Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 23
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Bjarni Snæbjörnsson leikari tekur virkilega á
þessa dagana í „bootcamp“ meðfram því að æfa
í Borgarleikhúsinu fyrir Jesus Christ Superstar.
„Við frumsýnum 28. desember og þetta verður frá-
bær sýning,“ segir Bjarni, sem útskrifaðist núna í
vor og fer með hlutverk Péturs í sýningunni. „Æfing-
ar ganga mjög vel og þetta er alveg frábær hópur,
ólíkur og skemmtilegur.“
Bjarni byrjar daginn á því að taka lýsi og skella í
sig múslí áður en hann fer á bootcamp-æfingu. „Það
er svona aðalmálið síðan í haust, en ég tók hálft ár í
ræktinni, hljóp maraþon í sumar og svo kom boot-
camp eftir það,“ segir Bjarni og bætir við að leikæf-
ingarnar séu líka líkamlegar æfingar útaf fyrir sig
þannig að hann er í mjög góðu formi. „Þetta boot-
camp er reyndar ekki eins og sjónvarpsþættirnir en
þeir voru svolítið ýktir. Þetta byrjar klukkan hálfsjö
tvisvar í viku og á laugardagsmorgnum en eftir svona
fimm vikur er það orðið eðlilegt,“ segir hann og hlær.
„Þetta er erfitt og tekur á en samt besta leiðin til að
byrja daginn.“
Bjarni hefur í mörgu að snúast og reynir að passa
vel upp á hvað hann lætur ofan í sig og fær sér alltaf
próteinhristing eftir bootcamp-æfingarnar. „Þetta
tekur svo rosalega á að vöðvarnir eru bara í sjokki og
verða að fá næringu,“ útskýrir hann. „Svo hef ég líka
verið að kenna á leiklistarnámskeiðum fyrir krakka
hjá Leynileikhúsinu, sem er mjög gaman, og svo var
ég að vinna á leikskóla í sumar þannig að það er búið
að vera nóg að gera. Þá verður maður líka að passa
sig að borða vel, á svona tveggja til þriggja tíma
fresti segja þeir í bootcamp, til að haldast gangandi
yfir daginn.“
Þó að Bjarni fái heilmikla æfingu út úr bæði leik-
æfingunum og bootcamp vílar hann ekki fyrir sér að
fara allra sinna ferða á hjóli í ofanálag. „Ég hjóla allt
sem ég fer í öllum veðrum og er kominn á nagladekkin
núna og með hjálm og ljós,“ segir hann og bætir við að
hann noti aðallega gangstéttirnar þegar hann hjólar
um bæinn. „Það er ekki vel hlúð að hjólreiðafólki
hérna í Reykjavík og maður er hálfgerður bastarður
hvort sem maður er á gangstéttinni eða götunni. Ég
fer stundum á götuna ef hún er lítil en annars skiptir
það aðalmáli í skammdeginu að hafa hjálm og ljós,“
segir Bjarni. heida@frettabladid.is
Í toppformi í bootcamp
HRÆÐSLA VIÐ HIV
Breski Rauði krossinn birti ný-
lega niðurstöður rannsóknar á
viðhorfum ungmenna til HIV
í tengslum við herferð sem
ætluð er að vekja ungt fólk til
umhugsunar um veiruna.
HEILSA 2
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Bjarni er í toppformi eftir
stífar bootcamp-æfingar
í vetur.
BAKAÐ FYRIR JÓLIN
Elín G. Sigurðardóttir á
Torfalæk, safnstjóri
Heimilisiðnaðar -
safnsins á Blönduósi,
bakar alltaf lagtertur
fyrir jólin.
JÓL 3