Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 24
[ ]
Breskir vísindamenn hafa
þróað nýtt og fljótlegt
klamydíupróf.
Vísindamenn í Bretlandi hafa
þróað nýtt klamydíupróf sem lík-
ist um margt þungunarprófi og
fást niðurstöður á um þrjátíu mín-
útum.
Hingað til hafa sýni verið send á
rannsóknarstofu og getur tekið um
tvær vikur að fá niðurstöðurnar. Á
þeim tíma getur viðkomandi hafa
borið smitið áfram eða þróað með
sé alvarlega fylgikvilla og er von-
ast til að þessi nýjung breyti því.
Í dag greinast um það bil eitt af
hverjum tíu breskum ungmennum
með sjúkdóminn. Hingað til hafa
skyndiprófin verið framkvæmd á
heilsugæslustöðvum en hægt er
að framkvæma þau sjálfur og að
öllum líkindum verða þau með
tímanum fáanleg til heimabrúks.
- ve
Svar á hálftíma
Ef grunur leikur á klamydíusmiti er nauðsynlegt að fá svar sem fyrst.
Mislingadauði
sjaldgæfari
FLEST BÖRN DEYJA AF VÖLDUM
MISLINGA Í SUÐUR-ASÍU EN GÓÐUR
ÁRANGUR HEFUR NÁÐST EFTIR
BÓLUSETNINGAR MISLINGA Í
AFRÍKU.
Barnadauði af völdum mislinga
minnkaði um 91 prósent á árun-
um 2000 til 2006 í Afríku, eftir
því sem tölur frá Alþjóðaheil-
brigðisstofnuninni (WHO) segja.
Það þýðir að markmið Samein-
uðu þjóðanna að minnka misl-
ingadauða um 90 prósent fyrir
árið 2010 hefur náðst fjórum árum
á undan áætlun, en á sama tíma
bendir WHO á að mislingadauði sé
enn algengur í Suður-Asíu, einkum
á Indlandi og í Pakistan.
Þessi frábæri árangur í Afríku er
aukinni bólusetningu allra ung-
barna fyrir eins árs aldur að
þakka. Mislingadauði í heimin-
um minnkaði alls um 68 prósent
– úr 757.000 í 242.000 – á sex
ára tímabili, en á árunum 2000
til 2006 voru 478 milljónir barna
bólusettar við mislingum í 46 af
þeim 47 löndum sem illa höfðu
orðið úti af völdum sjúkdómsins.
Enn eru 74 prósent dauðsfalla af
völdum mislinga í Suður-Asíu.
Mislingar eru bráðsmitandi og geta
verið banvænir, en einnig gert
barni ýmsa fötlun eins og blindu
og heilaskaða. Bóluefni við misl-
ingum hefur verið á boðstólum frá
því snemma á sjöunda áratugnum.
Mislingar deyða daglega 600 börn
undir fimm ára aldri, en komast
má hjá sjúkdómnum með öruggri
og árangursríkri bólusetningu. - þlg
Ungt fólk hrætt við HIV-smitaða
RAUÐI KROSSINN Í BRETLANDI BIRTI
NÝLEGA NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNAR
Á VIÐHORFUM UNGMENNA TIL HIV Í
TENGSLUM VIÐ HERFERÐ SEM ÆTLAÐ ER
AÐ VEKJA UNGT FÓLK TIL UMHUGSUNAR
UM VEIRUNA.
Einn af hverjum sjö Bretum á aldrinum
14 til 25 ára myndi slíta vinasambandi
ef í ljós kæmi að vinurinn eða vinkon-
an væri með HIV. Þetta kemur fram í
könnun á vegum breska Rauða kross-
ins sem gerð var í Bretlandi, Eþíópíu,
Suður-Afríku og Kirgisistan.
Nærri helmingur aðspurðra myndi
halda því leyndu ef ættingi greind-
ist með veiruna. Svipuð viðhorf virð-
ast vera við lýði í Suður-Afríku þar sem
tíðni HIV er hæst í heiminum en þar
myndi fimmtungur ungmenna hætta
að umgangast HIV-smitaðan vin. Í Kirg-
isistan myndi helmingur þeirra gera slíkt hið sama.
Einungis 32 prósent Breta hafa áhyggjur af því að fá veiruna en nýleg rann-
sókn þar í landi bendir til þess að nýgengi hans sé að aukast.
Niðurstöður rannsóknarinnar marka upphaf herferðar á vegum breska
Rauða krossins sem ætlað er að vekja ungt fólk til umhugsunar um veiruna.
Alyson Lewis, HIV ráðgjafi hjálparstofnunarinnar, segir að smánin og felu-
leikurinn í kringum HIV dragi úr möguleikum ungmenna um allan heim
til að nálgast upplýsingar um veiruna og tala opinskátt um ótta sinn og
áhyggjur. - ve
Sígarettur eru gífurlega skaðlegar heilsu. Þær geta haft
í för með sér hjarta- og æðasjúkdóma, heilablóðfall og
krabbamein svo eitthvað sé nefnt. Heillavænlegast er því
að hætta að reykja og enn betra að byrja aldrei á því.
Okkar vinsælu
Öðruvísi jólahlaðborð
Fimmtudag 6. desember
frá kl. 11:30-15:00
Föstudag 7. desember
frá kl. 11:30-15:00
Laugardag 8. desember
frá kl. 11:30-17:00 www.madurlifandi.is
Jólahlaðborð
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki