Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 28
4. DESEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fyrirtækjagjafi r
!
" #$%&%'(
)*+, -.
, -. +
+
)* #/
!)*
)--
0 *0
.
1 -
- /-/
-. 2* */ 2
*/
//
3
4
5 / /6! /
Albert Arnarson vinnusálfræð-
ingur er ráðgjafi hjá ráðningar-
stofunni Hagvangi. Hann var
beðinn um að deila með les-
endum hugleiðingum sínum
um fyrirtækjagjafir og gildi
þeirra.
„Ég veit nú ekki hvort mínar hug-
myndir um jólagjafir fyrirtækja
tengjast beinlínis minni menntun
en þó að ég hafi auðvitað ekkert
á móti jólagjöfum sem slíkum er
nú eitt það fyrsta sem mér dettur
í hug fyrir utan kostnaðinn það að
fólk fær jólagjöfina óháð frammi-
stöðu,“ segir Albert og vísar þá í
gjafir sem fyrirtæki gefa starfs-
mönnum sínum og allir fá þá eins,
ólíkt bónusgreiðslum.
„Þó að vinnusálfræðingar séu
að fást við önnur mál en frændur
þeirra sem starfa við meðferðir
og hegðunarvandamál er frammi-
staða í starfi í raun bara hegðun.
Í afar einfölduðu máli felst góð
frammistaða í réttri hegðun en
léleg frammistaða í rangri og
maður á auðvitað ekki að verð-
launa þá sem eru óþekkir, hvort
sem það eru börn eða fullorðnir,“
segir Albert kíminn en bætir við:
„Yfirleitt leggur fólk þó svona
hugsunum um jólin og gleður til
að gleðja og sennilega er óhætt
fyrir fyrirtæki að gera slíkt hið
sama á meðan fjárhagur leyfir.“
Albert bendir á að ef fyrirtæki
gefi starfsmönnum jólagjafir
þurfi að vanda til verksins. „Það
er alveg ljóst að starfsmenn fyrir-
tækja bera sig saman og vert er
fyrir stjórnendur að hafa í huga
að þótt þeir geti kannski ekki
bjargað ímynd sinni eða breytt
viðhorfum starfsmanna nema til
skamms tíma með góðri jólagjöf
er hægt að skjóta sig illilega í fót-
inn með slæmri.“ Ljóst er því að
það getur verið vandasamt verk
að kaupa jólagjafir handa heilu
fyrirtæki og lýsir Albert því
skemmtilega.
„Þeir sem hafa hlaupið um
Kringluna eða Smáralind á Þor-
láksmessu eða á aðfangadags-
morgni í leit að gjöf fyrir kon-
una sína og aldraða móður vita
af eigin raun að það er ekki hægt
að kaupa það sama fyrir alla,“
útskýrir Albert og segist því
ekki vilja vera í því hlutverki að
ákveða hvað kaupa skuli fyrir
starfsmenn í heilu fyrirtæki. „Þó
að einn starfsmaður viti að gjöfin
sé rauðvíns karafla getur annar
haldið að þetta sé pissuflaska af
Landspítalanum. Ef maður er
heppinn verða báðir ánægðir,“
segir Albert glettinn og kemur í
kjölfarið með ágætis hugmynd.
„Hægt væri að leyfa starfsmönn-
um að velja sér jólagjöf af lista og
kalla hann bara óskalista. Þetta
hefur verið gert í mörgum fyrir-
tækjum og reyndar líka á heim-
ilum og hefur reynst ágætlega.“
Þá væru nokkrar gjafir á listan-
um sem hægt væri að velja úr og
líklegra að fólk sæi eitthvað við
sitt hæfi. Á sama tíma upplifir
fólk líka að það hafi einhver áhrif
og stjórni atburðarásinni að ein-
hverju leyti.
„Ef menn vilja hins vegar vera
harðir á uppeldinu og tryggja há-
marks frammistöðu í jólaösinni
en halda öllum glöðum um leið er
kannski hægt að verðlauna starfs-
menn sérstaklega fyrir góða
frammistöðu í desember. Þeir
sem ekki eru þægir fá kartöflu
í skóinn en hinir fara heim með
hamborgarhrygg. Þetta myndi
kannski tryggja öllum frábæra
þjónustu í desember, ekki veitir
af,“ segir Albert.
