Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 78

Fréttablaðið - 22.11.2007, Page 78
50 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Tímaritin virtust á tímabili vera að logn- ast út af: gömlu jálkarnir Skírnir og And- vari voru einir á ferð, TMM lenti í hönd- um lýtalækna sem vildu breyta því í annað. Sem var bannað. Íhaldssamir les- endur hótuðu öllu illu, Silja Aðalsteins- dóttir var sett í einkarekstur við að halda í því lífi: nú er fjórða og síðasta hefti þess árs komið út og er helgað Jónasi: Í fyrsta hefti ársins var viðtal við Dick Ringler, þann sem helst heldur uppi orð- stír skáldsins á alþjóðavísu með þýðing- um sínum og glæsilegri heimasíðu. Í nýja heftinu er grein þar sem Ringler fer í saumana á hinni sívinsælu Dalvísu og rekur með samanburði og margvís- legum rökum snilld þess kvæðis sem okkur finnst svo einfalt. Gunnarshólmi hefur hins vegar aldrei þótt einfaldur. Hallgrímur Helgason gerir vandaða athugun á þessu kvæði, línu fyrir línu, í því augna- miði að sannfæra lesendur um að það sé í raun og veru glæsilegasta kvæði ort á íslensku. Loks stillir Guðmundur Sæmundsson þeim Jónasi og Megasi upp hlið við hlið og kannar skyldleika þeirra. Jón Karl Helgason á í heftinu kafla í óskrifaða lokaritgerð sína um Halldór Laxness í íslenskum skáldskap. Hér tekur hann fyrir leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, „Halldór í Hollywood“. Þórarinn Hjartarson gerir athugasemd- ir við skrif Þórs Whitehead og Guðna Th. Jóhannessonar um sérstakar aðgerðir gegn íslenskum sósíalistum. „Gamla efnið“ í heftinu er óborganlegt kvæði Jóhanns S. Hannessonar, „Langsóttir fuglar“. Smásaga heftisins er eftir Arndísi Þórarinsdóttur, „Hnupl“, sem hlaut önnur verðlaun í smásagnasamkeppni TMM og MENOR, meinfyndin glæpa- saga úr menningargeiranum. Bragi Ólafsson á flaggskip heftisins, prósa- ljóðið „Peruvín“; annar skáldskapur í heftinu er eftir Sigurlínu Bjarneyju Gísladóttur, Jóhann Hjálmarsson, Kristian Guttesen, Óskar Árna Óskarsson og Stefán Snævarr. Þá eru í heftinu ritdómar. Jónas er líka fyrirferðarmikill í And- vara, tímariti Þjóðvinafélagsins (132. ári): ritstjórinn Gunnar Stefánsson hefur umræðuna í inngangi: Guðmund- ur Andri Thorsson skrifar merka grein um hábrag og lágbrag eða notkun Jónasar á bragarháttum, Birna Bjarna- dóttir fjallar um hópinn í Jena og áhrif hans á Fjölni, Páll Bjarnason skoðar hinn kunna Borðsálm Jónasar sem er upportur úr kvæði eftir Heiberg. Hjalti Hugason veltir fyrir sér ævisögunni með sérstöku tilliti til bókar Þórunnar Erlu Valdimarsdóttur um Matthías Jochumsson og Stefán Pálsson skrifar hugleiðingar um vísinda- sagnaritun með dæmi af Guðmundarsögu Finnbogasonar. Þórir Óskarsson tekur upp þráðinn eftir Kall tímans eftir Kristján Jóhann Jónsson sem fjallaði um bók- menntaskrif Gríms Thomsen. Eysteinn Þorvaldsson fjallar um trúar deilur Vestur-Íslendinga og hvernig þær birtast í kveðskap. Þá er grein eftir Hannes H. Gissurarson um fátækt og ójöfnuð. Að vanda er í Andvara ritgerð um merkan íslend- ing: ferill Katrínar Thoroddsen lækn- is og