Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 75

Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 75
FIMMTUDAGUR 22. nóvember 2007 47 Frumsýningin er eftir rúma viku. Leikritið er ekki tilbúið, enn verið skrifa það og aðalpersón- an er ekki komin með nafn. Michael Boyd var ráðinn leikhússtjóri hjá Konunglega Shake- speare-flokknum fyrir fimm árum og sagðist þá ætla að koma með Sem- tex, sprengiefnið, inn í flokkinn. Ekki fór mikið fyrir því: flokkurinn setti upp öll verk meistarans, hefur leitað uppi nýja sýningarstaði í London og eflt böndin við ung leikskáld. Eitt þeirra er Antony Neilsson sem íslenskir leikhúsgestir hafa kynnst lítillega í verkum á borð við Penetrator og Lísu í Sundra- landi. Og þá kom sprengiefnið til. Neilson var falið að semja nýtt verk, hann fékk nítján vikur til æfinga og ellefu karla hóp. Neilson viðurkennir að hann njóti sín best undir pressu, hann lét leikarana spinna en þótti lítið til koma og hafði meira gaman af spennu í hópnum sem hann hafði engin kynni haft af áður. Hann sagðist reyndar helst vilja vinna með vinum sínum. Hópurinn ber honum líka misjafna sögu. Leikararnir eru á barmi örvæntingar, þeir vita ekki enn hvað leik- ritið fjallar um og höfundurinn og leikstjórinn hjálpar þeim ekki mikið. Verkið er svokallað „devised theatre“ byggt upp af spunnum senum um tiltekið efni. Hér á landi voru það Sveinn Einarsson, Pétur Einarsson og Stefán Baldursson sem leiddu slíka vinnu inn í leiklistina: Sveinn með nem- endasýningum fyrir Litla leikfé- lagið, Stefán og Pétur með popp- leiknum Óla og svo Stefán síðar með Grænjöxlum. Það var um 1970, nær fjörutíu árum áður en unga leikhúskynslóðin á Íslandi taldi sig vera að skapa fyrstu „devised“-verkin. Guð í rúst – God in ruins – verður frumsýnt 29. nóvember í Soho- lewik-húsinu. Höfundurinn og leikstjórinn er pollrólegur, segist aldrei aftur þurfa svona langan tíma og enn sé verkið „frekar lítið töfrandi“. Hann sé heldur ekki hrifinn af karlmönnum, þótt flestir leikaranna séu ágætir og þeir hafi farið á eitt gott fyllerí. Áhorfendur suður í London bíða spenntir og búast eins við hneyksli. Ef til vill var það hneykslið sem leikhússtjórinn var að sækjast eftir: hann er að hætta. - pbb Einn af okkar ástælustu barnabókahöfundum og myndlistarmönnum, sjálf Sigrún Eldjárn, situr fyrir svörum á Ritþingi Gerðu- bergs á laugardag á milli kl. 13.30 og 16. Stjórnandi þingsins er Sigþrúður Gunnarsdóttir og spyrlar eru þau Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Margrét Tryggvadóttir. Þegar þinginu lýkur er gestum boðið í heimsókn á heimili Málfríðar, en hún má líklega teljast til þekktari sögupersóna Sigrúnar. Heimilið er hluti af sýningu sem veitir gestum innsýn í söguheim Sigrúnar. Sigrún hefur ritað og mynd- skreytt fjölda barnabóka en vinnur auk ritstarfa við olíumál- verk, grafík og teikningu. Meðal þekktustu bóka Sigrúnar eru myndabækur fyrir ólæs börn og svo lengri sögur fyrir eldri börn, fjörlegar spennusögur og vísinda- skáldsögur. „Ég var búin að myndskreyta nokkrar barnabækur áður en ég fékk þá flugu í höfuðið að skrifa bók sjálf. Mig langaði til þess að prófa það og varð útkoman bókin Allt í plati. Ég hef svo haldið áfram á þeirri braut og er afraksturinn orðinn töluverður. Í bókunum mínum er það gjarnan þannig að myndirnar eru meira en bara myndskreytingar; þær fléttast inn í söguna og drífa hana jafnvel áfram,“ segir Sigrún. Sýningin í Gerðubergi býður gestum sínum upp á ferðalag um ævintýraheima höfundarverks Sigrúnar, en hún kom reyndar ekki sjálf að uppsetningunni. „Höfundar sýningarinnar eru ungt myndlistar- fólk, Anik Todd og Una Stígsdóttir. Þau fengið alveg frjálsar hendur hvað uppsetningu varðar. Þetta verður því ekki hefðbundin mynd- listarsýning með myndir á veggjum heldur mun verða hægt að hitta þarna fyrir ýmsar persón- ur, skoða líkön af tækjum og tólum og upplifa heiminn sem kemur fyrir í bókunum mínum á nýstár- legan hátt.