Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. desember 2007 11 DÓMSMÁL Kona hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu ríflega 132 þúsund króna fyrir að skalla aðra konu á skemmtistað í Reykjanessbæ. Fórnarlambið nefbrotnaði í árásinni, sem átti sér stað á nýársnótt. Konan sem varð fyrir árásinni var stödd inni á salerni skemmti- staðarins þegar árásin átti sér stað. Hafði hún rekið á eftir árásarkonunni sem hafði verið lengi inni á klósettbás. Árásarkonan neitaði sök fyrir dómi. Dómurinn taldi sannað út frá framburði fórnarlambsins og vitna að líkamsárásin hefði átt sér stað. - jss Kona dæmd í héraðsdómi: Skallaði konu á skemmtistað UMFERÐ Evrópusambandið vill koma á fót samevrópsku neyðar- númeri og koma fyrir sjálfvirk- um búnaði í öll ný farartæki frá 1. september 2010. Persónuvernd segir um að ræða búnað sem fari sjálfkrafa í gang við umferðarslys eða fyrir tilstilli ökumanns eða farþega og tengi viðkomandi við svarstöð og gefi uppplýsingar um staðsetn- ingu og fleira. Kerfið verði annaðhvort skylda eða frjálst val: „Ef þessi leið verður farin væri það ólögmætt af hálfu trygginga- félaga, bílaleigna og fyrirtækja með bíla fyrir starfsmenn, að beita aðila þrýstingi til þess að hafa búnaðinn virkan.“ - gar Nýtt öryggiskerfi fyrir bíla: Samevrópskt neyðarnúmer Á MIKLUBRAUT Neyðarsímkerfi fyrir bíla er á teikniborðinu. DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur maður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Hæsta- rétti fyrir hrottafengna árás á þáverandi unnustu sína. Maðurinn var undir áhrifum áfengis og örvandi efna þegar hann réðst á konuna á heimili móður hennar. Hann sló hana í andlitið, reif í hár hennar, skellti höfði hennar við gólfið, tók hana kverkataki og vafði sæng um höfuð hennar svo hún átti erfitt með andardrátt. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 1.200.000 krónur í skaðabætur, og var upphæðin hækkuð um helming frá dómi héraðsdóms. - sh Fangelsi fyrir árás á unnustu: Reyndi að kæfa konu með sæng BALÍ, AP Fulltrúar frá nærri 190 löndum eru nú saman komnir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á indónesísku orlofs- eynni Balí til að ræða næstu tvær vikurnar um næstu skref í baráttunni gegn loftslags- breytingum, einkum og sér í lagi búa í haginn fyrir bindandi alþjóðlegt samkomu- lag sem tekið geti við af Kyoto-bókuninni þegar hún rennur út árið 2012. Eitt af höfuðmarkmiðum ráðstefnunnar er að búa þannig um hnúta að Bandaríkin fallist á að skerast ekki lengur úr leik í hinni hnattrænu baráttu gegn afleiðingum hlýnandi loftslags og gerist aðili að arftaka- samkomulagi Kyoto-bókunarinnar um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda út í andrúmsloftið. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa lýst því yfir að þeir ætli sér ekki að vera „hindrun“ í vegi fyrir nýju alþjóðasamkomulagi, en Bandaríkjastjórn er eftir sem áður andsnúin ýmsum þeim aðgerðum sem flest önnur ríki styðja, svo sem að ríku þjóðunum séu sett bindandi markmið um minni losun. For- svarsmenn ráðstefnunnar skoruðu á fulltrúa ríkja heims að tvínóna ekki í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum. „Augu heims- ins hvíla á ykkur,“ sagði Yvo de Boer, framkvæmdastjóri ráðstefnunnar, í gær. „Heimsbyggðin væntir nú stórs stökks fram á við.“ - aa ÞRÝSTIHÓPAR FJÖLMENNA Hér brýna fulltrúar grænfrið- unga ráðstefnufulltrúa á Balí að „sjóða ekki“ loftslagið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fulltrúar um 190 þjóða mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Balí: Kallað eftir stóru framfaraskrefi SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hyggst halda óbreyttu útsvari á næsta ári, 12,94 prósent. „Er Mosfellsbær eitt fárra sveitarfélaga sem ekki fullnýtir hámarksprósentuna,“ segir í tilkynningu sem bærinn sendi frá sér í tilefni af fjárhags- áætlun næsta árs. Hámarkspró- senta útsvars er 13,03. Heildartekjur Mosfellsbæjar eru áætlaðar 4.065 milljónir króna og gjöldin 3.798 milljónir. Meðal nýjunga eru heimagreiðsl- ur til foreldra eins til tveggja ára barna. Verja á 775 milljónum til uppbyggingu skólamannvirkja, meðal annars framhaldsskóla. - gar Fjárhagsáætlun í Mosfellsbæ: Hækka útsvarið ekki upp í topp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.