frömuðar er rakinn af Kristínu Ástgeirsdóttur í langri ritgerð. And- vari er að vanda fjölbreyttur að efni. Ritið silast út: fyrsta hefti ársins er komið út helgað tungumálinu. Verður ritstjórn að taka sér tak og komast í takt við tímann. Þar er löng hugleiðing Guðna Elíssonar um orðræðuna um umhverfisvandann. Unnur Dís Skafta- dóttir skrifar um afstöðu innflytjenda til íslenskrar tungu og Birna Arn- björnsdóttir um samfélag mál- notenda. Rannveig Sverrisdóttir ræðir við- horf til táknmáls og Hanna Óladóttir um viðhorf íslendinga til eigin máls. Þá er birt grein eftir Noam Chomsky. Annað efni en meginefnið er dreift: Sigurður Pétursson skrifar um slóðir húmanista á Íslandi í upphafi, Kristin Loftsdóttir lítur til Silvíu Nætur og Magna í grein um útrásina og hnatt- væðingu þess þjóðlega. Ritstjórar Ritsins eru þeir Gauti Kristmannsson og Ólafur Rastrick. Annað hefti af Stínu þessa árs er komið út. Þar sitja í ritstjórn Guð- bergur Bergsson, Kristín Ómarsdótt- ir og Kormákur Bragason sem er gam- alt skáldheiti Braga Jósefssonar sem er drifkrafturinn bak við þetta rit sem er ný jurt á tímaritamarkaðnum, metn- aðfullt og skemmtilegt bókmennta- tímarit: þar birtist laust og bundið mál, ljóð og sögur eftir Thor, Guðrúnu Mín- ervu, Kristján Karlsson, Hallgrím Helgason, Jóhann Hjálmarsson, Kor- mák, Ingólf Gíslason, Huldar Breið- fjörð, Gerði Kristnýju og Sigurborgu Þrastar, og Halldóru Thoroddsen. Þá birtir Guðbergur skemmtilega grein um daga Gunnlaugs Scheving í Grindavík og fjallar að auki í stuttu máli um Sigurlaug Elíasson. Lungi heftisins er löng grein Kormáks Bragasonar um atómljóðið og ung- skáldin sem hófu það til virðingar svo samfélagið skalf af vandlætingu. - pbb Síðustu tímarit ársins Oft rugla menn saman hversdagslegri merkingu orðsins fallegur og hugmyndinni um listræna fegurð. Í tónlist lýsir þetta sér þannig að talið er fallegt það sem í raun er bara væmið, upptekið af snoturleik yfirborðs- ins. Trúin á sérstaka listræna fegurð var reyndar á undanhaldi á síðustu öld. Fyrr má samt rota en dauðrota. 1) Við hljótum að fallast á að listaverk búa yfir einhverri orku, einhverjum sannleika sem ekki takmarkast við yfirborðið eitt. Við getum kallað þetta fyrirbæri hvað sem við viljum. Ég hef yfirleitt kosið að notast við orðið fegurð. 2) Fallegt yfirborð eða viðmót hefur aldrei verið eina markmið listamanns. Það getur jafnvel dregið úr trúverðugleika verksins, rétt eins og pjátur eða smeðjulegt viðmót dregur oft úr trausti okkar til manna. Það er því ekki nægilegt að skynjun verks veiti einhverja nautn, Það er jafnvel ekki nauðsynlegt. Hefðu Monteverdi eða Beet- hoven verið „fagurkerar“ væru þeir öllum gleymdir í dag. Þá þekkjum við það mæta vel úr list samtímans að ófrýnilegt yfirborð dregur ekki endilega úr gildi verks. Listræn fegurð er handan við yfirborðið þótt hún skíni í gegn um það. 3) Tilfinningin sem listræn fegurð vekur líkist meira ánægjunni af einhverju sem gengur upp: Sókn í fótbolta, brandara, stærðfræðisönnun, maklegum málagjöldum. 