Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 70
42 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR SCARLETT JOHANSSON KVIK- MYNDALEIKKONA ER 23 ÁRA. „Eitt af því besta sem kona heyrir er að hún sé kyn- þokkafull.“ Scarlett Johansson byrjaði kvikmyndferil sinn aðeins tólf ára í The Horse Wispherer. Í dag er hún eitt helsta uppá- hald Woodys Allen. „Þetta var miklu meira tilstand en ég hafði búist við. Það var haldin heil- mikil veisla,“ segir Óskar Sigurðs- son, vitavörður á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum, um sjötugsafmælið hinn 19. nóvember. Hann segir bjargveiðimenn undir forystu Marinós Sigursteins sonar pípulagningameistara hafa haft veg og vanda af afmælis fagnaðinum. „Marinó er einn af svokölluðum Elliða eyingum,“ bætir hann við til skýr ingar. En skyldi Óskar fara á veiðar með strákunum? „Ég er nú svolítið sér á báti. Er ekki í veiðifélaginu en hef mikil samskipti við veiðimenn því ég hef merkt lunda síðustu fimm áratugi og árangur þess starfs byggist á því að tilkynnt sé um veidda merkta fugla. Margir hafa gert það samviskusam- lega og mig langar að koma á fram- færi þökkum til þeirra fyrir áratuga samvinnu í þessu efni.“ Þegar blaðamaður kveðst hafa dregið það fram eftir morgni að hringja í Óskar svo hann gæti sofið út eftir veisluna svarar hann hress. „Það var ágætt. Ég þurfti öðru að sinna í morgun. Athugaði til dæmis veðr- ið klukkan níu. Það er gert á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn og við erum hér tveir feðgar sem skiptum því með okkur. Ég fór klukkan þrjú og níu en sonurinn klukkan sex.“ Óskar er fæddur og uppalinn í Stór- höfða og kveðst þar mjög rótfast- ur. Hann byrjaði árið 1952 að athuga veðrið klukkan þrjú að nóttu. „Faðir minn, Sigurður Valdimar Jónatans- son, var hér vitavörður á undan mér og ég tók formlega við árið 1965. Þá var mikið breytingatímabil hjá mér því foreldrar mínir dóu með stuttu millibili og ég varð einn eftir,“ segir hann. Óskar segir tæknina sem hann umgengst daglega hafa tekið miklum breytingum í tímans rás. „Það var komið rafmagnsljós í vitann þegar ég tók við honum en ég man þegar þar var olíulampi og þá þurfti hann mikla umhirðu. Gangverkið var dregið upp með sveif á hverjum sólarhring eins og klukka.“ Þegar forvitnast er um tómstunda- iðju vitavarðarins svarar hann: „Til dæmis það sem við byrjuðum á að tala um, fuglamerkingar. Ég hef lagt mikla vinnu í þær. Nú er athyglin farin að beinast að þeim gögnum sem ég hef safnað gegnum tíðina og tölv- urnar auðvelda úrvinnslu þeirra.“ Hann segir snjótittlingana auf- úsugesti í höfðanum enda gefi hann þeim vel en kveðst ekkert sérlega vin veittur hrafninum. Hann taki svo mikið af eggjum á vorin. Mesta ókostinn við staðinn segir Óskar vera rokið. „Ég hef ekki vanist vindinum. Hann þreytir mig æ meira eftir því sem ég eldist.“ Í lokin er Óskar spurður hvað sé honum efst í huga á þessum tímamót- um. „Ja, ég get ekki verið annað en þakklátur forsjóninni fyrir að fá að halda heilsu fram að þessu,“ svarar hann og bætir við: „Maður sér það betur eftir því sem tíminn líður hvað það er mikils virði að geta verið sjálf- stæður og ekki upp á aðra kominn.“ gun@frettabladid.is ÓSKAR J. SIGURÐSSON, VITAVÖRÐUR: SJÖTUGUR Byrjaði veðurathugun 15 ára VITAVÖRÐURINN. „Ég get ekki vanist vindinum á Stórhöfða. Hann þreytir mig æ meira eftir því sem ég eldist,“ segir Óskar. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON John F. Kennedy, 35. forseti Bandaríkjanna, var myrtur í Dallas í Texas þennan dag fyrir 44 árum. Forset- inn sat í opnum blæju- bíl, ásamt eiginkonu sinni, Jacqueline, þegar skotið var á þau úr launsátri. Hinn meinti morðingi, Lee Harvey Oswald, skaut þremur skotum ofan af sjöttu hæð í ná- lægri byggingu og Kennedy var úrskurðaður látinn hálftíma síðar. Lyndon Johnson varafor- seti tók samstundis við völdum. Fjölmargar samsæriskenning- ar hafa verið á lofti um morðið og margir velt vöng- um yfir því hvort Os- wald hafi verið keyptur til verksins. Oswald var fæddur árið 1939 og gekk til liðs við banda- ríska herinn sautján ára að aldri. Síðan fór hann til Sovétríkjanna árið 1959 og sumir héldu að hann hefði starfað fyrir kúbönsk og rússnesk stjórnvöld. Það fékkst aldrei staðfest. Oswald var skot- inn til bana þegar verið var að færa hann í fangelsi. Morðingi hans, Jack Ruby, var dæmdur til dauða en lést úr lungnabólgu á meðan hann beið eftir ákvörð- un áfrýjunardómstóls. ÞETTA GERÐIST: 22. NÓVEMBER 1963 John F. Kennedy myrtur timamot@frettabladid.is Elskulegur faðir okkar, afi, sonur og bróðir, Sveinbjörn Bjarkason, verður kvaddur frá Bústaðakirkju á morgun, föstu- daginn 23. nóvember, klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á Samhjálp. Bankareikningur 1163-26-777, kennitala: 551173-0389. Fyrir hönd aðstandenda, Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir Jósef Zarioh Axel Jósefsson Zarioh Aðalheiður Lára Jósefsdóttir Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir Þorsteinn Bjarnason Bjarki Elíasson Ásthildur Sigurjónsdóttir Björk Bjarkadóttir Kristján Friðriksson Stefán Bjarkason Þorbjörg Garðarsdóttir Þórunn María Bjarkadóttir Róbert S. Róbertsson Þórdís Cortellino Björnsdóttir Ruggiero Cortellino Árni Haukur Björnsson Þórey Bjarnadóttir og fjölskyldur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Halldór B. Ólason rafvélavirki, Framnesvegi 62, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi, þriðjudaginn 20. nóvember. Hulda Heiðrún Eyjólfsdóttir Valgerður Halldórsdóttir Helgi H. Steingrímsson Sigríður Halldórsdóttir Gylfi Þorkelsson Óli F. Halldórsson María Björk Daðadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Sigurður Grétarsson framkvæmdastjóri, Skipalæk, Fellahreppi, lést sunnudaginn 4. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram í kyrrþey. Kveðjustund, sem öllum er velkomið að vera við, verður á íþróttavellinum í Fellahreppi laugar- daginn 24. nóvember kl. 15.00. Minningarathöfn verð- ur í Reykjavík í Neskirkju fimmtudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Gréta Jóna Sigurjónsdóttir Sigurjón Torfi Sigurðarson Þórunn Gréta Sigurðardóttir Kristín Arna Sigurðardóttir Grétar Þór Brynjólfsson Þórunn A. M. Sigurðardóttir Sigurjón Jónsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Einar Valdimar Ólafsson, Lambeyrum, Laxárdal, andaðist á sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 19. nóv- ember. Jarðarförin fer fram frá Hjarðarholtskirkju 1. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á minningarkort Sjúkrahússins á Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á lyflæknisdeild Sjúkrahúss Akraness. Daði, Jónína, Skúli, Lilja, Valdimar, Valdís, Ólöf Björg, Svanborg, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. MOSAIK Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, Hjörtur Hjartarson Professorsgatan 2b, 215-53 Malmö, Svíþjóð, sem lést miðvikudaginn 7. nóvember verður jarð- sunginn frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 13.00. Vilborg Arinbjarnar Hjörtur Hjartarson Geirþrúður María Kjartansdóttir Matthías Hjartarson Eygló Arinbjarnar Christopher John Kerr Sigurður Arinbjarnar Kristbjörg Karen Hjartardóttir Matthías Hjörtur Hjartarson Hjörtur Hjartarson Jensína Guðmundsdóttir Drífa Hjartardóttir Skúli Lýðsson Ingibjörg Hjartardóttir Sigurður Ólafsson Anna Ásta Khan Hjartardóttir Hrafn Sabir Khan Björn Grétar Hjartarson Guðmundur Ingi Hjartarson Sigríður Sigmarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Helga Sigurðardóttir, Naustahlein 12, Garðabæ, lést hinn 11. nóvember sl. á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild B4 í Fossvogi. Sigurður Jónsson Elín Jónsdóttir Unnur G. Jónsdóttir Brynjar Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.