman við Geysi Green Energy hafa margir spurt hvort það séu endalok þessa máls. Svarið er nei. Ákvörðun borgarráðs er ekki upp- hafið að endinum á þessu máli, í mesta lagi endirinn á upphafinu. Ég á sæti í þeim stýrihópi sem hefur á undanförn- um vikum farið yfir allt málið og kallað fjölmarga til viðtals. Trúnaður hefur ríkt um innihald umræðn- anna, en sjálfsagt er að upplýsa að fyrst núna hillir undir skýra tímalínu í þessu máli. Erfitt hefur reynst að fá á hreint hverjir báru ábyrgð og hverjir tóku ákvarðanir, en hvort tveggja er lykilatriði. Því ákvarðanir taka sig ekki sjálfar, og þótt ýmsum í Orkuveituhúsinu uppi á Hálsum fyndist þægilegast núna að líta svo á að hlutirnir hafi bara gerst einhvern veginn, verðum við að komast til botns í málinu til að geta dregið af því lærdóm. Þegar tímalínan liggur fyrir, geta lögfræðingar farið yfir ýmsa þætti málsins sem lítið hafa verið til umfjöllunar. Til dæmis hugsanleg brot á lögum og eðlilegum stjórnsýslureglum. Mörgum finnst til dæmis blasa við að jafnræðisreglan hafi verið þverbrotin. Hverjir tóku þær ákvarðanir í opinberu fyrirtæki sem gengu gegn jafnræðisreglunni? Ætla þeir að halda því fram að þeir þurfi ekki að fylgja þeirri sjálfsögðu reglu af því REI hafi verið hlutafélag? Niðurstaða þarf að fást í þessi mál sem fyrst, fyrr getum við ekki tekið ákvarðanir um næstu skref. Fréttir af einhvers konar bakdyrasam- runa REI og GGE hafa komið eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir okkur sem störfum í stýri- hópnum, og var honum þó falið að marka stefnuna í þessum málum. Það er vont fyrir bæði borgina og þá ágætu fjárfesta sem vilja vinna með REI. Það getur ekki verið afstaða nýs meirihluta að slíkar ákvarðanir eigi að taka í bakherbergjum, án samþykkis stýri- hópsins, stjórnar OR eða borgarstjórnar. Ekkert slíkt samþykki liggur fyrir. Allir borgar fulltrúar sem hafa á undanförnum vikum lagst gegn ólýðræðislegum vinnubrögðum og óvönduðum ákvörðunum um áhætturekstur með almannafé hljóta að mótmæla. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Staðan í REI-málinu GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Áróru líður best einni með bók- unum sínum og hún forðast karl- menn. En maður á aldrei að segja aldrei! „Þetta er ljúfl ega skrifuð Reykjavíkur saga sem óneitanlega vekur hughrif liðinna tíma. Berglind setur hér fram ljóðrænan og rómantískan texta án þess að vera nokkurn tíma væmin.“ Elísabet Brekkan – Fréttablaðið, 18. nóv. 2007 Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is B E R G L I N D G U N N A R S D Ó T T I R T íma v i l l t Frú ráðherra Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur lagt til við þingheim að önnur orð en ráðherra verði tekin upp, þar sem konur geti ekki orðið herrar og ráðherraembætti eigi ekki að vera eyrnamerkt körlum. Í greinargerð sem fylgir þingsályktuninni kemur einnig fram gagnrýni á orðið sendiherra, en ekki er lagt til í ályktuninni að breyting verði þar gerð á. Það væri kannski hægt að kalla þá alla erindreka, en eins og frægt er úr sögunum um Jón Odd og Jón Bjarna geta konur vel verið erindrekar. Þessi breyting myndi verulega fjölga „drekum“ á landinu. Steinunn bendir á að kvenkynsorðum eins og fóstra og hjúkrunarkona hafi verið breytt, því ekki hafi verið boðlegt að kvenkenna karlmenn. Því ætti það ekki að vera neitt mál að breyta karlkenndum orðum. „Það er óvirðing að karlkenna konu á sama hátt og það er óvirðing að kvenkenna karl,“ segir Steinunn Valdís í greinargerðinni. Orðinu ljós- móðir hefur þó enn ekki verið breytt í fæðingarhjúkrunarfræðing. Ráðgjafar eða ráðsverur Guðmundur Magnússon leggur það til á dv.is að heitið ráðgjafi verði tekið upp í stað ráðherra. Bendir hann á að orðið hafi verið notað í stjórnarskránni frá 1874 og þrátt fyrir að ráðgjafi sé karl- kynsorð, „en heil kvennastétt notar það kinnroðalaust í samsetningunni félagsráð- gjafi. Hefur engum þótt karlabragur af þessu starfsheiti, nema síður sé.