Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 52
32 4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is Slegist er um hylli barnanna nú dagana fyrir jól. Nýr leikhópur stígur á stokk í Skemmtihúsinu við Laufásveg þar sem þrír ungir leik- arar skemmta og hræða í rúma klukkustund. Tveir 130 ára trölla- strákar, synir Grýlu, þeir Skrápur og Lápur álpast inn um gluggann í herberginu hennar Sunnu litlu. Hún skildi gluggann eftir opinn til þess að jólasveinninn kæmist nú örugglega með glaðninginn í skó- inn. Tröllastrákarnir voru komnir til byggða til að leita að jólaskap- inu, en það þekktu þeir alls ekki því þeir eru ekki með í stóra jóla- sveinahópnum sem venjulega kemur til að hitta mannabörnin. Sagan er þó nokkuð skemmtileg og það sem einkenndi leik þessara ágætu ungmenna var að þau töl- uðu skýrt og vel og þó piltarnir væru á köflum ansi groddalegir og sumum áhorfendum af yngstu kynslóðinni hafi þótt öruggara að skríða upp í fang hinna eldri þá var greinilegt að krakkarnir hrif- ust af þessu þríeyki, tengdust og kynntust persónum verksins vel. Það eru mikil meðmæli með leik- sýningu sem ætluð er börnum. Það er ekkert verið að flækja hlutina með einhverju skrauti og útflúri. Aðalhláturgusur úr hópi áhorf- enda voru þó úr hálsi fullorðinna því ýmsum smáatriðum úr okkar veruleika í dag var vafið inn í verkið. Leiðindaskjóða sem kom til dyra í helli Grýlu þegar Sunna litla bankaði þar upp á þóttist til að mynda vinna í sjoppu þar sem hún taldi það vera hið eina sem mann- anna börn gætu skilið. Grýlan birtist heillandi og ógur- leg í daufri birtu, svo stór að hún náði alveg upp í loft í húsinu og glyrnurnar glóðu þannig að sumum varð nú ekki alveg um sel. Það var ekki laust við að full- orðnum brygði líka oft við því gassagangurinn einkenndist af skyndilegum stökkum og kippum. Samferðakona mín á fjórða ári sagði til dæmis margsinnis, oh nú brá mér. Malt og appelsín leika stórt hlutverk í leitinni að hinni sönnu jólastemningu. Lápur og Skrápur læra að blanda þessum eðaldrykkjum í réttum hlutföllum og eftir sýninguna var mannskapn- um svo boðið upp á þennan alíslenska kokkteil. Hvernig á að meta sýningu sem ætluð er litlum börnum? Kannski fyrst og fremst eftir því hvort þau hafa verið með og áhrifin hafi verið einhver. Litla samferða konan mín sofnaði um kvöldið með pró- grammblaðið í höndunum og sagð- ist vera vinkona hennar Sunnu og Sunna var manneskjan sem talað var um við kvöldverðarborðið. Hlutverk Sunnu lék Andrea Ösp Karlsdóttir og sendi geisla sína vel út til barnanna, naut sín vel og fór aldrei yfir mörkin í hinu smábarnalega sem því miður er lenska meðal leikkvenna sem lent hafa í barnahlutverkum. Hún beitti andlitinu vel, talaði vel og hreyfði sig eðlilega án þess að þykjast vera smábarn. Þetta var í alla staði skemmti- leg sýning bæði fyrir börn og full- orðna, aðstandendur hefðu átt að vinna aðeins meira með ljósin, beita þeim betur á einstaka atburði og persónur og alveg hefði mátt sleppa hinum leiðin- lega reyk sem átti að vera snjó- stormur en varð bara til þess að loftið varð þungt í þessu litla rými. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson hefur sterka sviðsnærveru og lá við að þetta rými spryngi utan af honum. Það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Ólafur S.K. Þorvaldz sem lék bróðurinn Láp hefur einnig góða nærveru og er duglegur að tala með fullan munninn sem vakti hneykslan nokkurra leikhúsgesta. Önnu Bergljótu Thorarensen tekst vel að koma frásögninni til skila þó það hefði verið í lagi að leika aðeins á lágu nótunum af og til og eins nýta sér töframátt ljóssins. Sagan er nokkuð frum- leg, það er ekki verið að kreista úr sér neinar óskiljanlegar þulur. Elísabet Brekkan Kl. 20 Kvikmyndasafn Íslands sýnir myndina Hvísl og hróp eftir Ingmar Bergman í Bæjarbíói, Strandgötu 6 í Hafnarfirði, í kvöld kl. 20. Myndin, sem er frá árinu 1972, fjallar um erfið sambönd systra í Svíþjóð á 19. öld. Miðaverð er 500 kr. Túrbínusalur listasafnsins Tate Modern í Lundúnaborg er með þekktari sýningarsölum heimsins, enda hefur stefnan þar verið sú að hýsa stórgerð og oft og tíðum stórfengleg verk. Íslendingum er væntanlega enn í fersku minni að salurinn hýsti gula sól landa