Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 54
34 4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
> KRYDDPÍURNAR AF STAÐ
Fyrstu tónleikarnir á ferða-
lagi Kryddpíanna um heiminn
fóru fram í Vancouver á sunnu-
dag við góðar undirtektir tón-
leikagesta. David Beckham var
einn tónleikagesta og gaf stúlkun-
um fimm armbönd til minnis um
þennan merkisatburð.
folk@frettabladid.is
Ashlee Simpson er á meðal þeirra stjarna sem hafa gengið í lið með tímaritinu
Seventeen í átaki sem miðar að því að breyta hugarfari ungra stúlkna hvað varðar
óánægju með líkamsvöxt. Aðrar stjörnur eru Fergie og Brittany Snow úr Hairspray,
sem sjálf hefur átt við átröskun að stríða. Ashlee gæti þó orðið umdeild, því hún
lét gjörbreyta útliti sínu með lýtaaðgerðum á síðasta ári og telst því tæplega góð
fyrirmynd.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Faðir Amy Winehouse, leigubílstjórinn
Mitch, lét verkin tala í síðustu viku,
þegar hann réðst á Pete Doherty.
Atvikið átti sér stað eftir tónleika Amy
í Brixton, þegar Mitch rakst á
Babyshambles-söngvarann
baksviðs.
Samkvæmt heimildum The
Sun er faðir Winehouse
þreyttur á drengjum sem hafa
slæm áhrif á dótturina. Fregnir
bárust þar af auki af því á
dögunum að Doherty
væri í símasambandi
við Amy nánast upp
á dag, en hann
sagðist vera að
hjálpa henni að
koma fótunum
undir sig á nýjan
leik. Mitch Winehouse virðist þó ekki
hafa verið sannfærður um hæfileika
Doherty sem ráðgjafa.
Samkvæmt The Sun réðst Mitch á
Doherty með hnefana á lofti og þar að
auki með gítar á vopni. „Hann sagði
honum að láta Amy vera, og sagði
að hann væri síðasta manneskjan
sem hún þyrfti á að halda eins og
er,“ segir heimildarmaður The
Sun. „Pete var glottandi þangað til
Mitch sneri sér við og kýldi hann,“
segir hann.
Fjölskylda Winehouse vill nú
fara með dótturina á öruggan stað
yfir jól og nýár, og að sögn The Sun
kemur Flórída sterkt inn. Eiginmaður
Winehouse
situr í
fangelsi, og
verður ekki
sleppt fyrir
jól.
Faðir Amy réðst á Doherty
FLÓRÍDAJÓL Fjöl-
skylda Amy
Winehouse
vill fara
með hana
til Flórída
yfir hátíð-
arnar til
að jafna
sig í ró og
næði.
EKKI BESTI RÁÐGJAFINN Faðir Amy
Winehouse er ekki par hrifinn af því að
Doherty skipti sér af lífi dóttur hans, og
sló til hans í síðustu viku.
Britney Spears fagnaði 26
ára afmæli sínu í kynning-
arpartíi fyrir Scandinavian
Style Mansion í Hollywood
á sunnudaginn. Söngkonan
sannaði við sama tækifæri
að hún getur verið ansi
fingralöng.
Britney Spears og Paris Hilton
voru á meðal gesta í kynningar-
partíi fyrir Scandinavian Style
Mansion á sunnudaginn, en mark-
mið fyrirtækisins er að kynna
skandinavíska hönnun í Holly-
wood. Sharon Stone var gestgjafi
kvöldsins, sem var sótt af um 400
gestum. Sagt er frá atburðum
kvöldsins á vefsíðu sænska dag-
blaðsins Aftonbladet, sem var við-
statt fögnuðinn.
Britney varð 26 ára gömul á
sunnudag og á miðnætti var henni
því færð súkkulaðikaka með nafni
hennar á. Hún lét skort á hnífapör-
um ekki stöðva sig og notaði guðs-
gafflana til að sleikja krem af
kökunni. Hún hafði áður notað þá
til enn vafasamra athafna.
Á meðal þeirra sem sýndu vörur
sínar í partíinu var merkið Berg-
lund of Copenhagen. Britney
hreifst af hvítum jakka úr leðri og
pelsi. Hún gerði sér lítið fyrir, tók
einn fyrir sig og þrjá fyrir vini
sína og yfirgaf svæðið, hönnuðin-
um Katja Berglund til undrunar.
„Sharon Stone keypti jakka.
Britney tók fjóra án þess að borga,“
sagði hún hissa. Jakkinn var verð-
lagður á andvirði um 430 þúsund
íslenskra króna, og tók Britney því
vörur fyrir andvirði ríflega 1,7
milljóna íslenskra króna.
Ekki kemur fram hvort Katja
Berglund hyggist grípa til ein-
hverra aðgerða eða hvort hún mun
líta á missi jakkanna sem rándýra
afmælisgjöf til Britneyjar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
sögur berast af fingralengd hinnar
forríku söngkonu. Í síðustu viku
greindi tímaritið Us Weekly frá
því að Britney hefði stolið hár-
kollu úr Hustler-versluninni í West
Hollywood, sem selur misdjörf
nærföt og þvíumlíkt. Eftir að söng-
konunni var neitað um að máta
nærfatastafla, þar sem búðin
leyfir það aldrei, skipti hún skapi
og reif sig úr eigin fötum úti á
miðju gólfi til að máta nærbuxur
úr búðinni. „Þetta var eins og að
eiga við barn,“ sagði einn
afgreiðslumaður við Us Weekly.
Britney varð ekki heldur vel við
þegar henni var sagt að greiða
fyrir vörur sínar en lét sig hafa
það. Í staðinn lét hún til sín taka á
leið út. „Hún fór upp að gínu, reif
hárkolluna af höfði hennar og stal
henni!“ segir heimildarmaður Us
Weekly.
Britney er þjófur
JAKKINN GÓÐI Britney Spears tók fjóra
jakka ófrjálsri hendi í kynningarpartíi
fyrir Scandinavian Style Mansion á
afmælisdegi sínum á sunnudag.
NORDICPHOTOS/GETTY
Yamaha RX-V661
7 x 90W, RMS (7.1)
SCENE
3 x HDMI,1080p stuðningur
iPod Ready
Verð 69.995 kr.
Er hljóðið jafnstórt PIPA
R
• S
ÍA
• 7
2
3
1
9