Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 12
4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
Aseta ehf
Tunguháls 17
110 Reykjavík
sími: 533 1600
aseta@aseta.is
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
-
9
0
7
1
4
7
5
Gíraffinn
10 ára!
Einstakt afmælistilboð
Í tilefni af því að 10 ár eru liðin síðan Flex hóf
framleiðslu á „gíraffa“ fyrir sandpappír, til að
slípa sparsl á veggjum og í lofti, verða gíraffa-
vörur á sérstöku tilboðsverði til 14. desember.
Með öllum Flex-gíröffum sem keyptir eru fram
til 14. des., gefum við 1400W gripmattara,
1200W grip-hjámiðjuslípara, gíraffatösku og
gíraffahúfu frá Flex.
Gildir meðan birgðir endast!
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali.
Gæðaryksugur frá Siemens.
Virkilega þrífandi hrífandi.
Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn.
Er ekki upplagt
að fá sér ný ljós
fyrir jólin?
TÆKNI Internetið er hvergi jafn útbreitt á Evrópska
efnahagssvæðinu og á Íslandi. Alls 83 prósent
heimila hér á landi hafa aðgang að netinu en
meðalhlutfallið í hinum tuttugu og sjö ríkjum
Evrópusambandsins er 54 prósent. Næst á eftir
Íslandi koma Holland, Svíþjóð og Danmörk, sam-
kvæmt nýrri skýrslu hagstofu Evrópusambandsins,
Eurostat.
Auk þess að hafa nettengingar á flestum heimilum
eru Íslendingar iðnastir Evrópuþjóða við ýmiss
konar athafnir á netinu, eins og að nota leitarvél og
senda tölvupóst með viðhengi. Við höfum einnig
hlutfallslega flesta íbúa sem hafa hringt í gegnum
netið og sett upp heimasíðu.
Löndin sem verma botnsætin hvað varðar
útbreiðslu nettenginga eru Grikkland með 25
prósent heimila tengd, Rúmenía með 22 prósent og
Búlgaría með nítján prósent heimila tengd netinu.
Þessar þrjár þjóðir hafa einnig fæst heimili með
háhraðanettengingu.
Könnunin náði yfir heimili með að minnsta kosti
einum íbúa á aldrinum 16-74, og var viðmiðunartím-
inn fyrsti fjórðungur þessa árs. Spurt var um
netaðgang einhvers íbúa á heimilinu og hvort
viðkomandi hefði einhvern tímann framkvæmt
tiltekna athöfn á netinu. Séu tölur um netaðgang
heimila í ár bornar saman við það síðasta sést að
aðgangurinn eykst í nánast öllum tilfellum. Meðaltal
innan Evrópusambandsins hækkaði úr 49 prósentum
í 54, Noregur fór úr 69 prósentum í 78 og Slóvakía
stökk úr 27 prósentum í 46. Sömu sögu er að segja
um fjölda háhraðatenginga milli ára. - sþs
Ný skýrsla frá hagstofu Evrópusambandsins um útbreiðslu nettenginga:
Ísland best nettengt í Evrópu
NETTENGINGAR Í EVRÓPU
Nettengd heimili:
Ísland 84%
Holland 83%
Svíþjóð 79%
Meðaltal innan ESB 54%
Háhraðatengd heimili:
Ísland 76%
Holland 74%
Danmörk 70%
Meðaltal innan ESB 42%
NOREGUR Norska stjórnin hyggst
freista þess að sniðganga sam-
keppnisreglur Evrópusambands-
ins með því að halda því fram að
ríkisstyrkur til þróunar á koltví-
sýringsföngunarbúnaði í nýju gas-
orkuveri sé ekki ríkisstyrkur í
raun, heldur nauðsynleg fjárfest-
ing af hálfu ríkisins sem fjárfestis
á markaði í olíu- og gasiðnaði.
Unnið er að byggingu nýstár-
legs gasorkuvers á Mongstad á
Hörðalandi, sem á að verða þannig
útbúið að megnið af koltvísýringn-
um sem verður til við brennslu
jarðgassins, sem notað er til raf-
orkuvinnslunnar, verði fangað og
síðan geymt með því að vera dælt
niður í borholur á hafsbotni. Jens
Stoltenberg forsætisráðherra
hefur lagt gríðarlega áherslu á að
þessi áform gangi eftir.
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA,
hefur óskað eftir ítarlegum upp-
lýsingum um ríkisfjárfestingarn-
ar í verkefninu til að geta skorið
úr um hvort þær séu markaðs-
bjagandi ríkisstyrkir samkvæmt
skilgreiningu samkeppnisreglna
ESB. Norska stjórnin svaraði
þessu erindi ESA fyrir helgi með
ofangreindum rökum. - aa
JENS STOLTENBERG Forsætisráðherra
Noregs leggur áherslu á að áformin á
Mongstad gangi eftir.
Norskir ríkisstyrkir til koltvísýringsföngunartækni:
Sniðganga samkeppnisreglur ESB
Hefur notað leitarvél:
Ísland 86%
Holland 83%
Noregur 80%
Meðaltal innan ESB 57%
Hefur sent tölvupóst með viðhengi:
Ísland 76%
Holland 75%
Noregur 73%
Meðaltal innan ESB 50%
Hefur hringt í gegnum netið:
Ísland 33%
Frakkland 29%
Eistland 28%
Meðaltal innan ESB 15%
Hefur sett upp heimasíðu:
Ísland 31%
Noregur 21%
Eistland 18%
Meðaltal innan ESB 10%
Á NETINU Þriðjungur landsmanna hefur hringt í gegnum netið
og sama hlutfall hefur sett upp heimasíðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HLUTFALL FÓLKS SEM …