Hjá Hagvangi er sá háttur
hafður á að starfsmenn mæta
til Katrínar S. Óladóttur fram-
kvæmdastjóra í „jólafrokost“ og
fyrirtækið gefur öllum gjafir.
„Þær gjafir hafa hingað til heppn-
ast vel. Fyrirtækið er ekki mjög
fjölmennt og er í lengstu lög
reynt að halda í fjölskyldustemn-
ingu innan þess og eru jólin góður
tími til þess,“ segir Albert kátur.
- hs
Rauðvínskarafla
eða pissuflaska?
Albert telur vandasamt að velja jólagjöf handa heilu fyrirtæki og myndi ekki vilja vera í því erfiða hlutverki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Samfélagshjálp á jólunum
Óhollusta, súkkulaði og jóla-
öl einkennir jólin hjá mörgum.
Þó eru margir sem heldur vildu
huga að heilsunni í þessum síð-
asta mánuði ársins. Maður lif-
andi býður upp á mikið úrval
sælkeravöru og nánast eingöngu
lífræna í sínum verslunum. „Þá
erum við einnig með mikið af
bókum sem tengjast líkama
og anda, bækur um heilsusam-
legt líferni auk kerta og snyrti-
vara,“ útskýrir Hjördís Ásberg
hjá Manni lifandi sem fær þó
nokkuð af fyrir spurnum frá
fyrir tækjum sem vilja gera vel
við starfsmenn sína fyrir jólin á
heilsusam legan máta.
„Við höfum einnig boðið upp
á gjafabréf sem hafa verið
mikið notuð. Oft eru þau keypt
fyrir einhverja sem fólk vill
koma á sporið að lifa heilsusam-
lega á nýju ári,“ segir Hjördís
en Maður lifandi hefur útbúið
gjafakörfur, bæði fyrir einstaka
starfsmenn og eins pakka fyrir
stóran hóp.
Hjördís er beðin að lýsa því
hvað hún myndi setja í jóla-
körfu fyrir starfsmenn fyrir-
tækis: „Við myndum reyna að
kynna sitt lítið af hverju, hluti
sem maður býst ekki við að
fólk þekki vel. Einnig að reyna
að velja eitthvað sem fellur að
smekk sem flestra,“ segir hún og
heldur áfram: „Ég myndi velja
gott lífrænt te eða kaffi, hreina
lífræna ávaxtasultu, speltkex,
flotta olíu, og ef til vill bæta við
blómadropum og kerti.“
Hjördís segir leiðbeiningar
um notkun fylgja körfunni.
„Þetta hefur alltaf verið sér-
hannað eftir ósk hvers fyrir-
tækis og oft sem fólk vill hafa
fróðleik með eða leiðbeiningar,“
segir Hjördís en Maður lifandi
reynir að vera öðruvísi en al-
mennt er á markaðnum.
- sg
Lífrænt í jólakörfu
Hjördís Ásberg hjá Manni lifandi með körfu stútfulla af skemmtilegum
lífrænum vörum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Kveikt var á jólatré Kringlunnar um helg-
ina en við sama tækifæri hófst formlega góð-
gerðarsöfnun á jólapökkum undir jólatréð.
Jólapakkasöfnun Kringlunnar er í sam-
starfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjöl-
skylduhjálp Íslands og er árviss viðburð-
ur á aðventunni. Íslendingar hafa ekki
látið sitt eftir liggja en í fyrra gáfu við-
skiptavinir um 4.000 gjafir í söfnunina.
Þessum gjöfum er deilt út af Mæðra-
styrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni
til fjölskyldna sem hafa úr litlu að
moða fyrir jólin. Gera þessar gjafir
gæfumuninn á
mörgum heimilum
á jólahátíðinni.
Við jólatréð
í Kringlunni
verður að-
staða til að
pakka inn gjöfum sem fara
eiga undir tréð. Íslandspóstur býður
þeim sem búsettir eru utan höfuð-
borgarsvæðisins að koma pökkum
í söfnunina í Kringlunni án endur-
gjalds.