Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2007, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 04.12.2007, Qupperneq 23
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Bjarni Snæbjörnsson leikari tekur virkilega á þessa dagana í „bootcamp“ meðfram því að æfa í Borgarleikhúsinu fyrir Jesus Christ Superstar. „Við frumsýnum 28. desember og þetta verður frá- bær sýning,“ segir Bjarni, sem útskrifaðist núna í vor og fer með hlutverk Péturs í sýningunni. „Æfing- ar ganga mjög vel og þetta er alveg frábær hópur, ólíkur og skemmtilegur.“ Bjarni byrjar daginn á því að taka lýsi og skella í sig múslí áður en hann fer á bootcamp-æfingu. „Það er svona aðalmálið síðan í haust, en ég tók hálft ár í ræktinni, hljóp maraþon í sumar og svo kom boot- camp eftir það,“ segir Bjarni og bætir við að leikæf- ingarnar séu líka líkamlegar æfingar útaf fyrir sig þannig að hann er í mjög góðu formi. „Þetta boot- camp er reyndar ekki eins og sjónvarpsþættirnir en þeir voru svolítið ýktir. Þetta byrjar klukkan hálfsjö tvisvar í viku og á laugardagsmorgnum en eftir svona fimm vikur er það orðið eðlilegt,“ segir hann og hlær. „Þetta er erfitt og tekur á en samt besta leiðin til að byrja daginn.“ Bjarni hefur í mörgu að snúast og reynir að passa vel upp á hvað hann lætur ofan í sig og fær sér alltaf próteinhristing eftir bootcamp-æfingarnar. „Þetta tekur svo rosalega á að vöðvarnir eru bara í sjokki og verða að fá næringu,“ útskýrir hann. „Svo hef ég líka verið að kenna á leiklistarnámskeiðum fyrir krakka hjá Leynileikhúsinu, sem er mjög gaman, og svo var ég að vinna á leikskóla í sumar þannig að það er búið að vera nóg að gera. Þá verður maður líka að passa sig að borða vel, á svona tveggja til þriggja tíma fresti segja þeir í bootcamp, til að haldast gangandi yfir daginn.“ Þó að Bjarni fái heilmikla æfingu út úr bæði leik- æfingunum og bootcamp vílar hann ekki fyrir sér að fara allra sinna ferða á hjóli í ofanálag. „Ég hjóla allt sem ég fer í öllum veðrum og er kominn á nagladekkin núna og með hjálm og ljós,“ segir hann og bætir við að hann noti aðallega gangstéttirnar þegar hann hjólar um bæinn. „Það er ekki vel hlúð að hjólreiðafólki hérna í Reykjavík og maður er hálfgerður bastarður hvort sem maður er á gangstéttinni eða götunni. Ég fer stundum á götuna ef hún er lítil en annars skiptir það aðalmáli í skammdeginu að hafa hjálm og ljós,“ segir Bjarni. heida@frettabladid.is Í toppformi í bootcamp HRÆÐSLA VIÐ HIV Breski Rauði krossinn birti ný- lega niðurstöður rannsóknar á viðhorfum ungmenna til HIV í tengslum við herferð sem ætluð er að vekja ungt fólk til umhugsunar um veiruna. HEILSA 2 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Bjarni er í toppformi eftir stífar bootcamp-æfingar í vetur. BAKAÐ FYRIR JÓLIN Elín G. Sigurðardóttir á Torfalæk, safnstjóri Heimilisiðnaðar - safnsins á Blönduósi, bakar alltaf lagtertur fyrir jólin. JÓL 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.