Fréttablaðið - 22.11.2007, Síða 67

Fréttablaðið - 22.11.2007, Síða 67
FIMMTUDAGUR 22. nóvember 2007 UMRÆÐAN Ólöglegt niðurhal Margir netverjar sem stunda ólögmætt niður hal telja að þjófar á höfundarvörðu efni njóti lagaverndar í Svíþjóð og Hollandi eða séu að minnsta látnir afskiptalausir. Þetta er að sjálfsögðu á fáfræði eða misskilningi byggt. Það eitt að ThePirateBay vefurinn er enn starfræktur er það sem margir benda á og vissulega hefði átt að vera búið að loka þeim vettvangi ræningja fyrir löngu. Í Svíþjóð voru höfundarlög hræðilega léleg og ekki hefur verið bætt fyllilega úr enn. Á sænska þinginu liggur þó fyrir frumvarp sem mun heldur betur reka slyðru- orðið af Svíþjóð, þ.e. að það sé grið- land fyrir ræningja á höfundar- vernduðu efni. Undirritaður var á ráðstefnu í Stokkhólmi þar sem þetta nýja frumvarp var rætt, en það naut þá stuðnings meirihluta þingmanna. Þarna voru komnir saman allir helstu lögfræðingar, saksóknarar og aðrir fulltrúar sem hafa sérhæft sig í höfundarrétti frá Íslandi, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Markmiðið var að fara yfir þetta nýja frumvarp Svía, koma með tillögur og ræða við sak- sóknara og hina nýju deild innan sænsku lögreglunnar sem er sér- hæfð í höfundarrétti. Opinbert mál gegn ThePirateBay verður tekið fyrir í janúar næst- komandi og verður áhugavert að fylgjast með. Sænsk yfirvöld hafa áður reynt að loka ThePirateBay án árangurs en ætla má að menn hafi lært af reynslunni og með sterkari löggjöf hafi betur í þetta sinn. Eigendur ThePirateBay hafa áður þurft að flýja frá Svíþjóð með sína miðlara og fóru til Hollands. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar grunar þá um stórfelld skattsvik. Fyrir- tæki í Ísrael aflar þeim aug- lýsingatekna sem þeir fela í löndum sem taka á móti svörtum peningum. Einn af þeim sem standa að síðunni hefur að vísu verið kærður fyrir vanskil á sköttum og annar er bendlaður við nýnasisma þannig að þarna er nú ekki eftirsóknarverður félagsskapur sem sumir hérlendis sækja í. Af hverju eru miðlarar ThePirate- Bay, Mininova o.fl. staðsettir í Hol- landi? Árið 2005 var almennt talið að rekstur torrent-síðu væri lög- legur í Hollandi og margar netveit- ur og hýsingarþjónustur spruttu upp sérstaklega í þeim tilgangi að veita þjónustu til þjófanna og meina rétthöfum aðgang að upp- lýsingum um eigendur þeirra. Mjög margt hefur breyst síðan þá. Ein stærsta hýsingarþjónusta fyrir ræningja var fyrirtæki að nafni Leaseweb sem barðist með kjafti og klóm gegn rétthöfum til að verja viðskiptavini sína – þjófana. BREIN, hollenski armur- inn af samtökum rétthafa, fór í mál við þá bæði í þeim tilgangi að láta loka síðum á borð við Demonoid og til að fá allar upplýsingar um eig- endur vefsins, sem enginn hafði fram að þessu vitað hverjir voru. BREIN vann stórsigur og Lease- web var skipað að framvísa öllum upplýsingum meðan Demonoid flúði til Kanada, þar sem er reyndar búið að loka hjá þeim eins og er. Í kjölfarið hafa stjórnendur Lease- web gefið út yfirlýsingu um að þeir ætli að framvísa öllum upplýsing- um um eigendur vefsvæða sé þess óskað af hálfu yfirvalda eða BREIN. „Eigendur á torrent-síðum eru þeirrar trúar að þeir séu ekki að gera neitt rangt þar sem efnið sem þeir hjálpa til við að miðla er ekki geymt á þeirra miðlurum heldur í tölvum notenda þeirra,“ var haft eftir Tim Kuik, framkvæmdastjóra BREIN. „Hins vegar er ólöglegt í Hollandi fyrir vefsíður að notfæra sér á kerfisbundinn hátt aðgengi að efni sem varið er höfundarrétti. Það skiptir því engu máli að efnið sé vistað á öðrum stað, tiltekin síða væri alltaf ólögleg samkvæmt hol- lenskum lögum.“ Það sem af er ári hefur BREIN lokað yfir 200 p2p-síðum og bíður staðfestingar hæstaréttar á fyrri dómum áður en stærri síðum verður lokað. Í ljósi fjölda dóma sem hafa fallið rétthöfum í hag í Hollandi má binda vonir við niður- stöðu hæstaréttar. Þá er bara að sjá hvort farið verður á eftir PRQ, sem er hýsingarþjónusta fyrir ThePirate- Bay, TorrentSpy og Mini nova meðal annarra. BREIN hefur beðið með ThePirateBay þar sem málið er í opinberri rannsókn í Svíþjóð en ef það skyldi bregðast er lítill vafi á að hægt verður að loka á vefinn frá Hollandi. Nú síðasta laugardag var síðunni Sumotorrent, sem Lease- web hýsir, lokað. Sú síða var komin með 350.000 notendur sem voru virkir daglega með yfir 700.000 skrár til að skipta á milli sín. Það er því alveg ljóst að draumur þjófa um að fá að starfa óáreittir í þessum löndum er byggður á fávisku eða misskilningi. Að lokum vil ég taka fram að þeir sem ég kalla þjófa eru þeir sem vísvitandi aðstoða aðra við eða taka sjálfir með beinum hætti þátt í að niður- hala eða deila efni sem þeir hafa ekki leyfi rétthafa eða löggjafar til að sækja eða miðla. Höfundur er framkvæmdastjóri SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi. Eru Svíþjóð og Holland paradís þjófa? SNÆBJÖRN STEINGRÍMSSON Þú færð ráðgjöf og tilboð hjá sölufulltrúum okkar í eftirfarandi símanúmerum; Söludeild Reykjavík s. 569 2200 og söludeild Akureyri s. 460 9610. Einnig geturðu sent fyrirspurnir á netfangið soludeild@ms.is eða með bréfsíma í númer 569 2222. Á vefsíðu okkar www.ostur.is er að finna nánari upplýsingar um sælkeraostakörfurnar okkar og ostana sem í þeim eru. Gómsæt gjöf fyrir sælkera Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki og viðskiptavinum www.ostur.is Piparkökur (fígúrur, kökuhús)150 g smjör 150 g púðursykur 1 1/2 dl síróp engifer á hnífsoddi 3 tsk. kanill 1/2 tsk. negull 2 tsk. natron 1 egg 5-600 g hveiti Setjið öll hráefni í pott nema egg og hveiti.Hrærið stöðugt í þar til suðan kemur upp.Dragið pottinn af hellunni. Blandið eggi oghveiti út í. Setjið deigið á borð, hnoðið og fletjiðsíðan út á bökunarplötu. Leggið sniðin ofaná og skerið út. Bakið við 200°C í u.þ.b. 10 mín.Takið af plötunni á meðan kökurnar eruvolgar. Skreytið me glassúr. Límið húsiðsaman með bræddum sykri. Þessi uppskrifter tilvalin í myndakökur. Glassúr: Setjið 1 eggjahvítu í skál og sigtiðflórsykur út í smátt og smátt. Hrærið vel þartil glassúrinn verður seigfljótandi og drýpurhægt af tannstöngli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.