Fréttablaðið - 22.11.2007, Síða 76

Fréttablaðið - 22.11.2007, Síða 76
48 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Í Hlaupári eru 366 vísur eða örljóð sem skiptast í fjóra kafla er bera heiti árstíðanna og hefst ferðalagið að hausti með tilheyrandi spurn um feigð og dauða: „Hvort deyjum við drottni okkar eða sjálfum okkur?“ (7) er fyrsta vafamálið og það stærsta. Vísurnar eru allar ortar undir sama „brag“, hafa allar sama knappa formið; þrjár örstuttar braglínur (þríkvæð erindi), eitt til þrjú orð hver lína. Fyrirmyndin er japanska ljóð- formið hæka; „hófstillar hækur“ segir í vísu 302. Hækan er bundið ljóðform og búningur hennar með eindæmum knappur og krefjandi, verðgildið (hversu dýrt er ort) ræðst hins vegar ekki af ágætum íþróttar og brag- þrauta – ekkert rím til dæmis, frjáls stuðlun, atkvæðafjöldi og áherslur fljótandi – heldur efniskjarnanum og uppbyggingu hans á augabragði með einu örskoti (og ósýnilegum iðandi tóni). Galdurinn felst í því að opna spurn og/eða opinbera einhver sannindi, þar sem hvort heldur spurningin eða svarið er ávísun á (nýja) visku. Góð hæka er því einsog spakmæli eða málsháttur; „stutt setning sprottin af langri reynslu“ (Cervant- es), en rúin öllu ytra tildri og treystir því á viskuna eina (auk hljóms sem svo er tær að hann á sér ekkert efni). Áhlaup skáldsins – að afhjúpa daglega nýja lífsvisku (krafa formsins) – er því vitaskuld atlaga að ósigrandi marki og afraksturinn eðlilega út og suður. Um það bil þriðjungur vísnanna er frísklegur skáldskapur og einstaka vísa er bæði snörp og skemmtileg, ekki síst orðaleikirnir – t.d. nr. 22, 65, 82, 86, 98, 122, 141 og 148 – en alltof margar vísur eru bæði efnisrýrar og snauðar að skáldskapar- máli; „viska“ þeirra gömul og léttvæg, slagkraftur- inn lítill og tónninn sprakur. En þetta er aðgengilegur og hrekklaus kveð- skapur, auðskilinn og fylgir gildum sem nánast allir geta sæst á, viðurkennd sannindi víðast og gamalkunnir grandalausir þankar. Vísurnar eru þrautalausar, skáldskapurinn sjálfur leysir jafnóðum allar slaufur sem hann bindur (þótt ýmsum spurning- um sé þar ósvarað)og fátt sem kemur á óvart eða þarfnast frekari útleggingar. Yrkisefnin eru hversdagurinn, vindurinn og veðrið, tilveran, tilvistin, náttúran, skáldið og eilífðin. Allt er þar með kyrrum kjörum; veðrabrigði eru t.d. helsta togstreita náttúruaflanna og heimurinn válaus þótt hann sé guðlaus, lögmál lífsins gott þótt dauðinn sé óviss. Skáldið er lærisveinn náttúrunnar, ölvað krafti hennar varar skáldið við öfgum og „bætir líf“ – og þá ekki síst sitt eigið; málsvörn skáld- skaparins á vorum dögum er ávísun hans á ódauðleik sem annars fæst engin trygging fyrir: „Engu öðru til að dreifa yfir hjarnið en orðum okkar“ (nr. 109) (hvorki Aristótelesi, Longínusi, Philip Sydney né Shelley kom það til hugar). Án listarinnar (því sem gæti gerst, sagði Ari) glatar maðurinn sannleikanum (því sem gerðist eða gerist, sagði Ari) sagði Nietzsche ungur. Nú er öldin þessi: Með skáldskap bjargar skáldið sjálfu sér frá glötun – en býður lesanda sínum heilræði í hérvist. Verðleikar bókarinnar felast í hógværð hennar og lítillæti, ágallinn er hins vegar sá að fátt er þar óvænt og vísnasmíðin er víða ansi lítil fyrir sér. Heilræði í hérvist