Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 50

Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 50
 22. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● hafnarfjörður Dóra Sólrún Kristinsdóttir selur umhverfisvæn barnaföt, sem hafa hingað til eingöngu verið fáanleg í gegnum netið, en verða nú seld í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. „Þetta eru barnaföt og taubleiur, allt úr hundrað prósent lífrænt ræktaðri bómull. Svo liggja „fair trade“ eða sanngjörn viðskipti til grundvallar framleiðslunni, sem þýðir að eitthvað uppbyggilegt er á bakvið hana, engin barna- þrælkun eða önnur ánauð,“ segir Dóra Sólrún Kristinsdóttir um vörur frá Green Baby, sem hún flytur inn og ætlar að selja í Jóla- þorpinu í Hafnarfirði um næstu helgi og í desember. Sonarsonur Dóru sjálfrar er ástæða þess að hún hóf innflutn- inginn ásamt eigin- manni sínum, Guðbrandi Jóns- syni. „Þegar barnið var sex mán- aða þoldi það illa hefðbundn- ar bleiur og móðir in ákvað að prófa taubleiur frá Green Baby. Tengda- dóttur minni fannst þessar vörur henta honum einstaklega vel og benti mér á þær, sem varð til þess að við hófum innflutning. Hún hefur síðan prófað allt fyrir mig og það hefur komið vel út.“ Green Baby-vörulínan er frá samnefndu bresku fyrirtæki og framleidd á Indlandi þar sem fyrirtækið styrkir heyrnar daufar og lausar stúlkur til náms með því að ráða þær til starfa. Green Baby framleiðir samfellur, galla og fleira á nýfædd börn og alveg upp í fimm ára aldur. „Aðeins eru notaðir jurtalitir og ekkert sem flýtir fyrir framleiðsluferl- inu,“ útskýrir Dóra. „Efnin hafa því ekkert verið meðhöndluð, og eru því í raun betri og mýkri en tíðkast.“ Sérstaka athygli vekja tau- bleiurnar fyrrnefndu sem Dóra segir verða sífellt vinsælli. „Þær eru í sjálfu sér ákveðið aftur- hvarf til fortíðar en kostirnir eru ótalmargir. Þær eru náttúrulega umhverfisvænar þar sem ekki er verið að henda fleiri tonnum af bleium sem safnast upp í náttúr- unni. Í þessu felst síðan auðvitað heilmikill sparnaður.“ En skyldi ekki vera mikið mál að þvo taubleiurnar? „Alls ekki,“ svarar Dóra. „Það er alls ekkert mál að þrífa þær. Maður skellir þeim bara í þvottavélina og lætur þær síðan þorna yfir nótt- ina.“ Fyrir utan fötin og bleiurnar hefur Dóra selt leikföng og krem fyrir börn. Hingað til hefur þetta allt saman eingöngu feng- ist í gegnum heimasíðu sem hún heldur úti á www.natturubarn. is. Með þátttökunni í Jólaþorp- inu verður ákveðin breyting þar á. „Vonandi verður þetta til þess að mér tekst að kynna betur vör- urnar,“ segir Dóra og bendir á að hún hafi valið Jólaþorpið til að kynna barnafötin, vegna þess að þar sé vöruúrvalið svo vandað. „Svo veit ég að stemn- ingin er góð,“ segir hún. „Það verður bara spennandi að taka þátt í jólagleð- inni. Er ekki allt skemmtilegt ef maður er jákvæður og í hátíðar- skapi?“ - rve Náttúruamma með í Jólaþorpið Náttúruamman Dóra Sólrún Kristinsdóttir bætist í hóp seljenda í Jólaþorpi Hafnar- fjarðarbæjar. Þar verður hún með umhverfisvæn barnaföt sem henta vel viðkvæmri húð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýjum verslunum fjölgar við Strandgötu í Hafnarfirði og á meðal þeirra er kvenfataversl- unin B Young. Ein þeirra verslana sem nýlega hafa hreiðrað hafa um sig í miðbæ Hafnarfjarðar er B Young. Hún er við Strandgötu 21 og þar er Hrefna Ósk Benediktsdóttir eig- andi sjálf við afgreiðslu. „Móttökurnar hafa verið virki- lega góðar,“ segir hún ánægð. „Strand gatan var aðalverslunar- gatan á árum áður en á tímabili hurfu flestar búðirnar inn í Verslun- armiðstöðina Fjörð. Nú er Strand- gatan öll að lifna við aftur og smátt og smátt að fyllast í eyðurnar.“ B Young selur kvenfatnað, mest er um föt til daglegra nota en Hrefna segir hátíðaföt bætast við fyrir jólin. Þetta er önnur verslunin á landinu. Hin er í Bankastræti 11 í Reykjavík og á heimasíðunni byoung.is má lesa um sögu húss- ins sem hýsir hana. Skyldi Strandgata 21 ekki eiga neina skráða sögu? „Ekki svo ég viti en hér var vinsæl skóbúð í eina tíð og ýmsir líta inn bara til að minnast hennar,“ segir Hrefna. „Einn viðskiptavinur nefndi líka við mig að hér væri gaflinn sem Gaflarar eru kenndir við. Ég sel þá sögu ekki dýrar en ég keypti hana.“ - gun Innan við Gaflinn Hrefna Ósk er ánægð á Strandgötunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN kr. 7.333,- kr. 14.020,- Bjórdæla Ryksuga m/rafhlöðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.