Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 58
38 4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
Málþing um forvarnir og aðgerðir gegn einelti
og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum
5. des. 2007 á Grand Hóteli
Málþingið hefst með skráningu og morgunverði kl. 8:00.
Formleg dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10.15
Málþingið er ætlað þjónustuaðilum í vinnuvernd, fulltrúum
stjórnsýslu, heilbrigðisstarfsfólki, fulltrúum samtaka á
vinnumarkaði, stjórnendum og starfsmönnum á vinnustöðum og
öðrum sem áhuga hafa á málefninu.
Dagskrá
8:00 Skráning og morgunverður
8:30 Forvarnir og aðgerðir gegn einelti og kynferðislegri
áreitni
Ása G. Ásgeirsdóttir, fagstjóri, Vinnueftirlitinu
8:50 Einelti frá sjónarhorni meðferðar- og
þjónustuaðila í vinnuvernd
Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur
9:10 Einelti og kynferðisleg áreitni - lögfræðilegt
sjónarhorn
Lára V. Júlíusdóttir, hrl
9:30 Pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa
atvinnulífsins, vinnustaða, félagasamtaka o.fl.
10:00 Samantekt
10:15 Slit
Fundarstjóri: Valgeir Skagfjörð, stjórnarformaður Regnbogabarna
Aðgangseyrir er kr. 1500 og er morgunverður innifalinn.
Þátttaka tilkynnist í netfangið gudrun@ver.is
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Gróttu, fór mikinn með
íslenska kvennalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins í hand-
bolta sem fram fór í Litháen á dögunum. Íslenska landsliðið náði
frábærum árangri í mótinu og endaði í öðru sæti síns riðils og Anna
Úrsúla var enn fremur valin í úrvalslið mótsins. „Þetta var frábær
árangur hjá okkur og við getum verið mjög sáttar,“ sagði
Anna Úrsúla og kvað sterka liðsheild lykilinn að
góðum árangri liðsins. „Það hafa margar ungar
stelpur komið inn í liðið upp á síðkastið
og staðið sig frábærlega og fallið vel inn í
hópinn. Það er virkilega góður andi í liðinu
og það skiptir rosalega miklu máli að allar
stelpurnar eru að vinna vel saman og taka
allar jafna ábyrgð,“ sagði Anna Úrsúla
sem missti af eina tapleik Íslands,
19-35 gegn Litháen, vegna veik-
inda. „Það var náttúrulega erfitt
að fá svona skell í fyrsta leik, en
við sýndum mikið keppnisskap
með því að koma svona sterkar til baka. Ég var sérstaklega ánægð
með varnarleikinn sem gekk vel í síðustu fjórum leikjum okkar í
mótinu. Ég og Rakel Dögg höfum spilað oft saman í miðju varnar-
innar og þekkjum hvor aðra mjög vel og það hjálpar vissulega til.
Annars var talandinn í öllu liðinu mjög góður og við getum klárlega
byggt á þessu upp á framhaldið,“ sagði Anna Úrsúla sem setur
markið á lokakeppni Evrópumótsins. „Við megum ekki
sitja á bleiku skýi allt of lengi, heldur verðum við að sjá
til þess að við vinnum umspilsleikina og markmiðið
er klárlega að komast loksins á lokakeppni Evrópu-
mótsins,“ sagði Anna Úrsúla. Landsliðið er eitt af
tuttugu liðum sem tekur þátt í umspili um tíu laus
sæti á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer
í Makedóníu í desember á næsta ári. Umspils-
leikirnir fara fram næsta vor og spilað verður
heima og heiman. Hafi landsliðið betur í við-
ureignum sínum næsta vor verður það í fyrsta
skipti sem kvennalandslið Íslands í handbolta
kemst á lokakeppni stórmóts.
ANNA ÚRSÚLA GUÐMUNDSDÓTTIR: LÉK VEL MEÐ LANDSLIÐINU OG VALIN Í ÚRVALSLIÐ MÓTSINS Í LITHÁEN
Markmiðið að komast á lokakeppni EM 2008
> Ásthildur leggur skóna á hilluna
Ásthildur Helgadóttir hefur lagt knattspyrnuskóna á
hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla og er á heimleið. Ást-
hildur ákvað að gera ekki nýjan samning við Malmö þar
sem hún hefur spilað frá árinu 2003 en hún lék ekkert
seinni hluta tímabilsins vegna umræddra
meiðsla. Þetta er mikill missir fyrir A-lands-
liðið, sem er í harðri baráttu um að vinna
sér sæti á Evrópumótinu 2009. Lands-
liðið tapaði sem dæmi eina leiknum
sem landsliðsfyrirliðinn hefur misst
af. Ásthildur er uppalin í Breiðabliki
og menn voru fljótir að orða hana
við þjálfarastöðuna hjá kvennaliði
félagsins sem er án þjálfara eftir að
Jörundur Áki Sveinsson hætti.
