Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 38
38 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Orkumál Mér var gróflega mis-boðið þegar ég las viðtal við Eirík Hjálmars- son, upplýsingafulltrúa OR, í Fréttablaðinu sl. sunnudag. Þar segir Eirík- ur: „Aðrir kunna að virkja ef OR hættir við.“ Eiríkur minnir einnig á „...að hver sem er geti byggt virkjun, til dæmis stórkaupendur raforku“. Hvað meinar maðurinn? Getur hver sem er byggt virkjun á Íslandi? Á hann við að erlendu álrisarnir geti byggt eigin virkjun ef þeim mislíkar við íslenskar orkuveitur? Þarna reynir Eiríkur blygðunar- laust að blekkja almenning með hótuninni um að „ef við gerum það ekki þá gerir það bara einhver annar“. Eins og hvaða fyrirtæki sem er geti byggt virkjun ef því þóknast. Slíkur málflutningur er fyrir neðan virðingu Eiríks – hann veit betur. Annað sem ég hnaut um var af hvílíkum hroka Eiríkur talaði niður til þeirra fjölmörgu sem sendu inn athugasemdir við fyrir- hugaða Bitruvirkjun. Aldrei í Íslandssögunni hafa borist eins margar athugasemdir við nokk- urri framkvæmd á landinu, eða 660. Eiríkur segir að „því miður“ hafi 540 athugasemdir verið efnis- lega samhljóða. Af hverju „því miður“? Eru þær ekki jafngildar öðrum af því þær voru samhljóða? Segir það ekki mikla sögu að þessir 540 höfðu fyrir því að kynna sér málið, taka afstöðu, afrita athuga- semdina og senda í eigin nafni? Var með sömu rökum ekkert að marka undirskriftir þúsunda Suður nesjabúa fyrir skömmu af því að þeir skrifuðu allir undir sömu yfirlýsinguna? Ég mótmæli slíkum málflutn- ingi. Fólki er alvara og það krefst þess að tekið verði fullt tillit til athugasemdanna, þótt þær séu samhljóða. Vægi þeirra er síst minna fyrir það. Fólk ætlast einnig til að forsvarsmenn OR sýni þá sjálfsögðu kurteisi að tala ekki niður til þess eins og kjána. Reynslan sýnir að þar sem reist er virkjun er náttúran nánast dauðadæmd og að jarðvarma- og jarðgufuvirkjanir eru ekki eins sjálfbærar og umhverfisvænar og af er látið. Virkjun getur aldrei verið „í sátt við náttúruna“ eins og tals- menn Bitruvirkjunar klifa á. Virkjun krefst fórna og í tilfelli Bitru- virkjunar er fórnin ein- faldlega of mikil. Íslend- ingar eru að átta sig á og hafna yfirgangi orku- freks iðnaðar og orkuris- anna. Þeir eru að vakna til vitundar um að afleið- ingar virkjanaæðisins eru óafturkræf náttúru- spjöll og mengun sem þjóðin sam- þykkir ekki. Svo ekki sé minnst á efnahagsáhrifin, metþenslu, verð- bólgu og himinháa vexti sem bitna á almenningi. Það er ekkert grín að setja sig inn í frummatsskýrslu OR og vís- ast geta fáir lagt mat á allt sem í henni stendur – hvað þá faldar upp- lýsingar sem koma hvergi fram eins og prófessor við HÍ benti á nýverið. Skýrslan er löng, fræðileg og tæknileg svo almenningi er ókleift að meta hana efnislega nema að takmörkuðu leyti. Skýrslan er flokkuð í fjóra hluta: Frummatsskýrslu, Samantekt, Kort og myndir og Viðauka. Lesn- ingin er 717 blaðsíður auk korta og mynda. Frummatsskýrslan er mat á umhverfisáhrifum Bitruvirkjunar og unnin af OR, aðalhagsmuna- og framkvæmdaaðilanum, í samvinnu við VSÓ. Síðan á að dæma í málinu, vega og meta athugasemdirnar og semja lokamatsskýrslu. Hver gerir það? Jú, aðalhagsmuna- og fram- kvæmda aðilinn, Orkuveita Reykja- víkur, í