Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 46
26 4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
MERKISATBURÐIR
1563 Kirkjuþinginu í Trento
lýkur.
1918 Woodrow Wilson Banda-
ríkjaforseti siglir til Versala
til að taka þátt í friðarvið-
ræðum vegna fyrri heims-
styrjaldarinnar. Hann var
fyrstur Bandaríkjaforseta
í embætti sem fór til Evr-
ópu.
1954 Kvikmyndin Salka Valka er
frumsýnd í Austurbæjar-
bíói og Nýja bíói.
1959 Api snýr heill á húfi til
jarðar eftir að honum
hafði verið skotið 55 mílur
út í geim frá Bandaríkjun-
um.
1980 Rokkhljómsveitin Led
Zeppelin tilkynnir form-
lega að hún sé hætt.
1991 Pan Am flugfélagið hættir.
TYRA BANKS FYRIRSÆTA
ER 34 ÁRA.
„Ég elska mat og borða
það sem mig langar í en ég
gæti þess að borða ekki yfir
mig.“
Tyra Banks hóf fyrirsætuferil
sinn ung að árum og stjórnar
nú þáttaröðunum „America‘s
Next Top Model“ og „The Tyra
Banks Show“.
Meistarafélag járniðnaðarmanna var
stofnað fyrir sjötíu árum þegar hópur
málmiðnaðarmeistara kom saman á
Hótel Borg í þeim tilgangi að stofna
hagsmunafélag fyrir starfsgreinina.
Árið 1992 hlaut félagið nafnið Málmur
– samtök fyrirtækja í málm- og skipa-
iðnaði þegar það sameinaðist félagi
dráttarbrauta og skipasmiðja.
Í tilefni dagsins var móttaka í Borgar-
túni hjá Samtökum iðnaðarins þar sem
heiðraðir voru mætir menn sem unnið
hafa farsælt starf í þágu félagsins og
faggreinarinnar. Síðan gaf félagið út
myndarlegt afmælisrit þar sem greint
er frá sögu málm- og véltækniiðnaðar
á Íslandi ásamt helstu atriðum í sjötíu
ára sögu félagsins
„Þetta hefur alltaf verið hagsmuna-
félag fyrir málm- og véltækniiðnað-
inn í landinu. Helstu baráttumálin í
gegnum tíðina hafa verið að fá eðli-
legt starfsumhverfi og að aflétta alls
konar gjöldum og tollum af aðföngum
sem voru að sliga þessa grein. Síðan
tókum við ásamt öðrum í iðnaðinum
þá stefnumarkandi ákvörðun að hella
okkur í alþjóðasamstarf og vorum
því einn helsti stuðningsaðili þess að
ganga í EFTA og EES öfugt við bændur
sem ákváðu að einangra sig,“ segir
Ingólfur Sverrisson, forstöðumaður
málm- og véltæknisviðs Samtaka iðn-
aðarins, og heldur áfram: „Við vissum
að við myndum fá alls konar skelli en
að eftir stæði eitthvað sem gæti staðist
alþjóðasamkeppni.,“
Iðnaðurinn í heild studdi þá stefnu
að fella niður höft og stuðla að auknu
Evrópusamstarfi og undanfarið hefur
iðnaðurinn verið einn helsti stuðnings-
aðili þess að ganga í Evrópusambandið.
„Málmur er nú eitt af grunnfélögunum
í Samtökum iðnaðarins og við höfum
alltaf stutt þetta innan þeirra,“ lýsir
Ingólfur ákveðinn og ljóst er að hags-
munasamtök á borð við Málm hafa haft
mikil áhrif á stefnu stjórnvalda í gegn-
um tíðina.
Fyrirtæki innan Málms standa að
sögn Ingólfs vel í dag þau hafa mikið
að gera og eru fjölbreytt. „Umfang
greinarinnar hefur aldrei verið meira
og sem dæmi má nefna mörg verkefni
í sambandi við virkjanir og byggingu
stóriðju. Einnig má nefna fyrirtæki á
borð við Marel og Skaginn sem hafa
þróað og selt út ýmiss konar vélar og
tæki fyrir sjávarútveg og matvæla-
vinnsl,“ segir Ingólfur.
En hvað myndi breytast til batnað-
ar með inngöngu í Evrópusambandið?
„Fyrst og fremst yrði stöðugra starfs-
umhverfi og við værum ekki með
gjaldmiðil sem hoppaði eins og þang
úti í hafi. Við þurfum starfsumhverfi
eins og samkeppnisaðilar okkar lifa í.
Það er mjög erfitt að vita ekki hverjar
tekjurnar eru á morgun og vera að
gera stóra samninga um uppbyggingu
eða þjónustu í krónum,“ segir Ingólfur
alvörugefinn og telur hann krónuna og
háa vexti vera hrikalegt vandamál í ís-
lenskum iðnaði.
