Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 16
16 4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR 21 1981 1986 1991 1996 2001 2006 Svona erum við > Fjöldi fanga á Íslandi sem dæmdir voru fyrir fíkniefnabrot árin 1981 til 2006 fréttir og fróðleikur FRÉTTAVIÐTAL KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON klemens@frettabladid.is 33 22 54 75 112 Ólafur Friðrik Magnússon, sem í dag verður kjörinn forseti borgarstjórnar, viður kennir að æskilegt væri að fá málefnaskrá fyrir nýjan meirihluta. Hann er efins um að Reykjavíkurflugvöllur fari nokkurn tíma úr Vatnsmýr- inni en telur að hægja þurfi á Hellisheiðarvirkjunum. Það er ískalt að morgni dags á skrifstofu Margrétar Sverris- dóttur við Tjarnargötu og tómlegt um að lítast. Margrét er enn með eitthvað af sínu hafurtaski hér, enda verður hún áfram með aðstöðu á skrifstofunni, sem nú tilheyrir Ólafi. Við spjöllum frakkaklæddir og byrjum á flug- vellinum. Verður flugvöllurinn látinn liggja milli hluta á kjörtímabilinu? „Hann er í sama ferli og í tíð síð- asta meirihluta og ég býst ekki við að það gerist neitt afgerandi á kjörtímabilinu.“ Var gert eitthvert samkomulag milli þín og Dags um flugvöllinn? „Til lengri tíma litið er ekkert frágengið. Þau mál eru í vinnslu. Það er verið að athuga ýmsa kosti eins og Hólmsheiði og slíkt. Kosti sem ég tel sjálfur nær útilokað að geti orðið jafn vænir kostir og að hafa flugvöllinn niðri við sjávar- mál. Ég tel það miklu öruggara.“ En af hverju ekki Löngusker? „Mér finnst það ekki jafn gott og öruggt stæði. Fyrir utan kostn- að hugsa ég um öryggissjónarmið; ágang sjávar og fleira.“ En þetta er varnarbarátta. Flug- völlurinn fer að lokum, ekki satt? „Ég er ekki viss um það,“ segir Ólafur og skellir upp úr. „Ég er nefnilega ekki sannfærður um það. Ég gæti trúað að við nánari skoðun eigi þessi sjónarmið eftir að breytast. En þótt ég berjist fyrir þessu máli get ég ekki málað mig út í horn með því einu. Ég er búinn að reyna að mynda meirihluta með flugvallarmálið að leiðarljósi. Þá kom í ljós að sjálfstæðismenn höfðu ekki þá skoðun á þessu máli og þeir höfðu haldið fram fyrir kosningar. Okkar næsti kostur í stöðunni var að sjálfsögðu að mynda meirihluta undir forystu Dags B. Eggertssonar. Ég átti visst frumkvæði að því að þær viðræður hófust, en ég tók ekki þátt í þeim heldur hafði Margrét umboð mitt til þess. En ég mun ekki rugga bátnum eða hafa í hótunum af því að ég er með oddaatkvæði. Þegar ég fer inn í þetta samstarf get ég ekki sett neina úrslitakosti.“ Ókeypis almenningssamgöngur En það eru fleiri mál. Þú gerðir eitt sinn tillögu um ókeypis fargjöld í strætó, sem Reykjavíkurlistinn felldi. Muntu halda áfram með þetta á kjörtímabilinu? „Að sjálfsögðu. Þetta er það mál sem ég hef barist hvað lengst fyrir í borgarstjórn. Ég tel allar líkur á að við náum fleiri áföngum að því lokamarkmiði að hafa ókeypis fyrir alla í strætó. Fyrsta skref eru börn, aldraðir og öryrkjar. En markmiðið hlýtur að vera ókeypis almenningssamgöngur fyrir alla. Þetta hefur verið mér mjög hug- leikið frá því ég kom til starfa fyrir átján árum og dropinn virð- ist vera að hola steininn.“ Þú deildir líka við Reykjavíkurlist- ann um friðun gamalla húsa og talaðir um að hann beitti blekk- ingum í þágu niðurrifs. Hefur verið komið til móts við þín sjónarmið? „Alveg eins og með almennings- samgöngurnar. Ég stóð að miklu leyti einn þar um árabil en minn áróður, til dæmis um verndun gamalla húsa við Laugaveg, er farinn að skila sér mjög til ann- arra borgarfulltrúa. Mér sýnist að ákveðin hugarfarsbreyting hafi orðið eins og sést til dæmis á nýju Kvosarskipulagi og að menn ætla sér að endurreisa húsin við Lækjar- götu eftir brunann. Mín mestu vonbrigði verða ef ekki tekst að forða Laugavegi 4 til 6 frá niðurrifi. Ég hef fyrir löngu gert tillögu um að kaupa þau. Það er ekki bara vegna húsanna heldur vegna götumyndarinnar.