Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 4. desember 2007 — 330. tölublað — 7. árgangur ostur.is Gómsæt gjöf fyrir sælkera Kynnið ykkur úrvalið af sælkeraostakörfum á ostur.is OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA! SIMPLY CLEVER ER MEÐ SEX LOFTPÚÐUM BJARNI SNÆBJÖRNSSON Hjólar allt og byrjar daginn í Bootcamp heilsa jól Í MIÐJU BLAÐSINS HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Bjarni Snæbjörnsson leikari tekur virkilega á þessa dagana í „bootcamp“ meðfram því að æfa í Borgarleikhúsinu fyrir Jesus Christ Superstar. „Við frumsýnum 28. desember og þetta verðu f bær sýning,“ segir Bja ivo vel upp á hvað hann lætur ofan í sig og fær sér alltaf próteinhristing eftir bootcamp-æfingarnar. „Þetta tekur svo rosalega á að vöðvarnir e b verða að fá n i Í toppformi í bootcamp HRÆÐSLA VIÐ HIVBreski Rauði krossinn birti ný-lega niðurstöður rannsóknar á viðhorfum ungmenna til HIV í tengslum við herferð sem ætluð er að vekja ungt fólk til umhugsunar um veiruna.HEILSA 2 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Bjarni er í toppformi eftir stífar bootcamp-æfingar í vetur. BAKAÐ FYRIR JÓLINElín G. Sigurðardóttir á Torfalæk, safnstjóri Heimilisiðnaðar -safnsins á Blönduósi, bakar alltaf lagtertur fyrir jólin. JÓL 3 FYRIRTÆKJAGJAFIR Afhending jólapakka mikilvægur þáttur Sérblað um gjafir fyrirtækja FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG fyrirtækjagjafirÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 P IP A R • S ÍA • 7 1 1 6 7 Prodomo er ný verslun sem býður nýjustu hönnun í ljósum og rafbúnaði og háþróaðan stjórnbúnað fyrir lýsingu, tónlist, mynd og hita. Hlíðasmári 1 / 200 KópavogurSími 520 4545 / www.prodomo.is prodomo@prodomo.is Vilja stöðugra starfsumhverfi Málmur hagsmuna- samtök eru 70 ára. TÍMAMÓT 26 Góður árangur Íslands „Það er alltaf hægt að gera betur, en það þarf ekki að koma í veg fyrir að við getum glaðst fölskva- laust yfir góðum árangri,“ skrifar Ragnhildur Vigfúsdóttir. Í DAG 20 Á röngu róli Ómar Ragnarsson segir Íslendinga á villigötum um val á Eurovision-lagi. FÓLK 42 STORMUR SUNNAN TIL Í dag verða austan 15-28 m/s sunnan til, hvassast allra syðst. Annars staðar verða 5-13 m/s. Rigning eða slydda sunnan til, snjókoma eystra, annars stöku él. Hlánar smám saman syðra. VEÐUR 4    Stefna á lokakeppni EM Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var valin í úrvalsliðið í undanriðli EM í Lithá- en. ÍÞRÓTTIR 38 VEÐRIÐ Í DAG TRÚMÁL „Texti íslenska þjóðsöngs- ins er bara alls ekki boðlegur,“ segir Matthías Ásgeirsson, formaður Vantrúar, en að undanförnu hafa átt sér stað háværar og heitar umræður um kristinfræðikennslu í leik- og grunnskólum. Vantrúarmenn setja ekki bara spurningarmerki við trúboð í skólum heldur einnig að lofa Guð í þjóðsöngnum. Slíkt getur varla talist boðlegt að mati Matthíasar. „Ef það eru tuttugu þúsund manns á Laugardalsvellinum þá eru nær tíu þúsund sem geta ekki sungið með sökum trúar sinnar eða trúleysis,“ bendir Matthías á. „Við viljum nýjan þjóðsöng sem allir geta sungið.“ - fgg/sjá síðu 42 Formaður Vantrúar: Vilja nýjan þjóðsöng VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannes- son, stjórnarformaður FL Group, mætti á skrifstofu Pálma Har- aldssonar í Fons við Suðurgötu í gærkvöldi til að ræða aðkomu Pálma að FL Group. Gangi samn- ingar eftir munu félög sem þessir menn eru í forsvari fyrir leggja inn fjármagn til að styrkja félagið. Unnið var að því að klára þessa samninga í gærkvöldi og fram á nótt. Pálmi og Jón Ásgeir vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið en sögðu að málið yrði klárað sem fyrst. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa samningar meðal annars snúist um gengi á bréfum FL Group í þessum viðskiptum. Hannes Smárason forstjóri, Magnús Ármann, Þorsteinn M. Jónsson og Kevin Stanford hafa hug á að minnka hlut sinn í félag- inu. FL Group mun eignast hlut Baugs í fasteignafélaginu Landic Property, áður Stoðum. Í staðinn fær Baugur afhent hlutabréf í FL Group. Ekki fengust upplýs- ingar um hvaða eignir eða pen- ingar myndu fylgja aðkomu Pálma Haraldssonar að félaginu. Pálmi á einnig hlut í Landic Prop- erty. Stefnt var að því að halda stjórnarfund í FL Group í gær- kvöldi til að fara yfir stöðu mála. Búið var að boða stjórnina til fundar klukkan tíu í fyrrakvöld en þeim fundi var frestað. Tekin hefur verið ákvörðun um að Hannes Smárason hætti sem for- stjóri og við taki Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri. Mun hann gegna stöðunni á næstunni þar til annað verður ákveðið. - bg Fundað um framtíð FL Group víðs vegar um borgina í gærkvöldi og nótt: Pálmi Haraldsson inn í FL FYRIR UTAN SKRIFSTOFUR FONS Í GÆRKVÖLDI Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, sótti Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar- formanns Baugs, á Suðurgötuna í gærkvöldi. Þá höfðu Jón Ásgeir og Pálmi verið að fara yfir stöðuna í FL Group. Pálmi opnaði fyrir Jóhannesi og Jón Ásgeir stóð bak við Pálma. Fundarhöld héldu áfram fram eftir nóttu á öðrum vígstöðum þar sem fram- tíð FL Group var ráðin. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRGVIN FÍKNIEFNI Þrefalt meira af kanna- bisefnum fannst innanlands en á landamærunum í fyrra. Lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins segir innlenda kannabisræktun hafa aukist. Hann spáir því að harðari fíkniefni verði einnig framleidd hér á næstu árum. Samkvæmt nýrri stjórnsýslu- úttekt Ríkisendurskoðunar um ráðstafanir gegn innflutningi ólög- legra fíkniefna fundust tæp fimmtíu kíló af kannabisefnum við landamærin árið 2003, og um tuttugu kíló innanlands. Þremur árum síðar hafði dæmið snúist við — fimmtíu kíló fundust innan- lands en aðeins fimmtán við landa- mærin. Eins virðist innflutningur á amfetamíni hafa stóraukist, en tollverðir fundu 27 sinnum meira af því í fyrra en árið 2003. Þá var lagt hald á tæp 43 kíló við landa- mærin, en eitt og hálft kíló þremur árum áður. „Við sjáum þá breytingu að inn- lend kannabisframleiðsla er meiri en hún var,“ segir Stefán Eiríks- son, lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu. „Þekking til ræktunar hefur verið að byggjast upp í undir- heimum undanfarin ár, og það var í raun fyrirsjáanlegt að þetta myndi þróast með þessum hætti.“ Hann segist spá því að töluvert stærri hluti örvandi efna, eins og amfetamíns og kókaíns, verði framleiddur hérlendis á næstu árum en verið hefur. „Við höfum fundið staði þar sem amfetamín hefur verið framleitt, og teljum að menn séu hægt og bítandi að byggja upp slíka framleiðslu hér.“ Íslensk yfirvöld komu upp um 493 tilraunir til fíkniefnasmygls á árunum 2003 til 2006, sem jafn- gildir því að smygltilraun hafi verið stöðvuð þriðja hvern dag. Þar var lagt hald á um 180 kíló af kannabisefnum, amfetamíni og kókaíni auk annarra efna. Samkvæmt útreikningum Ríkis- endurskoðunar má ætla að saman- lagt götuvirði haldlagðra fíkni- efna árið 2006 hafi numið tæplega fimm milljörðum króna. - sþs Stóraukin kannabisræktun Innlend ræktun á kannabisefnum hefur stóraukist samkvæmt tölum um haldlögð fíkniefni undanfarin ár. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins telur að verið sé að byggja upp framleiðslu á harðari efnum hérlendis. 50 40 30 20 10 0 2003 2004 2005 2006 HALDLAGT KANNABIS Í kílóum HEIMILD: RÍKISENDURSKOÐUN ■ Á landamærum ■ Innanlands LAUGARDALSVÖLLUR Áhorfendur syngja íslenska þjóðsönginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.