Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 30
4. DESEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fyrirtækjagjafi r
Jólapakki missir marks ef hann afhendist ekki
á persónulegan og fallegan hátt milli vinnu-
veitenda og starfsfólks.
„Við vinnum hugmyndavinnuna, öflum vörunnar,
kaupum hana, merkjum, pökkum og dreifum,“
segir Ásgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Manna-
móta, sem þessa dagana hefur í nógu að snúast í
jólagjafainnkaupum fyrir íslensk fyrirtæki.
„Margir gefa eitthvað matarkyns á meðan aðrir
gefa gjafakort eða gjafavöru, allt frá söfnunar-
gripum í borðbúnaði upp í útivistar fatnað,“ segir
Ásgeir og bætir við að ekki sé samasemmerki á
milli stærðar fyrirtækja og umfangs jólagjafa
þegar kemur að glaðningi til starfsfólksins.
„Oft gefa minni fyrirtæki veglegri jólagjafir,
en auðvitað skiptir máli hvort gjöfin kostar 2.000
eða 3.000 krónur þegar starfsmannafjöldinn skipt-
ir hundruðum. Mín reynsla er að minni fyrirtæki
beri meiri virðingu fyrir jólagjöfinni sjálfri og
leggi meira í sína starfsmenn, á meðan stærri fyrir-
tæki eru með ópersónulegri nálgun og útfærslur,“
segir Ásgeir og bendir réttilega á að þiggjandinn
finni strax hvort jólagjöfin hafi verið úthugsuð og
í hana verið lögð virðing og kærleikur.
„Það hvernig gjöfin er afhent skiptir jafn miklu
máli og það sem er í pakkanum. Að mínu mati geta
menn sleppt því að gefa jólagjafir ef hver og einn
starfsmaður þarf að sækja pakkann sinn á pall-
ettu inni á lager. Jólagjöf þarf að afhendast með
persónulegum hætti, með handabandi og ósk um
gleðileg jól. Það þarf ekki mikið til að setja punkt-
inn yfir i-ið, og lítið varið í að leggja mikla vinnu
í að gjöfin líti vel út ef enginn ætlar að afhenda
hana,“ segir Ásgeir og bætir við að sum fyrirtæki
vilji að hver gjöf sé keyrð heim til viðkomandi
starfsmanns á Þorláksmessu.
„Þá er fallegur siður að kalla starfsfólk saman á
kaffistofu síðasta vinnudag fyrir jól og gefa jóla-
gjafir um leið og því er boðið upp á jólakaffi og
með því. Slíkt gleður fólk og er hlýleg samfylgd
vinnuveitandans með starfsfólki sínu áður en það
heldur heim í jólafrí,“ segir Ásgeir, sem sjálfur
gaf sínum starfsmönnum hótellykil um síðustu jól
með inniföldum máltíðum, nuddi og dekri.
„Það var virkilega vel lukkað og miðaðist auð-
vitað við tvo. Menn mega ekki klikka á makanum
með svoleiðis gjöfum, því hann er ekki síður mikil-
vægur fyrirtækinu.“ - þlg
Punkturinn yfir i-ið
Ásgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Mannamóta, fer snemma í jólaskap enda í stórinnkaupum fyrir íslensk fyrirtæki og
umvafinn jólapökkum í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sérmerkt súkkulaði er vinsælt
fyrir jólin að sögn Jóhanns
Friðriks hjá útgáfu og gjafa-
vörufyrirtækinu Sögum.
Útgáfu- og gjafavörufyrirtækið
Sögur ehf. gefur út bækur og
geisladiska en sérhæfir sig einnig
í því að merkja vörur fyrir fyrir-
tæki, íþróttafélög og félagasamtök.
Fyrirtækið útvegar auk þess ýmiss
konar gjafir fyrir starfsmenn og
viðskiptavini fyrirtækja.
„Ég stofnaði Mýs auglýsinga-
vörur árið 2003 og seldi alls kyns
merktar vörur til fyrirtækja,“
segir Jóhann Friðrik Ragnarsson,
framkvæmdastjóri fyrir tækisins.
„Starfsemin vatt síðan upp á sig
og í upphafi þessa árs sameinuð-
ust Mýs og útgáfufyrirtækið Sögur
ehf. sem Tómas Hermannsson
stofnaði árið 2005.“ Þeir félagar
fengu svo Hrafn Sabir Kahn til
liðs við sig en hann hefur að sögn
Jóhanns áralanga reynslu af sölu-
málum og er sölustjóri.
„Við erum með mikið vöru úrval
sem hentar breiðum hópi við-
skiptavina en fyrirtæki sem leita
til okkar eru allt frá litlum verk-
stæðum til stórra banka,“ segir Jó-
hann. „Þetta gengur þannig fyrir
sig að fyrirtækin koma fram með
sínar hugmyndir eða óskir og við
leitum leiða til að verða við þeim.
Við erum með góða birgja í Evr-
ópu, Bandaríkjunum, Asíu og á Ís-
landi, en ef vörurnar eru ekki til
hjá þeim leitum við annað og finn-
um það sem viðskiptavinurinn
óskar eftir.“ Jóhann segir að sér-
merkt súkkulaði sé sérstaklega
vinsælt fyrir jólin og eins geisla-
diskar og bækur. „Þá erum við með
samstarf við Ostabúðina á Bitru-
hálsi og er vinsælt að stinga geisla-
diski eða bók í ostakörfuna.“
Fyrirtækið gefur meðal annars
út Jól með Mannakornum, Karí-
us og Baktus, Abbababb og Jón Ól-
afsson og þá er bókin Hnífur Abra-
hams, eftir Óttar M. Norðfjörð,
nýkomin út og auk þess Latabæjar-
bækur. „Við erum með lager og
pökkunaraðstöðu í Faxafeni en
skrifstofu í Hellusundi. Við sjáum
um alla pökkun og dreifingu og
komum vörunum á áfangastað ef
þess er óskað,“ segir Jóhann en
hann býst við hörkufjöri næstu vik-
urnar og líkir ástandinu við síldar-
vertíð. - ve
Gjafavertíðin í
fullum gangi
FRÉTTA
BLA
Ð
IÐ
/VÖ
LU
N
D
U
R
Hörkufjör verður hjá
Jóhanni næstu vik-
urnar enda þarf að
finna hentugar gjafir
fyrir starfsmenn
þeirra fyrirtækja sem
leita eftir hjálp hjá
Sögum ehf.
● ÞJÓNUSTA FRÁ A TIL Ö Fyrirtækið
Tékk-kristall býður upp á ýmiss konar hönnunar-
vörur sem geta hentað vel sem jólagjafir starfs-
manna. Öllum fyrirtækjagjöfum er fallega inn-
pakkað og hægt er að skila og skipta. Verslunin
gerir verðtilboð og oft má gera góða samn-
inga. Hér gæti því verið komin ágætis lausn fyrir
þau fyrirtæki þar sem enn er verið að leita að
réttu gjöfinni fyrir hjarta fyrirtækisins,
starfsmennina.