Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 4
4 4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
Ranglega var sagt í Fréttablaðinu á
föstudag að Vilhjálmur Egilsson hefði
sent sviðsstjórum Landspítalans bréf
vegna fyrirhugaðs niðurskurðar. Hið
rétta er að bréfið var ritað af Magnúsi
Péturssyni, forstjóra Landspítalans.
Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald
Þorsteinsson loksins fáanleg á ný.
Spennandi saga með gullfallegum
myndum fyrir ævintýraleg börn.
Skilaboðaskjóðan er líka leikrit og
er sýnd í Þjóðleikhúsinu! Uppselt til
jóla, ath. aukasýning 23.11
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
RÚSSLAND, AP Erlendir eftirlits-
menn tóku í gær undir með tals-
mönnum stjórnarandstöðunnar í
Rússlandi í ásökunum um að ekki
hefði verið allt með felldu við
framkvæmd þingkosninganna í
landinu á sunnudag. Vladimír
Pútín forseti barði sér aftur móti
á brjóst vegna yfirburðasigurs
flokks Pútínsinna, Sameinaðs
Rússlands, og sagði hann stað-
festingu á vilja þjóðarinnar til að
hann héldi áfram um stjórnar-
tauma í landinu eftir að hann
lætur af embætti forseta í vor.
Þegar um 98 prósent atkvæða
höfðu verið talin var fylgi Sam-
einaðs Rússlands 64,1 prósent, en
það gefur flokknum um 70 pró-
sent þingsæta.
Eini stjórnarandstöðuflokkur-
inn sem fær fulltrúa kjörna á
þing eru kommúnistar með 11,6
prósent atkvæða. Einungis tveir
aðrir flokkar náðu sjö prósenta
fylgislágmarkinu sem þurfti til
að fá úthlutað þingsætum, en þeir
eru báðir í bandalagi við Samein-
að Rússland. Annar þeirra er
flokkur þjóðernisofstopasinnans
Vladimírs Zjírínovskí, sem kall-
ast frjálslyndir demókratar, en
hinn er flokkurinn Réttlátt Rúss-
land. Þeir fengu báðir í kringum
átta prósent atkvæða.
Talsmenn kommúnista og fleiri
stjórnarandstöðuafla, auk
erlendra eftirlitsmanna, sögðu
kosningarnar ekki hafa farið
fram sem skyldi. Garrí Kasparov,
fyrrverandi heimsmeistari í skák,
sem er aðaltalsmaður bandalags
stjórnarandstöðuflokka, lýsti því
yfir að þessar kosningar hefðu
verið þær „sviksamlegustu í allri
sögu Rússlands á síðari tímum“.
Pútín og bandamenn hans lýstu
úrslitunum hins vegar sem yfir-
gnæfandi stuðningsyfirlýsingu
þjóðar innar við forystu hans og
stefnu.
„Auðvitað er þetta teikn um
traust,“ sagði Pútín í sjónvarps-
ávarpi. „Rússar munu aldrei
leyfa að landið leiðist inn á slíka
glapstigu eins og gerst hefur í
sumum öðrum löndum á svæði
Sovétríkjanna fyrrverandi,“ sló
hann föstu.
Talsmenn kosningaeftirlits
þingmannasamtaka Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu
(ÖSE) og þings Evrópuráðsins
sögðust hafa komist að þeirri
niður stöðu að mörgu hafi verið
ábótavant við framkvæmd kosn-
inganna. Kosningarnar hafi að
vísu verið vel skipulagðar en
framboðslistar ekki staðið jafnt
að vígi. Miðstýring stjórnvalda á
framboðsfyrirkomulagi og bein
afskipti þeirra af stjórnmála-
starfi, útilokun annarra en
stjórnar sinna frá fjölmiðlum í
kosningabaráttunni, ný kosninga-
lög sem hindruðu pólitískan fjöl-
breytileika og skortur á að kosn-
ingarnar væru í raun leynilegar í
mörgum kjördeildum hafi lagst á
eitt til að eftirlitsnefndirnar gætu
ekki annað en úrskurðað kosn-
ingarnar gallaðar.
„Það er ærin ástæða til að hafa
áhyggjur af þróun lýðræðis í
Rússlandi,“ sagði Luc van den
Brande, sem fór fyrir sendinefnd
þings Evrópuráðsins.
audunn@frettabladid.is
FAGNAÐ Í MOSKVU Stuðningsmenn Pútíns fagna úrslitunum í miðborg Moskvu í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Framkvæmd kosninganna
í Rússlandi gagnrýnd
Talsmenn stjórnarandstæðinga og erlendra kosningaeftirlitsmanna segja kosningarnar í Rússlandi ekki
hafa farið fram sem skyldi. Pútín segir sigur flokks síns staðfestingu á stuðningi Rússa við völd sín og stefnu.
