Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 6
6 4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA ÞÚ FÆRÐ DECUBAL Í NÆSTA APÓTEKI ÚTLENDINGAR Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu rannsakar allar vísbendingar og ábendingar um svonefnd málamyndahjónabönd, þar sem fólk gengur í hjúskap til þess að afla einstaklingi dvalar- leyfis. Ábendingum frá almenningi hefur fjölgað mikið undanfarið og tveimur hefur verið synjað um dvalarleyfi vegna gruns um að ekki sé um raunverulegt hjóna- band að ræða. „Við rannsökum allar vísbend- ingar og ábendingar um svona mál en útlendingalög setja okkur þröngar skorður og krefjast þungrar sönnunarbyrði. Niður- stöður rannsókna hafa þó leitt til þess að fólk fær ekki dvalarleyfi frá Útlendingastofnun,“ segir Þórður Eric Ericson, rannsóknar- lögreglumaður hjá útlendinga- deild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Þórður staðfestir að fyrir komi að Íslendingar giftist útlendingum fyrir peninga en hann segir afar erfitt að rannsaka slík mál. „Það þarf mun meira til en almannaróm og við þurfum að leita að sönnun í löndum sem eru jafnvel ekki með mótaða þjóð- skrá.“ Í 13. grein laga um útlendinga segir að rökstuddan grun þurfi til að synja fólki um dvalarleyfi eða kæra það. „Sönnunarbyrðin er svo ofboðs- leg að við leggjum ekki í kostnað- inn. Það þyrfti víðtækari rannsókn til þess að sanna svona mál.“ Þórður segir mismunandi hverjir tilkynni um hjónaböndin en grunsemdir hafi til dæmis vaknað af því að hjónin búa ekki saman. Þá vísi Útlendingastofnun málum til lögreglu ef grunur leiki á að ekki sé allt með felldu. Hann segir lögregluna skoða allar slíkar ábendingar enda geti hugsanlega verið um mansal að ræða. Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að afla dvalar- leyfis á grundvelli hjúskapar og engu skiptir hvort það er gert af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Þórður segir lítinn mun vera á fjölda karla og kvenna í þessum efnum, en konur sem sæki um dvalarleyfi með þessum hætti séu þó ívið fleiri. Fram hefur komið að meirihluti útlendinga sem fá svonefnt maka- leyfi komi frá löndum utan EES. „Fólki utan EES hefur verið gert erfiðara fyrir að koma til landsins. Það hættir samt ekki við að koma hingað svo það leitar annarra leiða. “ eva@frettabladid.is Málamyndahjóna- bönd rannsökuð Útlendingadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar allar ábend ingar um svonefnd málamyndahjónabönd, enda getur verið um mansal að ræða. Afar erfitt reynist að rannsaka mál Íslendinga sem hagnast á slíkum hjónaböndum. 18 0 33 1 41 6 29 6 53 9 47 7 52 2 51 6 ÚTGEFIN DVALARLEYFI MILLI ÁRA FYRIR MAKA ÍSLENSKRA RÍKISBORGARA Heildarfjöldi Ríkisborgarar utan EES 2004 2005 2006 2007 LÖG UM ÚTLENDINGA 13. grein Dvalarleyfi fyrir aðstandendur „Nú er rökstuddur grunur um að til hjúskapar hafi verið stofn- að í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis, og ekki er sýnt fram á annað með óyggjandi hætti, og veitir hann þá ekki rétt til dvalarleyfis.“ 57. grein Refsiákvæði „Það varðar sektum eða fang- elsi allt að tveimur árum ef maður af ásetningi eða stórfelldu gáleysi aflar eða reynir að afla dvalarleyfis á grundvelli hjú- skapar.“ PERSÓNUVERND Notkun fingrafara- lesara í mötuneytum Setbergs- skóla og Víðistaðaskóla í Hafnar- firði er lögleg. Persónuvernd sendi skólastjórum beggja skól- anna úrskurð sinn síðasta fimmtu- dag, eftir að nokkrir foreldrar höfðu kvartað yfir notkun fingra- faralesaranna. Fréttablaðið sagði fyrst frá notkun fingrafaralesara í stað matarkorta í mötuneytum skól- anna í lok ágúst. Þar kom fram að notkun svipaðra fingrafaralesara í mötuneytum sænskra grunn- skóla hefði verið úrskurðuð brot á persónuverndarlögum. Þá lá ekki fyrir hvort notkunin á Íslandi sam- rýmdist íslenskum lögum um per- sónuvernd. Eftir að fréttin birtist höfðu nokkrir foreldrar samband við Persónuvernd og lögðu fram form- lega kvörtun. Persónuvernd hefur nú úrskurðað í málinu og er niður- staðan sú að valkvæð notkun fingrafaralesara í mötuneytum brjóti ekki í bága við persónu- verndarlög. „Við höldum okkar striki en reynum að gæta mjög vel að því að ekki sé skannaður fingur á neinum nema til þess hafi komið samþykki,“ segir Guðríður Óskars- dóttir, skólastjóri Setbergsskóla. „Við teljum þetta þægilegt að ákveðnu leyti og mikið hagræði.“ - sþs Úrskurður Persónuverndar um notkun fingrafaralesara í mötuneytum grunnskóla: Mega skanna fingur barna MÖTUNEYTI Sláturfélag Suðurlands rekur mötuneytin tvö sem um ræðir, auk fleiri skóla um landið. Stefnt er að því að hafa fingrafaralesara í öllum mötuneytum sem fyrirtækið rekur. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VENESÚELA, AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, beið á sunnudag sinn fyrsta kosningaósigur þegar meiri- hluti venesúelsku þjóðarinnar kaus gegn stjórnarskrárbreytingum sem miðuðu meðal annars að því að auka völd hans umtalsvert. Mjótt var á mununum þar sem 51 prósent þjóðar innar kaus gegn breytingun- um en 49 með. Þegar úrslitin urðu kunn skömmu eftir miðnætti aðfaranótt mánu- dags brutust út mikil fagnaðarlæti meðal stjórnarandstæðinga. Margir felldu tár og aðrir sungu: „Og nú er hann á útleið!“ Chavez sagðist í gær hugsanlega hafa verið of djarfur að biðja kjós- endur um að samþykkja afnám allra takmarkana á því hve oft hann gæti boðið sig fram til forseta. Sagði úrslitin hafa kennt sér að „lýðræði í Venesúela er að þroskast“. Chavez ítrekaði að virðing sín fyrir úrslitunum sannaði að hann væri sannur lýðræðissinni og kall- aði hann eftir því að endir yrði bundinn á átök á götum sem kom til nokkrum sinnum í aðdraganda kosninganna. „Það er engin einræðis- stjórn hér,“ sagði forsetinn. Í forsetakosningunum fyrir ári fékk Chavez 63 prósenta atkvæða þegar hann bauð sig fram til seinna kjörtímabils. Sagði hann lélega kjörsókn meðal stuðningsmanna sinna skýra tapið nú. Kjörsókn á sunnudag var 56 prósent en var 70 prósent fyrir ári. - sdg Venesúelamenn höfnuðu stjórnarskrárbreytingum um aukin völd forsetans: Fyrsti kosningaósigur Chavez MÚLBUNDINN FORSETI Hugo Chavez virðist múlbundinn á þessu veggspjaldi stjórnarandstæðinga þar sem málað hefur verið yfir munn hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FATLAÐIR Kennaraháskóli Íslands fékk í gær Múrbrjótinn, viður- kenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar. Ólafur Proppé, rektor Kennara- háskólans, tók við viðurkenning- unni fyrir hönd skólans. Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir að ástæðan sé svokallað starfstengt diplóma- nám sem skólinn býður þroska- heftum. „Þetta er nánast einsdæmi í heiminum. Það eru ekki margar háskólastofnanir sem hafa með þessum hætti opnað dyr sínar og boðið þessum hópi til náms,“ segir Friðrik. - ghs Landssamtökin Þroskahjálp: KHÍ fékk Múrbrjótinn Fylgdist þú með keppninni um Ungfrú heim? Já 9% Nei 91% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú skráð(ur) á Facebook eða MySpace? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.