HANDBOLTI Fram vann Stjörnuna
33-32 í 8-liða úrslitum Eimskips-
bikars karla í handbolta eftir tví-
framlengdan leik í Safamýrinni í
gærkvöldi. Staðan var 24-24 eftir
venjulegan leiktíma en 30-30 eftir
fyrri framlenginguna og í bæði
skiptin voru það heimamenn í
Fram sem jöfnuðu leikinn gegn
bikarmeisturum tveggja síðustu
ára. Björgvin Páll Gústavsson var
hetja Framara en hann varði 27
skot og fór á kostum í seinni fram-
lengingunni.
Stjörnuliðið var búið að vinna
ellefu bikarleiki í röð fyrir leikinn
í gær og hafði ekki tapað bikarleik
síðan 27. október 2004.
Greinilegt var frá fyrstu mín-
útu að bæði liðin ætluðu að selja
sig dýrt í þessum mikilvæga leik.
Leikurinn var hraður og gríðar-
lega skemmtilegur í byrjun og
jafnræði var með liðunum framan
af leik. Staðan var jöfn 5-5 þegar
rúmar tíu mínútur voru liðnar af
leiknum. Gestirnir í Stjörnunni
skoruðu svo næstu tvö mörk, áður
en heimamenn í Fram svöruðu
með fjórum mörkum í röð og stað-
an því orðin 9-7 þegar um 20 mín-
útur voru liðnar af leiknum.
Munurinn var svo 2-3 mörk, Fröm-
urum í vil, á síðustu mínútum hálf-
leiksins, þangað til Stjörnumenn
minnkuðu muninn niður í eitt
mark, 14-13, í síðustu sókn sinni í
fyrri hálfleik.
Markmenn liðanna, Björgvin
Páll Gústavsson hjá Fram og Rol-
and Valur Eradze hjá Stjörnunni,
voru í fínu formi og sáu til þess að
markaskorunin fór ekki upp úr
öllu valdi í annars mjög hröðum
leik í fyrri hálfleik. Seinni hálf-
leikur var æsispennandi og
hnífjafn. Staðan var jöfn 15-15 og
19-19 og spennustigið var gríðar-
lega hátt. Stjarnan komst svo yfir
í leiknum, 19-20, í fyrsta skiptið
síðan í stöðunni 6-7 þegar tæpar
tíu mínútur voru eftir af leiknum.
Lokamínúturnar voru gríðarlega
spennandi svo ekki sé meira sagt
og Stjarnan var yfir þegar 20 sek-
úndur lifðu leiks, en Fram náði að
jafna 24-24 og þar við sat og því
þurfti að grípa til framlengingar.
omar@frettabladid.is
Fram komið í undanúrslit
Bikarmeistararar tveggja síðustu ára í Stjörnunni eru úr leik í Eimskips-
bikarnum eftir 33-32 tap fyrir Fram í tvíframlengdum leik í Safamýri í gær.
RUÐNINGUR? Framarinn Einar Ingi Hrafnsson fer inn af línunni en Stjörnumaðurinn
Heimir Örn Árnason er að reyna að fiska á hann ruðning. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Eimskipsbikar karla:
Fram-Stjarnan 33-32 (30-30, 24-24)
Mörk Fram: Filip Kliszczyk 7, Jóhann Gunnar
Einarsson 6, Einar Ingi Hrafnsson 4, Halldór
Jóhann Sigfússon 4, Rúnar Kárason 3, Hjörtur
Hinriksson 2, Guðjón Finnur Drengsson 2, Stefán
Baldvin Stefánsson 2, Haraldur Þorvarðsson 2,
Jón Þorbjörn Jóhannsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 27, Magnús
Gunnar Erlendsson 8
Mörk Stjörnunnar: Heimir Örn Árnason 11, Björg
vin Hólmgeirsson 6, Kristján S. Kristjánsson 5,
Gunnar Ingi Jóhannsson 3, Ólafur Víðir Ólafsson
3, Volodymyr Kysil 2, Ragnar Helgason 2, .
Varin skot: Roland Valur Eradze 24
Þróttur V.-Víkingur 25-35
Mörk Þróttar Vogum (skot): Brynjar Þór Hreins
son 8/4 (8/4), Ingólfur Axelsson 6/2 (17/3),
Eymar Kruger 6 (16), Sigmundur Lárusson 2 (2),
Bjarni Ingimarsson 1 (3), Ástþór Guðmundsson 1
(4), Jóhannes Jóhannesson 1 (4).
Varin skot: Hlynur Jóhannesson 8 (35/5) 22%
Hraðaupphlaup: 3 (Ingólfur, Brynjar, Sigmundur)
Mörk Víkings (skot): Ásbjörn Stefánsson 14/5
(16/6), Brynjar Loftsson 6 (9), Sverrir Hermans
son 5 (9), Pálmar Sigurjónsson 3 (4), Sveinn Þor
geirsson 3 (9), Hjálmar Arnarsson 2 (2), Hreiðar
Haraldsson 2 (2).