samvinnu við VSÓ. OR og VSÓ eiga að dæma í eigin máli og meta athugasemdir við eigin frum- matsskýrslu sem fyrirfram er búið að dæma með þeim orðum að þær séu „því miður“ flestar samhljóða. Dettur fólki í hug að dómur fyrir- tækjanna yfir sjálfum sér og eigin vinnubrögðum verði marktækur? Varla verður hann hlutlaus. Þá kemur til kasta Skipulagsstofnunar, umhverfisráðherra og nýrrar stjórnar OR að stöðva þennan gjörning og Alþingis að breyta lögum um mat á umhverfis- áhrifum. Fleiri upplýsingar má nálgast www.larahanna.blog.is og á www. hengill.nu. Höfundur er þýðandi, leiðsögu- maður og hluthafi í Orkuveitu Reykjavíkur. Hroki og hræðsluáróður LÁRA HANNA EINARSDÓTTIR Boltar og bábiljur UMRÆÐAN Þróunarmál Bábiljur um mannlífið í Afríkulöndum geta verið ótrúlega lífseigar. Ein er sú, að ekki þýði að gefa börnum í afrískum þorpum fótbolta því um leið og loftið leki úr þeim skorti verksvit til að nota einfalda fótboltapumpu. Það útskýri meira og minna vindlausar leðurtuðrur, sem krakkar sparki á milli sín milli strákofanna.Við nánari athugun kemur í ljós, að tuðran er sprungin. Hún er eins og nálapúði eftir flugbeittar gróðurnálar, sem eru í iðandi gróðrinum allt um kring. Svona nálar þykja fín verkfæri við saumaskap. Gegn þeim duga engar pumpur. Önnur bábilja tengist líka fótbolta. Hún er sú, að ekki stoði að dreifa smokkum í dreifðum byggðum Afríku því krakkarnir blási þá upp og noti í blöðrur í fótbolta. Rétt er, að ungviðið í þorpunum býr sér afar hugvitsamlega til fína bolta úr smokkum. Þau nota tuskur og plastpoka til að þyngja smokkinn og girni eða snæri, sem oft er hnýtt svo vel, að úr verður fullkomlega hnöttóttur knöttur – fínn bolti. Kosturinn er sá, að þegar boltinn springur er einfaldega skipt um smokk. Smokknum var að vísu ætlað annað hlutverk en ég er viss um, að ekki sjái högg á vatni, þó að örlítið brot af smokkunum sem dreift er um álfuna sé notað í þessum tilgangi. Alvarlegri bábiljur tengjast útbreiðslu alnæmis. Fáfræði og framandlegum helgisiðum er stundum kennt um. Hvort tveggja er eflaust til en hvorugt er meginástæða þess, að ekki tekst að koma böndum á vágestinn. Athuganir, sem gerðar hafa verið hér í Malaví, benda til þess að langflestir – næstum allir – viti hvernig HIV-veiran smitast. Athuganir benda líka til að grimmdarlegir helgisiðir, sem kannski voru einhvern tíma stundaðir, heyri fortíðinni til. Heiðrík nótt og landlæg örbirgð Malavar eru að jafnaði hrifnæmt og glaðlynt fólk, sem flest býr við þröngan kost í óraflýstum strákofum. Afstaðan til lífsins hefur yfirleitt verið talin þeim til ágætis. Þeir eru sagðir fólk augna- bliksins – gestrisnir og frjálslyndir. Ég ímynda mér að svipað frjálslyndi hafi ríkt á Íslandi fyrir tíma raflýsingar – myrkur og raki híbýlanna hafi leitt besta fólk í freistni, sem ekki var talað um. Heiðrík og stjörnubjört nótt í afrísku þorpi er frjór jarðvegur fyrir slíkar freist- ingar. En lyndiseinkunnir fá á sig aðra mynd á tímum alnæmis, sem heggur stór skörð í heilu þjóðirnar. Og svo er það neyðin sem rekja má beint til landlægrar örbirgðar. Það er þekkt meðal fátæks fólks um allan heim, að ungar stúlkur, sem þurfa að borga nám sitt dýrum dómum, eru í slagtogi við karla, sem taka að sér að fjármagna skólagöngu þeirra. Þessir menn eru oft