Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 55
ÞRIÐJUDAGUR 4. desember 2007 35
Lindsay Lohan vinnur nú að þriðju plötu sinni
og samkvæmt föður hennar, Michael Lohan,
vonast hún til að njóta aðstoðar
50 Cent við gerð plötunnar.
„Þau eru að ræða mögu-
leika á samstarfi. Það
hefur ekkert verið ákveðið
enn, en þau eru að tala
saman,“ segir Michael við
Life and Style. „Þau hafa reyndar
þekkst í dálítinn tíma, bara í
gegnum það að vera í sama
bransa og hittast á ýmsum
uppákomum,“ segir
hann.
Lindsay hefur
áður sent frá sér
plöturnar Speak,
sem kom út árið 2004, og A Little More Per-
sonal (Raw), sem kom út ári síðar. Fyrsta
smáskífan af seinni plötunni
bar heitið Confessions of a
Broken Heart (Daughter to
Father), en þar sendi
Lindsay einmitt áður-
nefndum föður sínum tón-
inn fyrir allan þann sárs-
auka sem hann hafði valdið
fjölskyldunni. Feðginin virðast hafa
náð sáttum á ný, eftir að Michael
heimsótti dóttur sína á með-
ferðarheimilið sem hún dvald-
ist á í Utah fyrr á árinu. Það er
því spurning hvort textar á
nýrri plötu verði jafn grimmi-
legir í hans garð.
50 Cent aðstoðar Lindsay Lohan
Joey Chestnut er 24 ára
gamall Bandaríkjamaður
sem hefur atvinnu af því
að stunda kappát. Nýlega
setti hann nýtt heimsmet í
hamborgaraáti þegar hann
torgaði 108 slíkum á aðeins
átta mínútum.
Einhverjir kynnu að halda að Joey
þessi væri yfir meðallagi þungur,
en svo er þó alls ekki. Eins og
gefur að skilja er þyngd hans
nokkuð rokkandi en þrátt fyrir að
hafa gengið í gegnum þrekraunir
á borð við að borða 108 hamborg-
ara í einum rykk hefur Joey aldrei
mælst yfir 90 kíló.
Joey uppgötvaði áthæfileika sína
fyrir tilviljun árið 2005 þegar hann
var plataður til þess að taka þátt í
árlegu aspas-kappáti Háskólans í
San Jose, sem hann stundaði þá
nám við. Joey át 3,5 kíló af aspas á
ellefu mínútum og komst að því að
magi hans er einstaklega rúmgóð-
ur, auk þess sem vélinda hans er
óvenju teygt og veldur því að hann
getur troðið mun stærri bitum ofan
í sig en eðlilegt getur talist. Á síð-
ustu tveimur árum hefur Joey sett
fjölmörg heimsmet í kappáti og er
nú svo komið að hann hefur fulla
atvinnu af því að taka þátt í
átkeppnum víða um heim.
Nýjasta afrek Joey er heimsmet
sem hann setti í lok október, þegar
hann borðaði 108 hamborgara á
rétt tæpum átta mínútum og sló
fyrra metið um 11 borgara. Að
meðaltali var Joey því rúmar 4,5
sekúndur með einn hamborgara.
„Kappát snýst alls ekki um
matar lyst eða magastærð heldur
miklu frekar um tækni,“ segir
Joey, spurður um ástæður vel-
gengni sinnar, en hann er lang-
stigahæstur á heimslista IFOCE,
alþjóðlegu kappátssamtakanna.
Joey tekur starf sitt mjög alvar-
lega og segir það alls ekkert grín
að innbyrða svona mikinn mat á
jafnstuttum tíma. „Fullt af fólki
telur að kappát sé bara grín, en
það verður að átta sig á því hvað
við erum að leggja á líkama okkar.
Á þessum átta mínútum ögra ég
líkamanum á mér eins mikið og
hægt er og það tekur hann langan
tíma að jafna
sig.“
vignir@fretta-
bladid.is
Hefur atvinnu af
því að borða hratt
TROÐIÐ OFAN Í SIG Joey Chestnut segist leggja lífið undir í hverju einasta kappáti
sem hann tekur þátt í – svo mikil séu átökin og álagið sem hann setur á líkamann.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
HEIMSMET Í EIGU JOEY
Kjöt:
4 kíló af rifnu svínakjöti á 12 mínútum, 3,8 kíló af svínarifjum
á 12 mínútum, 182 kjúklingavængir, samtals 3,2 kíló, á
12 mínútum.
Vorrúllur:
212 kjúklinga- og grænmetisvorrúllur á tíu mínút-
um.
Samlokur:
59 hnetusmjörssamlokur á 10 mínút-
um, 47 grillaðar ostasamlokur á 10
mínútum.
Pylsur:
66 pylsur á 12 mínútum.
Hamborgarar
108 hamborgarar á 8 mínútum.
AÐSTOÐARMAÐUR LOHAN Samkvæmt Michael Lohan eiga
Lindsay og 50 Cent nú í viðræðum um mögulegt samstarf.
NÝ PLATA Lindsay
Lohan vinnur nú að
gerð þriðju plötu
sinnar, en hún
hefur áður sent frá
sér plöturnar Speak
og A Little More
Personal.
Yamaha RX-V861
7 x 105W, RMS (7.1)
SCENE
3 x HDMI, 1080p stuðningur
Uppskölun í HDMI: 1080i
iPod Ready
Verð 94.995 kr.
og myndin?
Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.isOpnunartími: virka daga 9-18 | laugardaga 12-17
Yamaha RX-V3800
7 x 140W, RMS (7.1)
Dolby TrueHD og DTS-HD Master Audio
5 x HDMI 1.3a / LAN tengi / USB tengi
Uppskölun í HDMI: 1080p Full HD
iPod Ready
Verð 179.995 kr.
Með Yamaha heimabíómagnara færðu enn kröftugri hljómburð úr stóra flatskjánum
þínum. Stór mynd og öflugt hljóð haldast í hendur. Tengdu líka DVD-tækið og flakkarann
við magnarann og síðan magnarann við sjónvarpið. Þá verður allt magnað!
Piparkökur (fígúrur, kökuhús)150 g smjör
150 g púðursykur
1 1/2 dl síróp
engifer á hnífsoddi
3 tsk. kanill
1/2 tsk. negull
2 tsk. natron
1 egg
5-600 g hveiti
Setjið öll hráefni í pott nema egg og hveiti.Hrærið stöðugt í þar til suðan kemur upp.Dragið pottinn af hellunni. Blandið eggi oghveiti út í. Setjið deigið á borð, hnoðið og fletjiðsíðan út á bökunarplötu. Leggið sniðin ofaná og skerið út. Bakið við 200°C í u.þ.b. 10 mín.Takið af plötunni á meðan kökurnar eruvolgar. Skreytið me glassúr. Límið húsiðsaman með bræddum sykri. Þessi uppskrifter tilvalin í myndakökur.
Glassúr: Setjið 1 eggjahvítu í skál og sigtiðflórsykur út í smátt og smátt. Hrærið vel þartil glassúrinn verður seigfljótandi og drýpurhægt af tannstöngli.