“ Samhliða ritþinginu og sýning- unni úr söguheimi Sigrúnar verður opnuð í Gerðubergi sýningin Þetta vilja börnin sjá! Á henni má sjá verk eftir þá myndlistarmenn sem tilnefndir eru til Íslensku mynd- skreytiverðlaunanna í ár. Sýningin úr söguheimi Sigrúnar stendur fram til 13. janúar. Aðgangur að málþinginu og sýn- ingunni er ókeypis. vigdis@frettabladid.is Söguheimur í Gerðubergi Jólasýning Hafnarborgar hefur verðið sett upp en það er sýning á myndskreytingum eftir Brian Pilkington úr bókinni Tryggðatröll sem er nýútkomin. Höfundur texta bókarinnar er Steinar Berg. Sýningin mun standa til jóla og er sýningin tilvalin fyrir barnunga listunnendur enda um að ræða vandaðar tröllamyndir. Brian Pilkington er fæddur í Englandi en hefur búið á Íslandi í marga áratugi. Hann er þekktur fyrir snjallar bókaskreytingar og hefur skrifað og myndskreytt fjölda barnabóka, bæði fyrir íslenskan og erlendan markað. Meðal þeirra má nefna Örkina hans Nonna og Afa gamla jólasvein sem Brian bæði samdi og myndskreytti. Af þeim bókum þar sem Brian lagði fram myndskreytingar við texta annarra má nefna Ástarsögu úr fjöllunum, Hundrað ára afmælið og Blómin í túninu. Á síðustu árum hafa bækur Brians um íslenska þjóðtrú og vættir vakið athygli bæði innan lands og utan. Alfræði íslenskra trölla, Allt um tröll hlaut viður- kenningu ferðamálaráðs sem besta hugmynd að minjagrip frá Íslandi og hefur þegar komið út á nokkrum tungumálum. Árið 2003 hlaut Brian íslensku myndskreytiverðlaunin Dimma- limm fyrir bók sína Mánasteinar í vasa. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21. Aðgangur að safninu er ókeypis. - vþ Tröll í myndum SIGRÚN ELDJÁRN Hún situr fyrir svörum á Ritþingi Gerðubergs á laugardag. ÍSLENSK FJALLA- TRÖLL Eitt af verkum Brians Pilkington. Útgáfufélagið sem heldur um rétt- inn á sögum Agöthu Christie hefur gert samning við bókaútgáfu Jakobs Ásgeirssonar, Uglu, og er fyrsta nýþýðing komin út á þess vegum, Ráðgátan um jólabúning- inn, sem geymir þá kunnu sögu Poirot, auk fjögurra sagna þar sem þau deila gátum, Belginn góðkunni og ungfrú Marple. Jakob segir nær sjötíu ár síðan tekið var að þýða sögur Agöthu hér á landi en sú fyrsta kom út 1941, Dularfull- ur atburður. Hafa sögur henn- ar komið út á íslensku í 54 útgáfum en nokkrar hafa komið út oftar en einu sinni. Þýð- endur skýla sér bak við nafnleysið á köflum en í hópi hinna nafnkunnu eru mektarmenn: Elías Mar, Magn- ús Rafnsson, Jóhanna Erlingsdótt- ir, Skúli Bjarkan, Garðar Baldvins- son, Álfheiður Kjartansóttir og faðir útgefandans, Ásgeir Jakobs- son. Síðustu tólf ár hefur Ragnars Jónasson lögfræðingur verið einn um að koma Agöthu á íslensku en hann á þýðingarnar í nýju útgáfunni. Hann heldur einnig úti heimasíðu um drottningu sakamálasögunnar http://www. si- mnet.is/jonasson/agatha/. Jakob segir standa til að koma verkum Agöthu hér á landi í kilju, en sjónvarpsefni eftir sögum hennar hefur í hartnær tuttugu ár verið afarvinælt, tvær mektar- leikkonur breskar hafa leikið hana og David Suchet hefur mótað hug- myndir manna um Poirot til langs tíma. - pbb Nýr útgefandi Agöthu BÓKMENNTIR Agatha Christie, drottning sakamálasögunnar. LEIKLIST Antony Neilsson leikskáld ber sprengiefni í virðuleg- an leikarahóp. Sprengiefni í leikhúsinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.