Varin skot: Erlingur Reyr Klemenzson 17/1
(33/5) 51%, Björn Viðar Björnsson 9 (20/1) 45%
Hraðaupphlaup: 16 (Ásbjörn 5, Brynjar 4,
Pálmar 3, Sveinn 2, Sverrir).
Enska úrvalsdeildin:
Man. Utd.-Fulham 2-0
1-0 Cristiano Ronaldo (10.), 2-0 Ronaldo (58.)
STAÐAN Í DEILDINNI:
1. Arsenal 14 11 3 0 31:11 36
2. Man. Utd. 15 10 3 2 25:7 33
3. Chelsea 15 9 4 2 22:9 31
4. Liverpool 14 8 6 0 26:6 30
5. Man. City 15 9 3 3 19:15 30
6. Portsmouth 15 7 6 2 25:13 27
7. A. Villa 15 8 3 4 26:16 27
8. Blackburn 15 7 5 3 20:18 26
9. Everton 15 7 3 5 26:16 24
10. West Ham 14 5 4 5 19:12 19
11. Newcastle 14 5 3 6 20:24 18
12. Birmingh. 15 4 2 9 16:24 14
13. Reading 15 4 2 9 18:32 14
14. Sunderl. 15 3 4 8 15:29 13
15. Fulham 15 2 7 6 18:24 13
16. Tottenham 15 2 6 7 26:28 12
17. Bolton 15 2 5 8 12:22 11
18. Middlesbr. 15 2 5 8 13:27 11
19. Wigan 15 2 3 10 11:26 9
20. Derby 15 1 3 11 5:34 6
ÚRSLITIN Í GÆR
FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo skor-
aði bæði mörk Manchester Unit-
ed í 2-0 sigri á Fulham á Old
Trafford í ensku úrvalsdeildinni í
gær. United komst þar með aftur
upp í annað sæti deildar innar en
þetta var sjöundi heimasigur liðs-
ins í röð í deildinni.
Ronaldo skoraði fyrra markið
með laglegu skoti eftir aðeins tíu
mínútna leik en það síðara kom
með skalla á 58. mínútu leiksins.
Portúgalinn snjalli fékk nokkur
tækifæri til þess að innsigla
þrennuna en tókst ekki að bæta
við marki frekar en félögum hans
í United-liðinu.
Ronaldo hefur þar með skorað
þrettán mörk á tímabilinu, þar af
átta í deildinni, þar sem hann er
nú markahæstur ásamt þeim
Emmanuel Adebayor hjá Arsenal,
Benjani hjá Portsmouth og
Robbie Keane hjá Tottenham.
Wayne Rooney lék sinn fyrsta
leik eftir meiðslin en skorti
greinilega leikæfingu og var
skipt út af á 72. mínútu. - óój
Manchester United upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Fulham:
Ronaldo skoraði bæði mörkin
ÞRETTÁN MÖRK Cristiano Ronaldo hefur
verið sjóðheitur í síðustu leikjum.
NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Bikarævintýri Þróttar
úr Vogum er búið í ár. Stuðnings-
menn Þróttar buðu upp á eina
mögnuðustu bikarstemningu í
áraraðir en það dugði ekki til er
liðið tapaði fyrir Víkingi, 25-35.
Þróttur, sem leikur ekki í deildar-
keppni, hélt í við 1. deildar lið
Víkings framan af en þegar á leið
leikinn voru Víkingar einu núm-
eri of stórir eins og við var búist.
Goðsögnin Sigurður Sveinsson
er þjálfari Þróttara en hann sagði
liðið hafa ætlað að standa betur í
Víkingi. ,,Við ætluðum að fara
rólega í þetta og halda í við þá í
fyrri hálfleik. En við missum þá
strax í 6-1 og þá er þetta orðinn of
mikill eltingaleikur,“ sagði
Sigurður, sem gerði góðlátlegt
grín að „stjörnunum“ í liði sínu.
,,Við erum með menn sem eiga
að geta betur, en sumir þeirra
voru bara ekki að standa sig í
dag,“ sagði Siggi kátur í bragði.
Reynir Þór Reynisson, þjálfari
Víkings, hrósaði Þróttar-liðinu í
hástert. „Þetta Þróttaralið er
gífulega seigt og mjög vel
mannað. Á endanum vorum við í
betra formi og ég er mjög
sáttur.“
Landsliðsmarkvörðurinn fyrr-
verandi segist hlakka til að leika
til undanúrslita. ,,Eins og er erum
við ennþá með í þessari keppni
og við fáum heimaleik næst
þannig að við strákarnir hlökkum
bara mikið til að takast á við það
verkefni.“ - tom
Víkingar slógu Þrótt úr Vogum út úr Eimskipsbikarnum í Strandgötu í gærkvöldi:
Mögnuð bikarstemning
HVAÐ ERTU AÐ GERA? Sigurður Valur
Sveinsson talar við sína menn í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON