Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 53
ÞRIÐJUDAGUR 4. desember 2007 Bergur Thorberg opnaði um helg- ina sýningu á kaffiverkum sínum í Gallery Art Iceland á Skóla- vörðustíg 1a. Sýninguna nefnir Bergur „Biðhetjur-Biðenglar“. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna er viðfangsefni Bergs biðin. Í myndunum veltir hann fyrir sér hverju við bíðum eftir og hvernig við verjum bið- tíma okkar. Biðstaðan felur óhjá- kvæmilega í sér hugmyndina um framtíð, ljósa eða óljósa, og gerir Bergur sér mat úr þeirri kyrr- setu sem í biðinni er fólgin. Bergur hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum á Íslandi og víðs vegar í Evrópu og Ameríku. Hann notar kaffi í verkum sínum og vinnu- ferlið er sérstakt að því leyti að verkin eru unnin á hvolfi og án þess að listamaðurinn snerti beint flötinn sem þau eru unnin á. Þetta óvenjulega verklag leiðir til verka sem eru vel þess virði að kynna sér nánar. - vþ Eftir hverju er beðið? Samtökin IBBY á Íslandi voru stofnuð fyrir 22 árum og hafa á þessum tíma unnið markvisst að því að efla barnabókmenntir og aðra barnamenningu. Meðal ann- ars gefa samtökin tvisvar á ári út tímaritið Börn og menning sem fjallar um barnamenningu út frá margvíslegum sjónarhornum. Nýverið kom út hausthefti 22. árgangs þessa áhugaverða tíma- rits. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda. Í tilefni 100 ára fæðingar- afmælis Astridar Lindgren nú í nóvember skrifa Katrín Jakobs- dóttir, Erna Erlingsdóttir og Guð- rún Lára Pétursdóttir greinar um bækur höfundarins auk þess sem Sigþrúður Gunnarsdóttir segir frá pílagrímsferð sinni á heimaslóðir Astridar. Í haust eru liðin 150 ár frá fæðingu rithöfundarins og prestsins Jóns Sveins sonar, Nonna, og minnist Björn Bjarna- son þess víðförla og merkilega manns. Á meðal annarra höfunda sem fjalla um barnabækur og barnaleikhús í blaðinu eru Bryn- hildur Björnsdóttir, Hermann Stefánsson, Ingólfur Gíslason, Þorgerður Jörundsdóttur og Æsa Guðrún Bjarnadóttir. Þá má í blað- inu finna viðtal við höfundinn og þýðandann Rúnar Helga Vignis- son og Stefán Pálsson skrifar pistil um tombólur fyrr og nú, en vin- sældir slíkra hlutaveltna virðast síður en svo fara dalandi í vin- sældum á meðal íslenskra barna. - vþ Nonni, Lindgren og börnin ÖRN ÁRNASON Flytur revíutónlist í Iðnó ásamt Soffíu Karlsdóttur. Í tilefni af 110 ára afmæli Iðnó hafa þau Soffía Karlsdóttir söngkona og Örn Árnason leikari sett saman dagskrá þar sem þau rifja upp nokkur revíu- lög, bæði þekkt og óþekkt. Söngvarnir sem fluttir eru á sýningunni eru frá árunum 1902-1950. Nokkur þessara laga hafa ekki verið flutt síðan þau voru frumflutt og eru mörg þeirra hreinar gersemar. Margar revíur voru sýndar við miklar vinsældir á árunum 1930- 50 eins og hefur tónlistin úr þeim lifað áfram með þjóðinni. Sýningin í Iðnó ætti því að vera flestum kærkomið tækifæri til að upplifa sönglist fyrri ára og ylja sér við minningarnar í svartasta skammdeginu. Næsta sýning er á föstudaginn kemur og hefst kl. 20. Miðaverð er 2.900 kr., en innifalið í því er glæsilegt smurbrauð að dönskum sið. - vþ Revíulög í Iðnó BIÐSTAÐA Eitt af verkum Bergs. Sýning á teikningum japanskra og akureyrskra barna verður opnuð í dag í Ketilhúsinu á Akureyri. Viðfangsefni teikninganna er „friður“, en það verður að teljast sérlega viðeigandi í jólamánuðin- um. Sýningin var upphaflega sett upp í Borgarbókasafninu í Reykjavík í tilefni þess að friðarsúla Yoko Ono var tendruð á afmælisdegi Johns Lennon 9. október síðastlið- inn. Á sýningunni í Reykjavík mátti sjá teikningar reykvískra barna úr þremur leikskólum og einum grunnskóla við hlið teikninga barna frá japönsku borginni Chiryu, en nú hafa myndir eftir nemendur Lundar- skóla og Hlíðarskóla á Akureyri tekið stað reykvísku myndanna. - vþ Friður í Ketilhúsinu FRIÐARSÚLA YOKO ONO Í VIÐEY Tákn um frið. BÖRN OG MENNING Haustheftið er komið út. ASTRID LINDGREN Fjallað er um verk hennar í tímaritinu Börn og menning. www.ferdamalastofa. is Lækjargata 