! "
# $
"
% &$'
($$
)
*
+
+
,
(- &$'
*
,
."
()
/01
23
401 5 23
01 5 23
601
'
'
401
23
01
'
'
01
01 23
40123
701
801
'
'
/01 23
901 5 23
/01 5 23
01 5 23
!"#$
%
&' (" $
) (
(* +!+
,-$./0#$
'( $
'1
++ (
#2 *
#
345 64 ,-$./0
(( #
#
: 3 ;
<'
* :
;
=
=
><'
2# &
*
9
7
9
/
8
9
9
9 9
9
9
9
9 9 9 9
LÖGREGLUMÁL Síbrotamaður sem
nú situr í gæsluvarðhaldi vegna
rannsóknar á fjölda innbrota í
umdæmi lögreglunnar á Selfossi
var hætt kominn í svaðilför sem
endaði með því að lögregla fann
hann og handtók.
Maðurinn, sem Héraðsdómur
Suðurlands úrskurðaði í gæslu-
varðhald síðastliðinn föstudag,
stal bíl í Reykjavík. Hann ók sem
leið liggur austur á bóginn, þar til
hann kom til móts við Búrfell. Þá
ók hann fram af svokölluðum
Fossbrekkum og munaði minnstu
að bíllinn hafnaði í Ytri-Rangá.
Maðurinn gekk síðan eina fimm
kílómetra þar til hann kom að inn-
taksmannvirki við Búrfells-
virkjun. Þar braust hann inn og
svaf ölvunarsvefni þegar lögregl-
an á Selfossi fann hann. Lögreglu-
menn fundu svo bílinn sem lýst
hafði verið eftir við ána. Í honum
var talsvert þýfi, tölvur og fleiri
munir sem maðurinn virðist hafa
sankað að sér.
Sérstaka athygli lögreglu vakti
að maðurinn var með fjöldann
allan af bíllyklum í hinum stolna
bíl. Skýringin mun vera sú að hann
komst inn í bílasölu á Selfossi og
lét þar greipar sópa í orðsins
fyllstu merkingu.
Maðurinn, sem er á þrítugsaldri,
sætir þriggja vikna gæsluvarð-
haldi. Hann á sakaferil að baki.
- jss
SELFOSS Embætti lögreglustjórans á Sel-
fossi annast rannsókn á fjölda innbrota.
Síbrotamaður sem tekinn var í umdæmi Selfosslögreglunnar:
Var hætt kominn í svaðilför
ÞJÓÐARÖRYGGI Tilkynnt var í gær
að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
hefði skipað starfshóp til að vinna
hættumat fyrir Ísland. Formaður
hópsins verður Valur Ingimundar-
son prófessor og eru verklok
hópsins áætluð næsta haust.
Ingibjörg Sólrún boðaði stofnun
starfshópsins í erindi í Norræna
húsinu 29. ágúst síðastliðinn. Þá
sagði hún vinnu við gerð ógnar-
mats fyrir landið þegar hafna.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu
segir að verkefni hópsins muni
ekki aðeins snúa að stríðs átökum,
heldur einnig að við brögðum við
umhverfisvá, náttúru hamförum
og farsóttum. - bj
Ráðherra skipar starfshóp:
Metur hættu
sem að steðjar
BANDARÍKIN, AP Vetrarveður í
norðausturhluta Bandaríkjanna
með snjókomu, ísregni, slyddu og
hálku á vegum er talin orsök
ellefu dauðsfalla í umferðinni
síðustu daga.
Stormviðvaranir voru gefnar út
í ríkjunum Massachusetts,
Connecticut, Vermont, New
Hampshire, Maine og New York
og gerði bandaríska veðurstofan
ráð fyrir allt að 51 sentimetra
snjólagi á svæðinu.
Skólahaldi hefur verið frestað
eða aflýst víða og samgöngur
hafa tafist vegna úrkomu, lélegs
skyggnis og hálku. - sdg
Ellefu látnir í Bandaríkjunum:
Mannskætt
vetrarveður
ÁREKSTUR Í SNJÓFÆRÐ Tveir ökumenn
skiptast á upplýsingum eftir árekstur
meðan bílaröð silast framhjá þeim.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GENGIÐ 3.12.2007
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
119,3144
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
61,47 61,77
126,86 127,48
90,02 90,52
12,07 12,14
11,098 11,164
9,609 9,665
0,556 0,5592
97,41 97,99
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Rangt var farið með nafn ljósmyndara
greinarinnar „Kaupmenn hver á sínu
horni“, sem birtist í sunnudagsútgáfu
Fréttablaðsins. Nafn ljósmyndarans er
Valgarður Gíslason (Valli).
LEIÐRÉTTINGAR