Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 57
ÞRIÐJUDAGUR 4. desember 2007 37 Hafnarverkamaðurinn Jude ferð- ast frá Liverpool til Princeton til að finna föður sinn sem hann hefur aldrei hitt. Hann kynnist um leið háskólanemanum Max og verður ástfanginn af systur hans Lucy. Vinirnir flytjast til Greenwich Village þar sem við tekur ærsla- fullt líferni. Skömmu síðar dynur alvara lífsins yfir: kynþátta óeirðir, mótmæli gegn Víetnamstríðinu og barátta fyrir málfrelsi og borg- aralegum réttindum. Across the Universe er söngva- mynd byggð á Bítlalögum, þar sem sögusviðið er England, Banda- ríkin og Víetnam á sjöunda áratug síðustu aldar. Yfir þrjátíu Bítlalög eru flutt í myndinni, annað hvort í fullri lengd eða að hluta til, ásamt skírskotunum í Bítla-kvikmyndir og drepið á sögulegum viðburð- um. Ástarsamband þeirra (Hey) Jude og Lucy (in the Sky with Dia- monds) er rauði þráðurinn í mynd- inni, þótt hún sé jafnframt þroska- saga hins unga Jude, heillar kynslóðar og auðvitað Bítlanna sjálfra. Julie Taymor, sem hefur skilað af sér gæðamyndunum Fridu (2002) og (hinni vanmetnu) Titus (1999), fer ekki troðnar slóðir í notkun miðilsins frekar en fyrri daginn. Hún blandar saman ólík- um kvikmyndaformum, svo sem teiknimyndum, klippimyndum og leiknu efni, til að miðla sögunni. Áhætta sem stundum borgar sig eins og þegar sögupersónur heim- sækja klippimyndaveröld Mr. Kite; annars staðar vekur hún kjánahroll eins og við að sjá banda- ríska hermenn bera smækkað líkan af Frelsisstyttunni inn í frumskóga Víetnam. Feilsporin eru nokkur og þá einkum og sér í lagi afspyrnu lélegt upphafið, sem er bæði sundurlaust og óspenn- andi. Taymor er þó fyrirgefið flest vegna tækniúrvinnslu sem oft er stórskemmtileg, og svo skemmir samstilltur leikhópur ekki fyrir. Með nokkrum fínpússunum hefði útkoman vissulega orðið betri. En vegna þess hversu sjald- gæft er að bandarískir leikstjórar þori að taka listræna áhættu kann maður hreinlega betur að meta myndina, sem er engan veginn dæmigerð söngvamynd og fínasta skemmtun þegar upp er staðið. Roald Viðar Eyvindsson Ást er það eina sem til þarf KVIKMYNDIR Across the Universe Leikstjóri: Julie Taymor. Aðalhlutverk: Evan Rachel Wood, Jim Sturgess og Joe Anderson. ★★★ Þrátt fyrir ýmsa vankanta er Across the Universe frumleg og skemmtileg mynd sem er vís með að hitta í mark hjá aðdáendum Bítlanna og söngva- mynda. Hljómsveitin Spice Girls hóf endurkomutónleikaferð sína með uppseldum tónleikum í Vancou- ver í Kanada. Rúmlega fimmtán þúsund aðdáendur sáu Victoriu Beck- ham, Emmu Bunton, Mel C, Mel B og Geri Halliwell stíga á svið á stórum tónleikum í fyrsta sinn í níu ár. Síðast sungu þær fimm saman á tónleikum í Birmingham árið 1998, skömmu áður en Halliwell yfirgaf hljómsveitina. Kryddpíurnar sungu 22 lög á tónleikunum, sem stóðu yfir í tvær klukkustundir. Á meðal laganna sem þær sungu voru Wannabe og Spice Up Your Life. Kryddpíur snúa aftur Nicole Richie á von á sínu fyrsta barni eftir tvo mánuði. Hún segir meðgönguna hafa hjálpað sér að efla sambandið við líffræðilega móður sína og við föður sinn, tónlistarmanninn Lionel Richie. „Þegar ég komst að því að ég væri ólétt var eitthvað innra með mér sem fannst ég verða að taka ábyrgð á ágreiningi sem ég hef átt við foreldra mína. Pabbi talar ekki um annað en barnið en hann vill ekki vera kallaður afi,“ sagði Nicole í gríni. Nicole og Joel Madden, faðirinn tilvonandi, hafa ekki fengið að vita kyn barnsins. „Ég vil fá að vita allt strax en ekki Joel. Ef hann væri ekki alltaf með mér hjá lækninum væri ég búin að fá að vita það.“ Skötuhjúin eru enn ógift en Nicole finnst þó ekki liggja á að ganga í hjónaband. „Ég verð nú að halda einhverju eftir fyrir næstu ár,“ sagði hún í viðtali. „Ég get ekki látið allt gerast á einu ári!“ Það eiga fleiri stjörnur barnaláni að fagna því fyrrverandi Sopranos- leikkonan Drea de Matteo fæddi á dögunum dóttur sem fengið hefur nafnið Alabama Gypsy Rose. Faðir barnsins, tónlistarmaðurinn Shooter Jennings, var að vonum í skýjunum en parið hefur verið saman í sex ár. Alabama er þeirra fyrsta barn. Drea lék sem kunnugt er Adriönu La Cerva í þáttunum um mafíufjöl- skylduna og síðar í þáttun- um Joey ásamt Vininum Matt LeBlanc. Hún var allan tímann sannfærð um að hún gengi með dóttur. „Ég er að verða svo feit og held að þetta sé stelpa,“ sagði hún á sínum tíma. Sjónvarpsstjarnan Kim Kardas- hian sagði í síðustu viku að æstir aðdáendur hefðu ráðist að sér á flugvelli í New York og stolið úr far- angri sínum demantsskartgripum, Cartier-úri, fartölvu og stafrænni myndavél. Nú hafa hins vegar borist fregnir af því að lögregl- una gruni að Kim hafi logið til um atvikið í þeim tilgangi að vekja athygli á sér og þætti sínum, Keeping Up With the Kar- dashians. FRÉTTIR AF FÓLKI ÚTGÁFU- TÓNLEIKAR 9 MANNA HLJÓMSVEIT LANDSFRÆGIR LEYNIGESTIR EINU ÚTGÁFUTÓNLEIKAR BIRGITTU MIÐAR SELDIR Á MIÐI.IS 2000 KR. MIÐINN RÚBÍN ÖSKJUHLÍÐ MIÐVIKUDAGINN 5. DESEMBER KL 20:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.