“ Jafnfram bætir hann því við að ráðgjafi sé bersýnilegra auðmjúkara og bljúg- ara starfsheiti en ráðherra, þar sem ráðgjafi vísar til þjónustu en ráðherra vísar til valds og stjórnar. Gallinn við ráðgjafaheitið er að það er enginn lengur til að veita ráðgjöf, enda heyra Íslendingar ekki lengur undir dönsku krúnuna. Ekki nema einnig sé tekið það stökk að koma á fót konungs- ríkinu Íslandi. Ráðgjafaheitið er líka aðeins of mikið Capacent. Annað orð sem hugsanlega væri hægt að taka upp er orðið ráðsverur. Eða þá bara að fara að kalla kven- kyns ráðherra ráðsynjur. svanborg@frettabladid.is T íðar nauðganir síðustu vikur hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Svo virðist sem nauðganir á götum úti veki upp enn meiri ótta og óhug en nauðganir sem eiga sér stað í heimahúsum, sem einmitt er tilvikið um mik- inn meirihluta nauðgana. Í umræðunni er tekist á við ýmsar staðlaðar hugmyndir og einnig fordóma. Tvær nauðganir voru kærðar eftir fyrri helgi, en báðar áttu sér stað úti á götu og gerendur voru útlendingar. Í hita þeirrar umræðu vill gleymast að flestar nauðganir eiga sér stað á heimilum og það sem meira er, að gerandi og fórnarlamb eru iðulega kunnug. Í þeim tilvikum eru gerendur langoftast Íslendingar enda sýna tölur að erlendum gerendum í kærðum kynferðisbrotamálum hefur ekki fjölgað jafnmikið og útlendingum hefur fjölgað í landinu. Útlendingum hefur því fækkað hlutfallslega sem gerendum í kynferðisbrotamálum. Önnur stöðluð hugmynd sem er uppi á borðinu í umræðunni um nauðganir snýr að tengslum nauðgunar og kynhvatar. Nauðgun er hreint og klárt ofbeldi og á ekkert skylt við kyn- hvöt eða kynlíf yfirleitt. Nauðgun er hins vegar skyld öllu mögu- legu öðru ofbeldi, svo sem barsmíðum og manndrápum. Sem betur fer virðist orðræðan um konuna sem býður heim nauðgun með klæðaburði eða einhvers konar meintri áhættu- hegðun vera á undanhaldi. Fólk gerir sér grein fyrir því að fórn- arlamb nauðgunar getur aldrei kallað yfir sig þann verknað. Hver einstaklingur á rétt á að vera klæddur eins og honum sýn- ist og vera þar sem honum sýnist þegar honum sýnist. Þetta á jafnt við um konur og karla. Hvað verður til þess að ungur maður tekur sig til og nauðgar vinkonu sinni eða kunningjakonu? Hver er virðing þess unga manns fyrir vinum sínum? Hvernig kennir maður fólki að bera virðingu fyrir öðrum? Það er jú ljóst að sá sem ber virðingu fyrir náunga sínum fer ekki út og nauðgar honum eða lemur. Nauðgun er samfélagsmein sem ekki verður upprætt nema með þeirri hugarfarsbreytingu að samskipti manna á milli fari ekki fram með því að neyta aflsmunar. Menn eru vitsmunaverur og á mörgum sviðum tekst þeim mjög vel upp að nota vit sitt og samskiptahæfileika, einnig til að leysa úr ágreiningi og fá útrás fyrir vanlíðan. Þessa hæfileika mannskepnunnar þarf að rækta enn betur en nú er gert. Þarna liggur rót vandans. Það verður að hætta að eyða ork- unni í að tala um einmana útlenska karla og skort á tækifærum til að fá útrás fyrir kynhvötina. Þessar hugmyndir verða að fara sömu leið og hugmyndirnar um áhættuhegðun kvenna, sem eru óðum að hverfa. Það verður að skoða hvað gerist frá því að lítill og saklaus drengur heldur af stað út í lífið þar til hann er orðinn að ofbeldis- manni sem fær útrás fyrir vanlíðan sína með því að nauðga konu. Sem betur fer lendir aðeins örlítill hluti karlmanna á þessum stað en við látum ekki staðar numið fyrr en enginn er eftir í þeim hópi. Umræðan um nauðganir er á villigötum. Ofbeldi, útlend- ingar og kynhvöt STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.