Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 10
4. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
STJÓRNMÁL Þingflokkur Vinstri-
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs vill halda í réttinn til að
stunda málþóf og leggst því gegn
núverandi hugmyndum að breyt-
ingum á þingsköpum samkvæmt
frumvarpi. Þingflokkurinn
harmar að frumvarpið hafi verið
lagt fram án samkomulags þegar
auðveldlega hefði verið hægt að
vinna málið í sátt. Þetta kom fram
á blaðamannafundi VG í gær.
„Við erum opin til umræðu um
allt en viljum ekki að það fyrsta
sem er sagt við okkur sé að við
verðum að láta af þessum réttind-
um til að eiga ótakmarkaðan
ræðutíma í annarri umræðu. Við
viljum eiga áfram þennan mögu-
leika að stunda málþóf, þó það
væri ekki nema neyðarréttur. Það
er í raun lýðræðislegur réttur
okkar til að vekja athygli þjóðar-
innar og fjölmiðla á varhuga-
verðum málum. Stundum getur
maður það ekki nema með því að
standa saman um langan mál-
flutning. Það hefur sýnt sig og við
viljum ekki selja frá okkur
þennan rétt. Ef þetta er spurning
um að laga aðstæður starfsmanna
þá er allt hægt í þeim efnum áður
en þingskaparlögunum er breytt,“
segir Kolbrún Halldórsdóttir,
þingmaður VG.
Þingflokkurinn segir afstöðu
sína helgast af því að gæta réttar
og vígstöðu stjórnarandstöðunnar
í samskiptum við meirihlutann og
framkvæmdarvaldið.
VG vilji breytingar en þá verði
líka vinnubrögð þingsins að batna,
vinnuaðstæður og allt skipulag að
verða betra og að staða stjórnar-
andstöðu og þingsins í heild gagn-
vart framkvæmdarvaldinu styrk-
ist en veikist ekki. Ef völdum
væri dreift væri ólíku saman að
jafna. Þá þurfi að hækka þrösk-
uld fyrir veitingu afbrigða frá
þingsköpum.
„Við viljum meira samráð, meiri
samvinnu og við viljum tryggja
það að hér sé ríkisstjórn sem fram-
kvæmir vilja þingsins en ekki ríkis-
stjórnarbundið þing þar sem ríkis-
stjórnin hefur tögl og hagldir og
getur beitt sínum mikla meirihluta
í eigin þágu til að flýta afgreiðslu
þingmála í gegnum þingið,“ segir
Kolbrún. ghs@frettabladid.is
Vill áfram málþófsrétt
Þingflokkur Vinstri grænna vill halda í réttinn til að stunda málþóf og harmar
að frumvarp um þingsköp hafi verið lagt fram án samkomulags.
VILJUM EKKI SELJA Þingflokkur VG vill halda í réttinn til að stunda málþóf. „Við viljum
ekki selja frá okkur þennan rétt,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, en hún
var ein þeirra sem kynntu málflutning þingflokksins á blaðamannafundi í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
RV
U
N
IQ
U
E
11
07
03
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Nr. 11
R
ekstra
Góðar
hugmyndir
Hagkvæmarvistvænar
mannvænarheildarlausnir
1982–2007
Rekstrarvörur25ára
Rekstrarvörulistinn
... er kominn út
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
39
98
6
11
/0
6
Dúnúlpur frá
The North Face
Verð frá
19.990 kr.
Úlpa á mynd 26.990 kr.
MENNING Þórarinn Ingi Jónsson, list-
nemi í Toronto, hefur verið kærður
fyrir óspektir á almannafæri. Hann
framkvæmdi gjörning í borginni í
síðustu viku og kom gervisprengju
fyrir á listasafni.
„Ég frétti hjá bloggara hér í borg-
inni að lögreglan vildi tala við mig
svo ég fór og fékk lögfræðing með
milligöngu íslenska konsúlsins,“
segir Þórarinn, sem vildi ekki að
lögreglan héldi að hann væri á flótta
og gaf sig því fram. „Ég var settur í
klefa á stöðinni og yfirheyrður. Ég
eyddi nóttinni á lögreglustöðinni og
fór fyrir rétt daginn eftir og sótti
um að losna gegn tryggingu.“
Þórarinn segir allt Íslendinga-
samfélagið í Toronto hafa mætt auk
vina og listamanna í borginni og
vottað fyrir réttinum að hann væri
hvorki eiturlyfjaneytandi né veikur
á geði. Hann er nú á skilorði en
þurfti að flytja úr íbúð sinni til fjöl-
skyldu sem á að gæta hans.
Réttað verður í málinu aftur í dag
en vegna þess hve mikinn áhuga
fjölmiðlar hafa sýnt málinu hefur
lögfræðingur Þórarins ráðlagt
honum að mæta ekki fyrir réttinn.
Þórarinn var rekinn tímabundið
úr námi við listaháskólann sem hann
sækir og var kennurum hans einnig
vikið frá, þrátt fyrir að þeir hafi
ekki vitað um fyrirætlan Þórarins.
„Ég mun mæta á næstu dögum á
fund aðstoðarskólastjórans og við
ætlum að mótmæla brottrekstrin-
um. Ég hef trú á því að það muni
leysast.“ - eb
Mál listnemans Þórarins Inga Jónssonar tekið fyrir í dag:
Þurfti að flytja úr íbúð sinni
HEILBRIGÐISMÁL Evrópusamtök
gegn leghálskrabbameini hvetja
þjóðir til þess að skrifa undir
áskorun á heimasíðunni cervical-
cancerpetition.eu um að allar
konur í Evrópu hafi sama rétt til
forvarna. Tíðni leghálskrabba-
meins er mun hærri í mörgum
Evrópuríkjum en á Íslandi.
Dánartíðni vegna krabbameins-
ins hefur aldrei verið lægri á
Íslandi og hefur lækkað um 88
prósent síðan árið 1970. Árið 1964
var farið að leita markvisst að for-
stigsbreytingum í frumustrokum
úr leghálsi kvenna að sögn Kristj-
áns Sigurðssonar, yfirlæknis leitar-
stöðvar Krabbameinsfélagsins.
„Tíðnin hætti að lækka árið 1980
vegna þess að mæting í leit var
ekki eins góð og hún átti að vera
og við það hækkaði nýgengi meðal
ungra kvenna. Á sama tíma urðu
einnig breytingar á lífsstíl kvenna
og karla sem einnig má tengja við
þessa hækkun,“ segir Kristján
Í kjölfarið var innköllunarkerfi
í krabbameinsleit gert skilvirkara
og boðunaraldur lækkaður úr 25
árum í 20 ár. Nýgengi lækkaði
aftur eftir 1980 en hefur staðið í
stað síðan árið 1990. Um 260 konur
hafa greinst með leghálskrabba-
mein síðan árið 1989.
„Frá 1989 hafa um 60 prósent
þeirra kvenna sem greinast með
leghálskrabbamein á Íslandi
greinst á seinni stigum og þar af
hafa 75 prósent þeirra ekki virt
vinnureglur okkar og ekki mætt
reglulega í skoðun. Leitin er því
sérstaklega mikilvæg.“ - eb
Undirskriftasöfnun gegn leghálskrabbameini:
Tíðnin aldrei verið lægri
25
20
15
10
5
0
1957 1965 1973 1981 1989 1997 2004
LEGHÁLSKRABBAMEIN 1956-2004
■ Nýgengi
■ Dánartíðni
(5 ára meðaltal)
Af hverjum 100.000 HEIMILD: KRABBAMEINSFÉLAGIÐ
ÞÓRARINN INGI JÓNSSON