Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 62
42 4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. sæti 6. frá 8. trjátegund 9. rá 11. leita að 12. stjörnuár 14. náðhús 16. í röð 17. flýti 18. ennþá 20. tveir eins 21. velta. LÓÐRÉTT 1. fíkniefni 3. tveir eins 4. yfirvinna 5. hallandi 7. margbrotinn 10. spíra 13. tunna 15. þekkja leið 16. húðpoki 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. af, 8. eik, 9. slá, 11. gá, 12. sólár, 14. kamar, 16. hi, 17. asa, 18. enn, 20. tt, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. hass, 3. ee, 4. sigrast, 5. ská, 7. flókinn, 10. ála, 13. áma, 15. rata, 16. hes, 19. nú. „Við erum alltaf á röngu róli í þess- ari keppni. Þetta er söngvakeppni en það er aldrei minnst á að þetta snúist um lagið en ekki keppend- urna. Full heimild er til að skipta um flytjendur og tjalda til því besta eftir að lagið hefur verið fundið,“ segir Ómar Ragnarsson, stjórnmálamaður og skemmti- kraftur með meiru. Hann er að tala um Eurovision-keppnina og fer ekki í grafgötur með að Íslend- ingar séu eina ferðina enn á villi- götum hvað varðar þessa keppni sem þjóðin stendur í ástar/haturs- sambandi við. Ómar hefur hingað til ekki tjáð sig um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með þessum hætti, enda oft verið meðal þátt- takenda og komist í úrslit með lög sem hann hefur sent í keppnina. En nú stendur hann fyrir utan og telur sig í aðstöðu til að gagnrýna keppnina og keppnis- fyrirkomu- lagið. Davíð Logi Sigurðs- son, fyrrum blaðamað- ur Mogg- ans, setti inn færslu á bloggsíðu sína þar sem hann býsnast yfir því að í síð- asta þætti Laugardagslaganna í Ríkissjónvarpinu, þar sem stendur yfir leit að framlagi Íslands í Euro- vision, hafi verið boðið upp á tvö afbragðs lög eftir ann- ars vegar Magnús Þór Sig- mundsson og hins vegar Dr. Gunna. „Niðurstaðan er alltaf alveg hörmuleg,“ skrifar Davíð Logi og vill meina að „leiðinleg júró- visjón-ballaða“ hafi sigrað eingöngu því það voru Magni og Birg- itta sem sungu. Ómar tekur í sama streng og segir furðulegt að alltaf virðist sem svo að Íslendingar séu ári á eftir. Sigri rokklag í keppninni mæti Íslendingar að ári með rokk- lag og svo framvegis. - jbg Eurovision-þjóð á villigötum EIRÍKUR HAUKSSON HAFÐI EKKI ERINDI SEM ERFIÐI Í FYRRA Davíð Logi Sigurðsson er einn þeirra sem gagnrýna símakosninguna og segir stefna í óefni. ÓMAR RAGNARS- SON Honum sýnist ljóst að enn og aftur séu Íslendingar á röngu róli hvað varðar Eurovision. „Best er að borða hjá Æsu Guðrúnu, vinkonu minni og nágranna. Ódýrt og gott!“ Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmda- stýra Kvennaathvarfsins. Vísir greindi frá því í gær að Aron Pálmi Ágústsson hefði hitt stórleikarann Wesley Snipes á skemmtistaðnum Vegamótum um helgina. Áttu þeir, þessir þekktu menn, saman korters spjall sem snerist einkum um Ísland á breið- um grunni. Þó er eins og blaða- maðurinn Breki Logason sé ekki alveg sannfærður um að þetta hafi verið Snipes sem Aron hitti og spyr í miðju viðtali Aron sérstaklega út í það hvort hann sé viss um að svo hafi verið? Aron svarar að barþjónn hafi sagt að svo væri auk þess sem Snipes sjálfur hafi sagst vera hann en ekki einhver annar. Þess má geta að starfs- fólk Vegamóta kannaðist ekki við heimsókn Snipes þegar Fréttablaðið spurðist fyrir í gær. Forlagið, risinn í bókaútgáfu á Íslandi, hélt hefðbundið jólaboð sitt um helgina. Fór það hið besta fram og skemmtu rithöfundar og bókafólk sér vel í veislusal í Mörkinni. Í stuttri tölu sem þeir JPV-feðg- ar, Jóhann Páll Valdimarsson stjórnar formaður og sonur hans, Egill Örn framkvæmdastjóri, héldu töluðu þeir um hina miklu ein- drægni sem ríkir innan Forlagsins. Ekki sé sjálfgefið að þeir sem fyrir ári voru í harðri samkeppni – bóka- útgáfa Eddu og JPV forlag – sneru nú bökum saman í svo mikilli sátt. Þeir feðgar, sem einmitt voru kallaðir Corleone-feðgar um árið vegna ýmissa bellibragða sem þeir þóttu beita í samkeppni, kalla sig nú Himna- feðga og vísa þar til útgáfu sinnar á hinni helgu bók Biblí- unni. Þeir sem létu ekki við svo búið sitja þegar bókagleðinni í Mörkinni lauk heldur lögðu leið sína í miðborg- ina, nánar tiltekið á Ölstofuna, gátu séð hvar Jón Ásgeir Jóhannes- son stóð við barinn en hann átti í djúpum samræðum við Hallgrím Helgason, rithöfund og mynd- listarmann. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Jón Ásgeir nú tekið við af Hannesi Smára- syni sem aðal í FL Group en ekki fylgir sögunni hvort Hallgrímur gat gefið honum góð ráð í tengslum við þann gerning allan og/eða sviptingar almennt á fjár- málamarkaði. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Lög Björgvins Halldórssonar og Bubba eru á meðal þeirra sem verða hluti af nýjum söngleik Hallgríms Helgasonar, Ástin er diskó, lífið er pönk, sem sýndur verður í Þjóðleikhúsinu í vor. Efnt verður til söngprufna fyrir leikinn á fimmtudag, þar sem áhugasöm- um verður gert að syngja lög eftir Bubba og Bó, ásamt diskóklassík- inni Diskó Friskó. „Sögusviðið er Reykjavík árið 1979. Þeir sem voru flottastir þá eru Bubbi og Björgvin,“ útskýrir leikstjórinn Gunnar Helgason lagavalið. „Við erum ekki að búa til neitt stríð á milli þeirra, sko,“ bætir hann hlæjandi við. Ofan- nefnd lög verða í sýningunni, en þar að auki verður efnt til laga- keppni síðar í mánuðinum, þar sem leitað verður að nýjum pönk lögum. „Þar gefst öllum kostur á að semja lög og senda inn. Það verða sex ný lög í sýningunni. Tvö þeirra semur Þorvaldur Bjarni, en hin fjögur fara í þessa keppni,“ útskýrir Gunnar. Í prufunum á fimmtudag er leit- að að karlmönnum á aldrinum 18 til 30 ára, sem geta leikið og sungið. „Það væri ekki verra ef þeir gætu dansað aðeins. Við erum að leita að leikurum í pönkhljóm- sveitina. Ef þeir kunna ekki á hljóðfæri þarf að kenna þeim nógu mikið til að geta spilað pönk,“ segir Gunnar. Frumsýning er áætluð í apríl á næsta ári og ítrek- ar Gunnar að enn sé ekki búið að negla allt niður. Skráning í prufurnar fer fram hjá Dóru Hafsteinsdóttur, kynn- ingarfulltrúa Þjóðleikhússins, í síðasta lagi í dag. Hægt er að hafa samband á dora@leikhusid.is. Bó og Bubbi í pönksöngleik PÖNKLAGAKEPPNI Gunnar Helgason leikstýrir nýjum söngleik Hallgríms Helgasonar. Efnt verður til pönklaga- keppni fyrir áhugasama síðar í mánuð- inum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Texti íslenska þjóðsöngsins er bara alls ekki boðlegur,“ segir Matthías Ásgeirsson, formaður Vantrúar, en að undanförnu hafa átt sér stað háværar og heitar umræður um kristnifræðikennslu í leik- og grunnskólum. Vantrúar- menn setja ekki bara spurningar- merki við trúboð í skólum heldur einnig að lofa Guð í þjóðsöngnum. Slíkt getur varla talist boðlegt að mati Matthíasar. „Ef það eru tuttugu þúsund manns sem eru á Laugardalsvellinum þá eru nær tíu þúsund sem geta ekki sungið með sökum trúar sinnar eða trú- leysis,“ bendir Matthías á. „Við viljum nýjan þjóðsöng sem allir geta sungið.“ Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar sem einnig hefur verið töluvert í umræðunni um kristni og skólahald, sagði það ekki vera á stefnuskrá félagsins að agnúast og atast í Þjóðsöngn- um. Mun brýnni verkefni lægju fyrir. Íslenski þjóðsöngurinn, Lof- söngur, lag Sveinbjörns Svein- björnssonar við texta Matthíasar Jochumsonar, hefur oftar en ekki verið mikið þrætuepli meðal þjóðar innar og þá ekki síst vegna þess hversu erfitt það reynist sæmilegasta söngfólki að halda lagi þegar söngurinn nær hámarki en nýlega var tilkynnt að lagið hefði verið lækkað úr Es-dúr í C- dúr til auðvelda fólki sönginn. Árið 2004 var hins vegar borin upp þingsályktunartillaga um að ríkisstjórninni yrði falið að endur- skoða lög um þjóðsöng Íslendinga. Tillagan náði ekki fram að ganga en flutningsmennirnir, þau Sigríð- ur Ingvarsdóttir og Hilmar Gunn- laugsson, bentu á að Ísland er land þitt, lag Magnúsar Þórs Sigmunds- sonar við texta Margrétar Jóns- dóttur og Ísland ögrum skorið, lag Sigvalda Kaldalóns við texta Egg- erts Ólafssonar, væru heppilegri kostir. Meðal þeirra sem voru alfarið á móti þessu þá var Guð- mundur Hallvarðsson og hann segist vera sömu skoðunar í dag. „Ég var á móti þessu þarna og er ennþá á móti því núna,“ segir Guðmundur og bætir því við að hann telji að við Íslendingar eigum að reyna halda okkar sér- kennum. Og okkar þjóðsöng. „Ég sé enga ástæðu til þess að hrófla neitt við honum,“ segir Guð- mundur í samtali við Frétta blaðið. freyrgigja@frettabladid.is MATTHÍAS ÁSGEIRSSON: TEXTI ÞJÓÐSÖNGSINS ER EKKI BOÐLEGUR Vantrú vill Lofsönginn burt VILL NÝJAN ÞJÓÐSÖNG Matthías Ásgeirsson telur að texti íslenska þjóðsöngsins sé ekki boðlegur. EKKI HRÓFLA VIÐ LOFSÖNGNUM Guðmundur Hallvarðsson vill ekki að hróflað verði við þjóðsöngnum. SÁLMUR MATTHÍASAR Lofsöngur var upphaflega saminn sem sálmur og textinn var ekki hugsaður sem þjóðsöngur Íslands. Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb...“ - ÚFÓ, Stuðmenn, Höf: Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.