tregir til að nota þekktar varnir gegn smiti. Stúlkurnar eiga sumar hverjar sína kærasta og mannsefni í skólanum. Ekki þarf mikið ímyndunar afl til að sjá fyrir sér sársaukafullar afleiðingarnar. Það bætir gráu ofan á svart, að svona smitast efnilegasta fólkið sem að öðru jöfnu hefði mesta möguleika á að rétta samfélagið við þegar fram líða stundir – ungt fólk á stúdentagörðum. Sú lífseigasta dauð og ómerk? Nú hafa nokkur bláfátæk Afríkuríki hrundið bábiljum um hagstjórn og fengið viðurkenningu frá alþjóðlegum fjármálastofnunum fyrir fram- farir á efnahagssviðinu. Þar á meðal er Malaví, sem hefur þó um árabil skrapað botninn eða því sem næst, þegar opinberar hagtölur þjóða eru yfirfarnar. Viðurkenningin felst í því að skuldir ríkisins hafa verið afskrifaðar að hluta. Það gefur sóknarfæri, sem þjóðin ætlar að nýta. Peningunum sem losna á að verja til skóla- og heilbrigðismála. Íslensk stjórnvöld ætla að styðja við bakið á Malövum í þessari viðleitni, einmitt á þeim sviðum sem ríkjasamstarf hentar best, í heilbrigðis- og menntamálum. En heilbrigðismál og menntun duga ekki ein og sér. Það er tilefni til bjartsýni að stór fyrirtæki um allan heim eru farin að beina sjónum að Afríku og leita leiða til að byggja upp atvinnulíf í samstarfi við heimamenn. Æ oftar koma fram nýjar hug- myndir um hvernig best sé að haga samstarfinu og forðast pytti fortíðarinnar, sem ólu af sér gallsúra tortryggni sem ekki hefur tekist að uppræta. Í hópi þessara fyrirtækja eru Baugur og Samskip sem meira að segja hafa heimsótt Malaví, eitt fátækasta ríki í heimi, til að kanna jarðveginn. Actavis hefur líka sýnt Malaví áhuga. Þetta er til marks um gerbreytta tíma. Þar sem forkólfar þessara fyrirtækja – og stallbræður þeirra í öðrum ríkum löndum – hafa beitt sér hafa hlutirnir komist á hreyfingu. Gerist það dettur dauð og ómerk lífseigasta bábiljan um að ekki sé hægt að stunda ábatasöm viðskipti í Afríku. Þá réttir álfan mikla loks úr kútnum. Höfundur eru umdæmisstjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands í Malaví. SKAFTI JÓNSSSON Það er þekkt meðal fátæks fólks um allan heim, að ungar stúlkur, sem þurfa að borga nám sitt dýrum dómum, eiga í slagtogi við karla, sem taka að sér að fjármagna skóla- göngu þeirra. Þessir menn eru oft tregir til að nota þekktar varnir gegn smiti. UMRÆÐAN Leiklist Fjalakötturinn sýnir nú Heddu Gabler eftir Henrik Ibsen í Tjarnarbíói. Ég undirrituð hef staðið að þessari sýningu og hef orðið mjög undrandi á viðbrögð- unum við henni sem afhjúpa jafn- framt sorglega staðreynd. Íslend- ingar þekkja ekki Ibsen. Þegar nemendur útskrifast úr mennta- skóla á Íslandi hafa þeir mjög litla menntun í heimsbókmenntunum. Shakespeare er til dæmis ekki kenndur hér og hvers vegna ætti fólk að þekkja höfuðskáld Norð- manna? Þegar sett er upp „klass- ískt“ verk, er fólk dregið nauðugt í leikhús, viðbúið því að sitja undir einhverju mjög leiðinlegu og lang- dregnu. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en við fórum að fá áhorfendur í hús og meðal þeirra eru tveir brunaverðir sem við höfum orðið að ráða sérstaklega til varna því að ég kveiki í húsinu. Á hverju sýningarkvöldi hafa því mætt nýir slökkviliðsmenn sem hafa kannski engan sérstakan áhuga á leikhúsi, og undantekningalaust hafa þeir komið til okkar leikarana á eftir og sagt: „Ég er bara alveg hissa, ég vissi ekki að þetta væri svona skemmtilegt og spennandi.