Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 22. nóvember 2007 3 Fegrunaraðgerðir verða æ algengari í þjóðfélagi útlitsdýrkunnar þar sem sífellt mikilvægara er að vera ungur og fallegur. Aðgerðirnar eru ekki lengur einungis fyrir konur því æ fleiri karlmenn láta skera burt poka undir augum eða slétta úr nokkrum hrukkum. Svo hefur auðvitað bótoxið slegið í gegn. Hér í landi tískunnar er nánast vonlaust fyrir manneskju sem þyrfti að léttast um 10-20 kíló að sækja um vinnu hjá einhverju af hinum fjölmörgu fínu tískuhúsum. Þeir sem eru of þungir eru útlægir úr heimi tískunnar þar sem fyrirsætur deyja úr vannæringu út af eilífum megrunum. Brjóstastækkanir verða sífellt algengari fegrunaraðgerðir þó ekki sé hægt að tala um æði eins og vestanhafs. Samkvæmt lýtalæknum verður æ algengara að 18 ára stúlkur fái brjóstastækkun í afmælisgjöf. Kannski ekki svo skrítið í landi þar sem konur sem lesa fréttir í sjónvarpi eru gjarnan í ermalausum og flegnum efrihlutum svo aðeins eitt dæmi sé nefnt, langt frá okkar Eddu Andrésar eða Jóhönnu Vigdísi sem eru gjarnan kappklæddar í útsendingu í rúllukragabol og jakka. Kvennatísku- blöðin eins og Elle birta greinar með listum yfir þær spurningar sem þarf að svara áður en ákvörðun er tekin um að leggjast undir hnífinn, eins og ekkert sé eðlilegra í heimi en að láta laga á sér brjóstin. Best er að fara til skurðlæknisins sem besta vinkonan mælir með. Blöðin sýna einnig lesendum sínum myndir af mismunandi endurbættum brjóstum svo lesendur geti gert sér grein fyrir muninum, hvort þau eigi að vera fullkomlega löguð eins og epli, vísa upp (push up), eða að síga eðlilega niður og vera perulaga. Hins vegar er nánast ekkert talað um þær hættur sem geta fylgt brjóstaðgerðum eða vandamálum sem geta komið upp nema að skipta þurfi um sílikonpoka eftir 10-15 ár. Í morgun las ég svo í dagblaðinu Libération um það nýjasta í brjósta- aðgerðum í Kaliorníu, fundið upp af fyrirtækinu Cytori Therapeutics. Sú aðgerð felst í að blanda saman virkum fitufrumum og frumum úr rasskinnum viðkomandi og sprauta í brjóstin. Fitufrumurnar stækka svo smám saman og brjóstin um leið. Árangurinn sést þó ekki að fullu fyrr en eftir 6 mánuði og því vissara að fara hægt í sakirnar hvað varðar sprauturnar ef barmurinn á ekki að líkjast barmi Pamelu Anderson eða Dolly Parton. Þið munið eftir jólalaginu með Ríó tríóinu þar sem sem segir: „Eftir jólin aftur byrjar skólinn.“ Og seinna í textanum „...hvað fékkstu í jólagjöf? Jesúmynd og jólakort frá Stínu.“ En svarið verður kannski bráðlega: „Ég fékk brjóst!“ bergb75@free.fr Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Jesúmynd? En hvað Stína er gamaldags Roberts hannar Armani-armband ÁGÓÐI AF SÖLU ARMBANDSINS RENNUR TIL STYRKTAR BARÁTTUNNI GEGN ALNÆMI. Leikkonan Julia Roberts hefur hannað armband fyrir tískuvöruris- ann Giorgio Armani. Ætlunin er að selja armbandið á alþjóðlega bar- áttudeginum gegn alnæmi. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn ít- alski hönnuður vinnur með öðru þekktu nafni að vöru sem seld er undir merkjum hans. Julia Ro- berts er gömul vinkona Armanis og hefur klæðst fötum eftir hann á mörgum uppákomum um árum. Armbandið er úr rauðu og brúnu leðri en innan í því er lítið merki sem á stendur skamm- stöfunin J.R. Armani hefur tekið þátt í RED-átak- inu frá árinu 2006 en það felur í sér að hluti ágóða af sölu varnings rennur til bar- áttunnar gegn alnæmi. - sgi Asískir straumar í hátískuhúsum ASÍSKUR KLÆÐNAÐUR MEÐ SÍN SÉRSTÖKU SNIÐ OG ALLA REGNBOGANS LITI ERU NÚ HELSTI INNBLÁSTUR HÁTÍSKUHÚSANNA. Hönnuðir á borð við Dior, Berardi, Alexander McQueen, Rubin Singer, Jayson Brunsdon, Allegra Hicks, Yohji Yamamoto, Prada og Max Mara tóku sér kín- verskan, japanskan og kóreanskan stíl til fyrirmyndar þegar vorlínan var á dög- unum kynnt til leiks. Þar sáust bæði maókragar, silkifatnaður með þrykktu munstri sem minnir á ritlist Asíu og silkikjólar í ætt við geisjukjóla. Við þetta blandaðist glamúrstíll fimmta áratugarins hjá hönnuðum eins Dior en andi hippanna sveif yfir hönn- un Hicks. Prada var með afslappaðri stíl og Yamamoto fagnaði ári drekans á eigin vísu. Asískir straumar eru það sem koma skal í vor, svo kínakjólarnir eru enn í fullu gildi. - rh Eins og silkimjúkur barnsrass ÞROSKAÐAR KONUR YFIR FIMMTUGT LEITA GJARNAN AÐ SNYRTIVÖR- UM SEM BÚA YFIR NÆRANDI OG STYRKJANDI EIGINLEIKUM FYRIR LÍKAMANN. Fyrir þær, og þá sem hafa þurra líkamshúð, hefur Lancôme sett á markað Nutrix Royal Body sem byggir upp varnir húðarinnar, breytir yfirborði hennar og er upp- byggjandi og nærandi. Nutrix Royal Body inniheldur drottningarhunang og jurtaolíur sem endurbyggja húðþekjuna svo hún hlýtur há- gæðanæringu, endingargóð þæg- indi og þéttleika. Extrakt af hesli- hnetu ver húðina gegn ytra áreiti svo hún þornar síður og húðin verður mjúk eins og barns- rass, þétt, rakafyllt og vel nærð. - þlg Fyrir karlmenn L’OCCITANE CADE Frá franska fyrirtækinu L’Occitane kemur krem sérstaklega ætlað karlmönnum, sem vinnur gegn hrukkum. Concentré Jeunesse Cade Youth Concentrate styrkir húðina og dregur úr hrukku- myndun, vinnur gegn áhrifum meng- unar og gefur raka. Cade Juniper Scrub kemur einnig frá L’Occitane og er skrúbb sem ætlað er að undirbúa húðina fyrir rakstur. Það mýkir húðina og kemur í veg fyrir raksturs- bólur. - þlg Rauðárástígur 1 • sími 561-5077 Blússur ný sending s: 557 2010 Laugavegi 63 • s. 551 4422 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.