„Það heftir allar framfarir við grein
eins og þessa sem er tæknigrein. Þetta
er því eitt af stóru málunum sem tek-
ist er á um nú,“ segir Ingólfur. Hægt er
að nálgast afmælisritið hjá Samtökum
iðnaðarins.
hrefna@frettabladid.is
MÁLMUR – SAMTÖK FYRIRTÆKJA Í MÁLM- OG SKIPAIÐNAÐI: 70 ÁRA AFMÆLI
Viljum stöðugt starfsumhverfi
ÍSLAND Í EVRÓPUSAMBANDIÐ Ingólfur Sverrisson telur mikilvægt að íslensk fyrirtæki fái að starfa í sama starfsumhverfi og alþjóðlegir keppi-
nautar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Veitingahúsið Glaumbær var
einn vinsælasti skemmtistaður-
inn í Reykjavík í áratug en hann
gjöreyðilagðist í eldsvoða á þess-
um degi fyrir þrjátíu og sex árum.
Húsið var síðar gert upp og hýsir
nú Listasafn Íslands.
Húsið stendur við Fríkirkju-
veg 7 við Reykjavíkurtjörn og var
þetta upphaflega íshús en auðvelt var að taka
ís af tjörninni og geyma. Þess vegna hefur húsið
stundum verið kallað gamla íshúsið. Húsið var
hannað af Guðjóni Samúelssyni árið 1916 fyrir
fyrirtækið Herðubreið. Síðar var Framsóknarhúsið
þar staðsett og loks Glaumbær sem var í húsinu
frá 1961 en sá staður brann líkt og fyrr segir árið
1971. Þá eignaðist Listasafnið húsið, sem þarfn-
aðist gagngerra endurbóta eftir brunann. Það
var fyrst árið 1988 sem safnið fluttist í húsið og
hefur það verið þar síðan.
Listasafn Íslands er í eigu ís-
lenska ríkisins og var safnið stofn-
að árið 1884 í Kaupmannahöfn
af Birni Bjarnasyni sem síðar varð
sýslumaður í Dalasýslu og alþingis-
maður. Árið 1916 var safnið gert
að deild í Þjóðminjasafni Íslands
en með stofnun menntamálaráðs
árið 1928 varð safnið að Listasafni ríkisins og
heyrði þá beint undir ráðið. Árið 1950 var fyrsti
forstöðumaður safnsins, Selma Jónsdóttir, ráð-
inn og með nýjum lögum árið 1961 varð safnið
sjálfstæð stofnun sem heyrir beint undir mennta-
málaráðuneytið. Safnið hefur gert kostunarsamn-
inga við fyrirtæki um ýmis verkefni og er eignar-
haldsfélagið Samson aðalstyrktaraðili safnsins til
2008. Vegna samningsins er ókeypis inn á safnið
á meðan hann er í gildi.
ÞETTA GERÐIST: 4. DESEMBER 1971
Glaumbær brennur til kaldra kola
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Ásgeir Sæmundsson
rafmagnstæknifræðingur, fv. stöðvar-
stjóri Andakílsárvirkjunar, Fornhaga 11,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 6. desember kl. 13.00.
Sæmundur Ásgeirsson Steinunn Jóhannsdóttir
Ásdís Ásgeirsdóttir Helgi Árnason
Haukur Ásgeirsson Ásdís Pálsdóttir
Anna Guðný Ásgeirsdóttir Bjarni Á. Friðriksson
Hafdís Ásgeirsdóttir
Gyða Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Filippía Kristjánsdóttir
frá Flateyri,
andaðist á Hrafnistu Reykjavík, föstudaginn,
30. nóvember. Útförin verður auglýst síðar.
Ásbjörg Ívarsdóttir Jón Sigurðsson
Agnes Einarsdóttir
Kristján Einarsson Soffía Ingimarsdóttir
Jóhannes Einarsson Jóhanna Jakobsdóttir
Reynir Einarsson Ólöf Stefánsdóttir
Hannes Oddsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Ögmundur Jóhannesson
lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi miðvikudaginn
21. nóvember. Útförin fer fram í Keflavíkurkirkju
föstudaginn 7. desember kl. 13.30.
Kristín Ögmundsdóttir Sigurjón Kristinsson
María Ögmundsdóttir Sæmundur Einarsson
Alda Ögmundsdóttir Erlendur Jónsson
Sigurður J. Ögmundsson Guðrún J. Aradóttir
Jón J. Ögmundsson Unnur G. Knútsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Yndislega mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
Svava Hjaltadóttir
Borgarholtsbraut 33, Kópavogi,
andaðist á Landspítala, Fossvogi föstudaginn 30.
nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Barnauppeldissjóð
Thorvaldsensfélagsins.
Elsa Tryggvadóttir
Áslaug Tryggvadóttir Nebojsa Hadzic
Haraldur Tryggvason Sigrún Eiríksdóttir
Svava Tryggvadóttir Vilhelm Guðbjartsson
Sigríður Tryggvadóttir Héðinn Sveinbjörnsson
Svava Ástudóttir Kieran Houghton
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Katrín I. Arndal,
hjúkrunarkona, Hlíf 1, áður Engjavegi
19, Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar 29. nóvember.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 7.
desember kl. 13.00.
Helgi Júlíusson
Sigríður K. Júlíusdóttir Albert Ó. Geirsson
Gunnhildur Elíasdóttir
Kristín Júlíusdóttir Hrólfur Ólafsson
Haraldur Júlíusson Ingibjörg Einarsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
AFMÆLI
SERGEI BUBKA
STANGAR-
STÖKKVARI
er 44 ára.
JEFF BRIDGES
LEIKARI er 58
ára.