BÓKMENNTIR Hlaupár Þór Stefánsson ★★ Niðurstaða: aðgengilegur og hrekklaus kveðskapur Jólabókaflóðinu fylgja ýmis vanda- mál. Lesendur þurfa ekki einasta að takast á við valkvíða varðandi hvað þeir vilja lesa, heldur þurfa þeir einnig að finna tíma til lesturs- ins. Síðast en ekki síst þarf að finna pláss í bókahillunum fyrir allan þann fjölda bóka sem dæmigerðum lestrarhesti áskotnast á aðfanga- dagskvöld. Stærsti bóksalinn á veraldar- vefnum, Amazon, hefur nú sett á markað tæki sem kann að ráða bót á síðastnefnda vandamálinu. Fyrir- tækið hefur þróað þráðlausa raf- bók sem gerir notendum sínum kleift að lesa texta af skjá. Útlit skjásins líkir fremur eftir bókar- síðu en tölvu- skjá og eykur þannig þægindi við lesturinn. Fyrirbærið kallast Kindle og getur geymt allt að 200 bækur í einu í minni sínu. Tækið er á stærð við meðalstóra kilju en er töluvert léttara. Enn sem komið er fæst það eingöngu hjá bandarískri vefsíðu Amazon. Kindle er langt því frá að vera fyrsta rafbókin sem reynir að festa sig í sessi sem arftaki hins prent- aða orðs. Risafyrirtæki á borð við Microsoft og Sony hafa árum saman reynt að fá lesendur til þess að snúa baki við bókum, en árangurinn hefur látið á sér standa. Jim Bezos, stofnandi Amazon, hefur viðurkennt að erfitt sé að markaðssetja rafbækur. „Bækur hafa verið ótrúlega þrautseigar þrátt fyrir aukin umsvif stafrænna miðla. Það er líklega vegna þess að bækur eru í raun afar þróaðir miðlar sem erfitt er að bæta,“ sagði hann nýverið á kynningarfundi fyrir Kindle. Amazon vill þó meina að grund- vallarmunur sé á nýja tækinu og fyrri rafbókum. Kindle notast við þráðlausa tækni og gerir notendum því kleift að hlaða niður bókum án þess að tengja tækið við tölvu. Amazon hefur fengið bandarískt farsímafyrirtæki í lið með sér til þess að notendur geti nálgast bækur hvar og hvenær sem er með Kindle. Amazon býður notendum Kindle einnig upp á þann möguleika að vera í áskrift að ýmsum blöðum og tímaritum sem send verða í tækið um leið og þau koma út. Nú er bara að bíða og sjá hvort Kindle verði innan nokkurra ára efst á óskalista íslenskra bókaorma. - vþ Þráðlaus bók í jólapakkann BÓK ÁN BLAÐA Jim Bezos, stofnandi Amazon.com, sést hér halda á eintaki af þráðlausu bókinni. KINDLE Tækið er handhægt eins og sjá má á þess- ari mynd. LAUGARDAGUR 24. NÓV KL. 13 TKTK: FAGOTT Í FORGRUNNI KRISTÍN M. JAKOBSDÓTTIR O.FL. Miðaverð 1500/500 kr. LAUGARDAGUR 1. DES KL. 17 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR AUÐUR GUNNARSDÓTTIR, BERGÞÓR PÁLSSON OG JÓNAS INGIMUNDARSON. SÖNGLÖG EFTIR JÓN ÁSGEIRSSON. Miðaverð 2000/1600 kr. GEFÐU UPPLIFUN ! NÝ OG FALLEG GJAFAKORT OG MARGIR FRÁBÆRIR TÓNLEIKAR Í BOÐI ! Gerðuberg • www.gerduberg.is • sími 575 7700 GERÐUBERG Fiðluleikarar: Auður Hafsteinsdóttir • Bryndís Pálsdóttir Greta Guðnadóttir • Guðný Guðmundsdóttir Halla Steinunn Stefánsdóttir • Hildigunnur Halldórsdóttir • Hjörleifur Valsson Hlíf Sigurjónsdóttir • Laufey Sigurðardóttir Lilja Hjaltadóttir • Margrét Kristjánsdóttir Martin Frewer • Sif Tulinius Sigrún Eðvaldsdóttir • Sigurlaug Eðvaldsdóttir Unnur María Ingólfsdóttir Aðgangseyrir: 1200 kr. – 600 kr. fyrir tónlistarnema Ókeypis aðgangur fyrir 12 ára og yngri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.