“ Er það um seinan? „Mér virðist það vera um seinan en ég hef þegar rætt þetta við for- ystumenn hinna flokkanna hvort nokkur möguleiki sé að bjarga þessari götumynd. Þarna er vel hægt að halda lágreistri 19. aldar götumynd og það er mjög mikil- vægur menningararfur sem felst í því. Ég vil gera allt sem ég get.“ Þú gagnrýndir einnig að Reykja- víkurlisti lækkaði ekki þjónustu- gjöld til öryrkja og aldraðra. Hyggstu beita þér í þessu? „Já, ég mun beita mér fyrir því eins og ég get á þessu kjörtíma- bili. Lægri þjónustugjöld fyrir börn, aldraða og öryrkja eru mál sem ég hef borið fyrir brjósti alla tíð. Þessir hlutir eru að skila sér hægt og bítandi, enda segist þessi nýi meirihluti ætla að beita sér fyrir velferðarmálum og mun vafalítið gera það.“ Hvar kemur það fram? Hvar er málefnaskrá nýja meirihlutans? „Menn ætla að gefa sér tíma í hana. Það er nú ekki hægt að skamma mig fyrir þetta á mínum fyrsta starfsdegi! Menn vilja fara hægt í sakirnar til að lenda ekki í sjálfheldu eða gefa út yfirlýsingar sem þeir geta ekki staðið við. Það er áherslumunur um ýmsa hluti og menn vilja ekki stefna sam- starfinu í voða.“ Er þetta ekki frekar metnaðarlítil stefna? „Við sjáum nú þegar ágætlega metnaðarfulla fjárhagsáætlun og þessir hlutir fara að skýrast. Meirihlutamyndunin bar brátt að og menn hafa bundist um það sam- tökum að finna málefnalegan flöt á samstarfinu á öllum sviðum.“ Kemur málefnaskrá að lokum? „Ég vil ekki gefa út yfirlýsingar um það hér og nú. Dagur lýsti því yfir að fyrsta fjárhagsáætlunin okkar yrði að minnsta kosti sterk yfirlýsing um okkar áherslur. En já, mér fyndist það afar æskilegt að málefnaskrá kæmi að lokum.“ Ókeypis verði í strætó fyrir alla Þú talaðir um falskan tón Vinstri grænna í umhverfismálum fyrir síðustu kosningar … „Ég gerði það vissulega. Ég gat líka rakið svo mörg dæmi um að þau felldu tillögur mínar um almenningssam- göngur, húsverndunarmál og fleira.“ En núna? Hefur meirihlutinn náð einhverju samkomulagi í umhverfismálum? „Það er alveg ljóst að eftir að Vinstri græn fóru úr Reykjavíkurlistanum hef ég fengið mun meiri stuðning við mín sjónar- mið í flestum þessum málum, ekki síst í húsverndunarmálum. Svandís Svavarsdóttir hefur algjörlega stutt minn fyrri málflutning þar. Ég held að við Vinstri græn höfum mikla samstöðu í umhverfismálum núna.“ En stærri mál, eins og Bitru- virkjun? „Ég hef lítið komið að umræðu um hana enn þá. En það er alveg ljóst að það þarf að hægja á ferðinni í þessum gufuaflsvirkjun- um í grennd við höfuðborgina. Að virkja svona hratt á þeim vettvangi fyrir stóriðju er óvarkárni gagnvart þessari orkulind. Einmitt orkumálin eru í mjög góðum farvegi í meirihlutanum og alveg ljóst að við munum ná góðri samstöðu um þau. Ég treysti meirihlutanum algjörlega til að fara varlega í nýtingu orkulinda og umhverfisþætti. Það er ekki ástæða til að vera með yfirlýsingar á þessu stigi málsins, því ég sé ekki að það verði neinn ágreiningur um þessi mál. Náttúruverndarsjónarmið verða höfð að leiðarljósi.“ ÓLAFUR F. OG UMHVERFISMÁLIN HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS ÓLAFUR Á LEIÐINNI Í RÁÐHÚSIÐ Maðurinn sem borgarstjóri kallar guðföður hins nýja meirihluta snýr nú aftur til starfa úr veikindaleyfi. Hann segist treysta því að nýr meirihluti standi vaktina í velferðar- og umhverfismálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fulltrúar nærri 190 ríkja eru saman komnir á indónesísku orlofseynni Balí á 13. aðildarríkja- fundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóð- anna. Á dagskrá fundarins, sem á að standa í tvær vikur, er undirbúningur alþjóðlegs samkomulags sem geti tekið við af Kyoto- bókuninni um samdrátt losunar gróðurhúsa- lofttegunda þegar hún rennur út árið 2012. Hvað eru loftslagsbreytingar? Meðalhitastig í lofthjúpi jarðar er stöðugt að breytast. Meðalhitastigið er nú um 15° á Celsíus. Jarðfræðileg gögn og aðrar heim- ildir benda til að í sögu jarðar hafi þetta meðalhitastig farið allt upp í 27 gráður og niður í um 7 gráður. En vísindamenn hafa nú áhyggjur af því að hinar náttúrulegu sveiflur eigi minnstan þátt í þeirri hlýnun sem hefur átt sér stað á síðustu árum og spáð er að haldi áfram á þessari öld. Orsök þessarar hlýnunar sé öllu heldur uppsöfnun gróður- húsalofttegunda, aðallega koltvísýrings, í lofthjúpnum af völdum brennslu manns- ins á jarðefnaeldsneyti og öðrum loftmengunarvöldum sem neysla, landbúnaður og iðnaður hafa í för með sér. Hvað eru „gróðurhúsaáhrif“? Gróðurhúsaáhrifin vísa til þeirra áhrifa sem uppsöfnun svonefndra gróðurhúsaloftteg- unda í lofthjúpnum hefur í för með sér; þessi uppsöfnun verður til þess að meiri varmi frá sólinni „lokast inni“ í lofthjúpnum. Án gróður- húsalofttegunda væri of kalt á jörðinni til að líf þrifist þar, eins og við þekkjum það. Hlutfall koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur aukist um 30 prósent frá því fyrir upphaf hinnar kola- og olíudrifnu iðnvæðingar fyrir um 200 árum. Hvað sannar hlýnunina? Hitafarsmælingar eru til skrár um aftur á 19. öld, og þær sýna að meðalhiti á jörðinni óx um 0,6 gráður á 20. öld. Sjávarborð hefur hækkað um 10-20 sentimetra, aðallega vegna varmaútþenslu hafsins. Flestir jöklar tempruðu beltanna og við heimskautin hafa verið að minnka. Norðurheimskautsísinn að sumri og hausti hefur þynnst að jafnaði um 40 sentimetra frá því sem var fyrir nokkrum áratugum. Samkvæmt spálíkönum sérfræðinga Sam- einuðu þjóðanna mun meðalhitastig hækka um 1,4 til 5,8 gráður fram til ársins 2100. FBL-GREINING: LOFTSLAGSBREYTINGAR Hlýnun að mestu af mannavöldum Nýtt endurvinnslusvæði Sorpu í Gufu- nesi var opnað á föstudaginn var. Svæðið hefur hlotið nafnið Straumur til framtíðar, en þar hafa ýmiss konar endur bætur verið gerðar á endur- vinnsluferlinu. Björn H. Halldórsson er framkvæmda- stjóri Sorpu. Á hvaða hátt er nýja endur- vinnslusvæðið betra? „Breyt- ingarnar hafa margþættan tilgang. Við erum að reyna að auka afkastagetuna í húsinu, aðskilja endurvinnsluefni frá því sem fer í urðun og bæta vinnuumhverfið í húsinu. Svo höfum við líka gert það sýnilegra hvað við erum að gera þannig að viðskipta- vinurinn sjái það svart á hvítu að það sem á að fara til endurvinnslu sé flokkað sérstaklega.“ Hvað verður um úrganginn? „Allur pappi og pappír fara til Svíþjóðar til endurvinnslu. Þar verður tímarita- og dagblaðapappír að nýjum pappírs- afurðum, og fær nýtt líf í formi nýrra vara. Sumt er notað í klósettpappír, eldhúsrúllur, umbúðir utan um morgunkornspakka og þess háttar.“ SPURT & SVARAÐ NÝ ENDURVINNSLUSTÖÐ SORPU Pappír fær líf í Svíþjóð BJÖRN H. HALLDÓRSSON Framkvæmda- stjóri Sorpu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.