okkar Ólafs Elíassonar fyrir fáum misserum síðan. Í október síðastliðnum var tekið til sýningar í salnum nýtt verk eftir listamanninn Doris Salcedo. Verkið nefnist Shibboleth og hefur reynst heldur umdeilt þann skamma tíma sem það hefur verið til sýnis. Shibboleth er sprunga sem hlykkjast um gólf 167 metra langs salarins. Hún byrjar örmjó, nánast ósýnileg, við innganginn að rýminu, en er orðin að breiðri og djúpri gjá þegar í hinn enda salarinns er komið. Listamaðurinn Salcedo hefur sagt að verkið eigi að tákna skilningsleysið og hræsnina sem ríkjandi er í samskiptum ólíkra kynþátta í fjölmenningarsamfélögum. Umræðan sem skapast hefur um verkið er þó líkast til ekki á þeim forsendum sem Sal- cedo hefði sjálf kosið. Málið snýst nefnilega um hvort almenningi stafi hætta af verkinu og hvort stjórnendum safnsins beri að girða það af með einhverjum hætti. Svo óheppi- lega vill nefnilega til að hvorki meira né minna en fimmtán manns stigu í sprunguna á fjórum fyrstu sýningarvikum hennar og slösuðust sumir talsvert á fótum. Stjórnendur safnsins hafa frá því að verkið var tekið til sýningar haft óvenju marga verði á vappi um túrbínusalinn til þess að vara safngesti við hættunni. Að auki hafa viðvör- unarskilti verið sett upp úti um allan sal til þess að minna gesti á sprunguna. Þó virðist sem að þessar varúðarráðstafanir dugi ein- faldlega ekki til og halda kærulausir safngestir því ótrauðir áfram að detta í verkið. Komið hefur til umræðu að hylja sprung- una með glærri plasthlíf, en líklegt þykir að allar tilraunir til þess að girða verkið af eða að hylja það á nokkurn hátt muni draga úr krafti verksins. Því verður sprungan enn um sinn óvarin þrátt fyrir slysin. - vþ Gestir þjást fyrir listina SHIBBOLETH Þessi hættulega sprunga er í raun listaverk. LEIKLIST Lápur, Skrápur og jólaskapið eftir Snæbjörn Ragnarsson. Tónlist: Arngrímur Arnarson og Snæbjörn Ragnarsson. Lýsing: Arnar Ingvarsson. Höfundur: Snæbjörn Ragnarsson. Leikstjóri: Anna Bergljót Thorarensen. Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Guðjón Þorsteinn Pálm- arsson og Ólafur S. Þorvaldz. Frumsýning í Skemmtihúsinu 1. desember . ★★★★ Þetta er góð skemmtun fyrir nútíma- börn og afa þeirra og ömmur. Hvað er jólaskap? Óperukórinn í Reykjavík hefur haft þann sið að flytja meistaraverkið Sálumess- una eftir Mozart upp úr miðnætti þann 4. desember hin síðari ár í Langholts- kirkju. Sálumessan er eins og kunnugt er síðasta verkið sem Wolfgang Amadeus Mozart samdi og hafa spunnist sögur um tilurð þess sem notaðar eru með áhrifamikl- um hætti í Amadeus, bæði leik- verkinu sem hér var sýnt í fyrra og í kvikmynd Milos Forman sem mörgum er minnisstæð. Hefjast tónleikarnir jafnan kl. 00.30, það er hálf eitt, Ástæða þessa sér- stæða tónleikatíma – kl. 00.30 aðfaranótt 5. desember – er sú að verkið er flutt á dánarstundu tónskáldsins sem lést laust eftir miðnætti aðfaranótt 5. desember 1791, aðeins 35 ára að aldri. Vitandi að hverju stefndi lagði hann síðustu krafta sína í að reyna að ljúka tónsmíðinni, en það tókst ekki, og eru því loka- kaflar verksins samdir af nem- anda hans Syßmayr. Tónleikum Óperukórsins mun ljúka á síð- ustu tónunum sem Mozart samdi og skráði. Flytjendur eru Óperu- kórinn í Reykjavík ásamt hljóð- færaleikurum úr Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, en einsöngvarar eru þau Auður Gunnarsdóttir, Nanna María Cortes, Björn I. Jónsson og Davíð Ólafsson, en Garðar Cortes stjórnar. Tónleikarnir nú eru helgaðir minningu tónlistarmanna sem starfað hafa með kórnum í áranna rás og létust allir á árinu 2007; söngvararnir Guðmundur Jónsson, Hjálmar Kjartansson og Kristinn Hallsson, Jón Sig- urðsson bassaleikari og Richard Talkowsky sellóleikari, en allir voru þeir í forystu íslenskra tón- listarmanna um langt árabil. Er helgun tónleikanna í senn virð- ingar- og þakkarvottur, en jafn- framt viðeigandi: sálumessan er jú samin sem lofgjörð og saknað- arkveðja. Áhugasamir ættu að vaka inn í nóttina og sækja þessa sérstöku andakt sem Óperukór- inn í Reykjavík stendur fyrir upp úr miðnætti í Langholtskirkju. - pbb Sálumessan í nótt 7. og 8. des uppselt 30. des GUÐMUNDUR JÓNSSON KRISTINN HALLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.