“ Aðrir leikhúsgestir hafa tjáð sig um það að þetta sé svolítið eins og að horfa á breskt sakamálaleikrit. Það má ekki missa af neinu í plott- inu því verkið gerir þær kröfur til áhorfenda að fylgjast með til að missa ekki af neinu. Og þar liggur hundurinn graf- inn. Þegar sagt er að Ibsen hafi verið „faðir nútímaleikritunar“, þá er verið að meina það, að hann var með þeim fyrstu til að gera kröfur til leikara um algjört raunsæi, sem er til dæmis skilyrðið fyrir góðum kvikmynda- leik, og þess vegna hafa verk hans verið ákveðin fyrirmynd að handrits- skrifum á tuttugustu öld- inni. Manneskjan er flókin. Fólk hugsar eitt, segir annað, og á sama tíma er það að reyna að breiða yfir það hvernig því líður, þó lík- amsbeitingin komi yfirleitt upp um það, og þykjast einbeita sér að einhverju hversdagslegu eins og að strauja eða skrifa SMS. Hvað varðar Heddu Gabler, þá er það algjör misskilningur að karakterarnir eigi að sýna greini- lega sína eigin líðan. Þvert á móti þá eru karakterarnir að berjast fyrir því að koma ekki upp um sig gagnvart hinum á sviðinu. Leik- ritið er skrifað þannig að helming- urinn af því sem sagt er, er lygi og það er algjör hugarleikfimi fyrir lygara að muna hvað hann sagði og við hvern. Hinsvegar geta leikararnir sýnt eitt og annað en þó aðeins í tengslum við áhorfendur. Þetta er ekki leikrit sem er matað ofan í áhorfendur. Það gerir þær kröfur að áhorfand- inn sé á tánum allan tím- ann eins og leikararnir og fylgist með hvað er lygi og hvað ekki. Þetta er saga sem ger- ist á sviðinu. Leikararnir, eins og karakterarnir, mæta bara á sviðið og við höfum ekki hug- mynd um hvað mun gerast. Það eina sem við getum gert er að bregðast við því sem gerist, því verkið er allt í núinu, og gerist mjög hratt. Þetta hefur líka verið mjög lærdómsríkt fyrir okkur sem að þessu stöndum því við upplifum sýningarnar meira eins og æfingar því það er gjörólíkt í hvert skipti sem við sýnum það og við eigum engra annarra kosta völ en að vera í karakter og halda áfram. Við megum helst ekki klúðra einni setningu því þá hrynur uppbyggingin að saka- málaleikritinu. Engin setning er óþörf. Það er leiðinlegt hvað markaður- inn er lítill hér á Íslandi því þetta er verk sem þyrfti að sýna fyrir áhorfendum í viku áður en það er frumsýnt því áhorfendur eru eina hálmstrá karakterana til að tjá sitt innra líf ef áhorfendur eru móttækilegir fyrir því. Þetta er verk fyrir þá sem hafa áhuga á að stúdera fólk, og það er mjög eðlilegt að fólk gangi út og hugsi: „Ha, af hverju sagði hann eða hún þetta, hvað þýddi þetta?“ Höfundur er leikkona. Hedda Gabler tjáir sig ELINE MCKAY Þegar sagt er að Ibsen hafi verið „faðir nútíma leikrit- unar“, þá er verið að meina það, að hann var með þeim fyrstu til að gera kröfur til leik- ara um algjört raunsæi, sem er til dæmis skilyrðið fyrir góðum kvikmyndaleik, og þess vegna hafa verk hans verið ákveðin fyrirmynd að handritsskrifum á tuttugustu öldinni. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . FRUMSÝND 23. NÓVEMBER Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SENDU SMS JA DRF Á NÚMERIÐ 1900OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.