3 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 464 9990 | Fax 464 9991 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum Eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest eftir hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndar íslenskri náttúru. HVERJIR GETA SÓTT UM: Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða, og mikilvægi aðgerðanna vegna náttúruverndar. Einnig verður tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila. Ekki verður sérstak- lega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum. UMSÓKNARFRESTUR: Umsóknafrestur er til 28. janúar 2008 MEÐFYLGJANDI GÖGN: Með öllum umsóknum skal skila inn gögnum er sýna fram á mikilvægi framkvæmdarinnar sem og skriflegt samþykki hlutaðeigandi aðila s.s. landeigenda, sveitafélags, og umhverfisyfirvalda ef með þarf. HVAR BER AÐ SÆKJA UM: Umsóknir berist á rafrænu umsóknareyðublaði sem finna má á heimasíðu Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsóknum á eyðublöðum sem fást á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi í síma 464-9990 eða með vefpósti valur@icetourist.is Ferðamálastofa starfar samkvæmt lögum frá 1. janúar 2006 Verkefni Ferðamálastofu eru einkum: 1. Útgáfa leyfa, skráning á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. 2. Þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu, þ.e. framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, samræming umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, svæðisbundin þróun og alþjóðlegt samstarf. 3. Markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu, í samræmi við ákvörðun ráðherra hverju sinni. Ferðamálastofa starfrækir fimm skrifstofur í fjórum löndum, Reykjavík, Akureyri, Kaupmannahöfn, Frankfurt og New York. Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2008, sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi fyrir alla að áningastöðum. Úthlutað verður um 50 milljónum og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka: 1. TIL MINNI VERKEFNA: Úthlutað verður til minni verkefna í umhverfismálum. Aðallega verða veittir styrkir til efniskaupa. Hámarks- upphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur. Til ráðstöfunar eru um 10 milljónir króna. 2. TIL STÆRRI VERKEFNA Á FJÖLSÓTTUM FERÐAMANNASTÖÐUM: Veittir verða styrkir til stærri verkefna þar sem umsækjendur stýra framkvæmdum og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnu-reglur: a) Um er að ræða svæði eða staði sem verulegur fjöldi ferðamanna sækir heim. b) Megin áhersla verður lögð á að styrkja svæði þar sem fullnaðarhönnun og framkvæmdaleifi liggur fyrir, þó getur hluti af styrkupphæð farið til vinnu á deiliskipulagi. c) Hluti af styrkupphæð Ferðamálastofu getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð. d) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. e) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. f) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (d) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. g) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega. 3. TIL UPPBYGGINGAR Á NÝJUM SVÆÐUM: Veittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að ferðamönnum nýtist viðkomandi svæði. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: a) Styrkupphæð getur aldrei orðir hærri en sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði. b) Megin áhersla verður lögð á að styrkja svæði þar sem samþykkt deiliskipulag liggur fyrir, þó getur hluti af styrkupphæð farið til vinnu á deiliskipulagi. c) Hluti af styrkupphæð Ferðamálastofu getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð. d) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. e) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. f) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (e) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. g) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samning milli Ferðamálastofu og styrkþega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.