Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 8
 4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is TMÁnægja ÍS LE N SK A SI A .IS / T M I 40 19 9 12 /0 7 Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru viðskiptavinir TM þeir ánægðustu af viðskiptavinum tryggingafélaga, þriðja árið í röð. Ánægjuvog tryggingafélaga 2007 TM SJÓVÁ VÍS „Ég vil koma á framfæri þökkum fyrir frábæra þjónustu. Þegar ég lenti í slysi var gengið frá öllu alveg upp í topp og ekkert vesen. Það er rétt sem þið auglýsið að ef maður er tryggður hjá ykkur þá fær maður það bætt.“ Bestu kveðjur, Árni Gunnlaugsson „…öll vinna til fyrirmyndar hjá ykkur!“ Ummæli fólks sem lent hefur í tjóni segja mest um þjónustu tryggingafélaga. ORKUMÁL „Það vantar mikið upp á að allir standi jafnt að vígi í þess- um málum. Orkufyrirtækin ráða í raun för hvað varðar flutnings- virki og það tel ég óskynsamlegt og óréttlátt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, en hann hefur lagt fram fyrirspurn til Össurar Skarphéð- inssonar iðnaðarráðherra þar sem óskað er eftir afstöðu hans til þess að ríkið leysi Landsnet til sín, sem á og rekur flutningsvirki fyrir raforku. Landsnet er í eigu Landsvirkj- unar, Orkuveitu Reykjavíkur, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Fyrirtækin hafa lagt flutnings- virki sín inn í Landsnet sem hluta- fé en Landsvirkjun á um 68 pró- senta hlut í félaginu. Steingrímur segist líta svo á að Landsnet eigi að vera sjálfstætt ríkisfyrirtæki, algjörlega óháð orkufyrirtækjunum og dreifend- um orku á smásölustigi. „Hags- munir orkufyrirtækjanna eru ólíkir og þeir togast á innan þess fyrirkomulags eins og það er nú og það bitnar á byggðum í land- inu, ekki síst á landsbyggðinni. Ég tel að það sé skynsamlegast að ríkið sjái um rekstur kerfisins, ekki síst til þess að tryggja öryggi og aðgang fólks að rafmagni.“ Dreifiveitur sem framleiða meira en sjö megavött af raf- magni ber að tengjast flutnings- kerfi Landsnets. „Hlutverk fyrirtækis sem rekur flutningskerfi fyrir raf- magn getur aldrei verið að hagn- ast. Ég held að það séu allir sem átti sig á því, meira að segja frjálshyggjumenn. Þó kannski einn eða tveir hér á Íslandi séu undanskildir. Í Bretlandi komust Thatcher-istarnir (fylgismenn Margretar Thatcher) að því að einkavæðingarhugmyndir gætu aldrei náð til þess að reka flutn- ingsvirki fyrir rafmagn eða járn- brautarteina, svo ég taki dæmi. Meginforsendan er sú að hagnaðar- krafan getur bitnað á viðhaldinu, sem getur valdið gríðarlegum samfélagslegum skaða. Það sama tel ég eiga við um flutningsvirki fyrir rafmagn hér á landi og að mínu mati er farsælast að sér- stakt ríkisfyrirtæki sjái alfarið um flutningsvirki fyrir raf- magn.“ Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, sagði að mörgu að hyggja í þess- um málum en ótímabært væri að gera grein fyrir skýrri afstöðu til þessa álitamáls. „Iðnaðarráðherra mun svara þessu innan tíðar að vel athuguðu máli,“ sagði Einar Karl. magnush@frettabladid.is Ríkið ráði för í stað orkufyrirtækjanna Steingrímur J. Sigfússon vill að íslenska ríkið eigi og reki flutningsvirki fyrir raforku í landinu. Hætta á því að hagsmunir orkufyrirtækja verði teknir fram yfir hagsmuni almennings. Iðnaðarráðherra með fyrirspurn á borði sínu. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Vill að ríkið leysi til sín flutningsvirki fyrir rafmagn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Greint var frá því í Fréttablaðinu 2. nóvember síðastliðinn að verðmæti 68 prósenta hlutar Landsvirkjunar í Landsneti væri um 4,7 milljarðar króna, samkvæmt verðmætamati Par X viðskiptaráðgjafar. Kaupverð ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun tók meðal annars mið af fyrrnefndu mati. Viðmælendur Fréttablaðsins voru flestir hverjir sammála um að Landsnet væri verðmetin of lágt í fyrrnefndu mati en það byggðist á skulda- og eignastöðu félagsins á þeim tíma sem það var unnið. Á Norðurlöndunum er þessu misjafnlega farið. Í Noregi og Svíþjóð eru flutningsvirki alfarið í eigu ríkisins í sérstökum félögum en í Finnlandi er félag um flutningsvirkin almenningshlutafélag og skráð á markað. Ríkið er þó stór eigandi að því, líkt og orkufyrirtæki og ýmis önnur félög. EIGNARHALD Á FLUTNINGSVIRKJUM BELGÍA, AP Guy Verhofstadt, sem fór fyrir ríkisstjórn Belgíu síðast- liðið kjörtímabil og hefur stýrt bráðabirgðastjórn frá því þing- kosningar fóru fram í júní í ár, fór í gær á fund konungs til að fara þess á leit að hann fengi umboð til að freista þess að mynda neyðar- stjórn til að leiða landið út úr þeim stjórnarfarslegu ógöngum sem klofningurinn milli stjórnmála- flokka Flæmingja og Vallóna hefur valdið. Tilraunir Yves Leterme, leið- toga flæmskra kristilegra demókrata, sem varð stærsti flokkur lands- ins í kosningun- um 10. júní, til að mynda stjórn borgaralegra flokka beggja málhópa sem ráða yfir meiri- hluta á belgíska sambandsþing- inu, fóru endanlega út um þúfur um helgina. Þær strönduðu á kröfu flæmsku flokkanna um að auknar valdheimildir yrðu færðar til landshlutastjórnanna frá sam- bandsríkisstjórninni, en á þá kröfu vildu flokkar hinna frönskumæl- andi Vallóna alls ekki fallast á. Leterme skilaði stjórnarmyndunar- umboði sínu til Alberts konungs á laugardag. „Við erum orðnir að athlægi umheimsins,“ sagði Karel de Gucht, utanríkisráðherra í bráða- birgðastjórn Verhofstadts. - aa GUY VERHOFSTADT Hálfs árs stjórnarmyndunartilraunir í Belgíu farnar út um þúfur: Reynt að mynda neyðarstjórn ÞRÓUNARSTARF Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands hefur opnað fjórða mæðrahúsið í Níkaragva sem byggt er fyrir íslenskt fé. Í mæðrahúsum fá konur sem ekki hafa öruggt aðgengi að læknisþjónustu aðstoð við lok meðgöngu og við fæðingu barna sinna. Tilgangurinn er að draga úr mæðra- og ungbarnadauða, sem er algengur í landinu. Nýja húsið er í borginni Juigalpa og tóku kvennasamtök á svæðinu að sér rekstur hússins. Þá voru stofnuð samtökin Vinir mæðrahússins, en að þeim koma yfirsetukonur og málsmetandi fólk úr borginni. - eb Þróunarsamvinnustofnun opnar nýtt mæðrahús í Níkaragva: Fjórða húsið á vegum Íslands MÆÐRAHÚS Í NÍKARAGVA Í mæðrahúsum geta konur eignast börn sín á öruggum stað. Myndin er frá mæðrahúsi í Camoapa, sem nýtur aðstoðar Íslendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.