4) Samt gengur gott listaverk aldrei upp eins og reikningsdæmi. Það magnar upp eitthvert ójafnvægi sem situr síðan í okkur. 5) Galdurinn er hins vegar sá að þetta ójafnvægi virðist rétt og nauðsynlegt þegar við skynjum verkið. Frekar vandasamt væri að lýsa nánar hvað hún er þessi nauðsyn. Stundum auðveldara að svara því eftir á en fyrirfram. 6) Listræn fegurð felst sem sagt í nauðsynlegu ójafnvægi. 7) Þetta rímar síðan við lífið sjálft. Í lífinu er ekkert til sem heitir jafnvægi. Það er hins vegar þrungið af nauðsyn. 8) Nauðsynin í verkinu helgast af kunnáttu höfundarins, ójafnvægið af innblæstri eða innsæi. Það er því kunnátta og innsæi sem getur af sér gott listaverk. 9) Því má bæta við að strangt til tekið myndast fegurðin – þetta nauðsynlega ójafnvægi – í sambandi okkar við verkið, ekki í því sjálfu. Þess vegna er erfitt að bera verk saman og gera upp á milli þeirra svo algilt sé. Þetta er eins og með ástina. Hún myndast líka í sambandi tveggja. Annaðhvort er hún eða ekki og enginn kvarði gildir víst um magnið. 10) Eða er hún dauð, fegurðin, og einlæg væmnin ein það sem eftir er? Væmni SINNEP Atli Ingólfsson Undafarin sumur hefur vesturíslenska skáldið og rithöfundurinn Bill Holm setið í Brimnesi, húsi sínu í fjörunni á Hofsósi, horft yfir fjörð- inn á Drangey og Tinda- stól og ort og skrifað. Árið 2004 kom út ljóða- bókin Playing the Black Piano þar sem hann yrkir um Skagafjörð, tónlist- ina og dauðann. Nú er komið út rit- gerðasafnið Windows of Brimnes: An American in Iceland þar sem hann horfir ekki einungis yfir fjörðinn út um gluggann á Brimnesi, heldur einnig á heimaland sitt Bandaríkin og gagnrýn- ir þau af tilfinningu, krafti og mælsku. Næstkomandi laugardag kl. 12 verða þeir Bill og sagnameistar- inn Einar Már Guðmundsson í Norræna húsinu en nýjasta skáld- saga Einars Más, Rimlar hugans er nýkomin út. Þeir munu lesa úr verkum sínum og spjalla við gesti og gangandi. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir og aðgangur er ókeypis. -vþ Sagnameistarar ræða málin BILL HOLM Vestur-Íslendingur sem yrkir um Ísland. Íslenskt trafakefli frá 18. öld er til sölu á upp- boði Bruun Rasmuss- en í Kaupmannahöfn. Matsverð á því er um hálf milljón íslenskra króna. Það gerist ekki ósjaldan að íslenskir nytjahlutir eru seldir hjá Bruun- uppboðshúsinu en þeir eru víða til í Danmörku sem eðlilegt má telja: hér voru um aldir danskir menn og því ekki skrýtið að vandaðir íslenskir gripir frá fyrri tíð dúkki þar upp stöku sinnum. Trafakefli voru notuð til að slétta lín, nokkurs konar straujárn þeirra tíma. Þetta kefli er úr beyki og skreytt eins og tíðkaðist á endum. Það er með áletrun og má líklega lesa úr henni nafn fyrsta eigandans en ekki gefa uppboðs- haldar- ar neitt uppi um hver hann er, kunna lík- lega ekki að lesa skriftina í höfðaletri. Uppboðið er þann 5. desember og er keflið til sýnis í Breiðgötu fram að því. Mögulegt er að bjóða í það á netinu kjósi menn að kom- ast yfir þriggja alda gamalt íslenskt verkfæri. - pbb Trafakefli í boði MENNING Íslenskt trafa- kefli frá átjándu öld.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.