Fréttablaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 59
ÞRIÐJUDAGUR 4. desember 2007
HANDBOLTI Axel Stefánsson mun
hætta að þjálfa norska liðið
Elverum í vor en félagið vill ekki
endurnýja samninginn við hann.
Axel fékk þessi svör þegar
hann vildi fá að vita um framtíðar-
áform félagsins.
„Þetta var ekki óskatímasetn-
ingin fyrir að gefa þetta út en það
má alveg lesa það út frá þessu að
við séum ekki hundrað prósent
ánægðir fyrst við viljum ekki
semja við hann áfram,“ sagði Aril
Tronslien, yfirmaður íþróttamála
hjá félaginu, í viðtali við norska
blaðið Ostlendingen.
„Ég vildi fá svör bæði vegna
fjölskyldu minnar og vegna
námsins,“ sagði Axel í viðtali við
sama blað en hann mun búa
áfram í Elverum á meðan hann
klárar sitt nám í íþróttafræðum.
- óój
Axel Stefánsson í Noregi:
Hættir þjálfun
Elverum í vor
FÆR EKKI NÝJAN SAMNING Axel Stefáns-
son hættir í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Vandræðagemlingurinn
Joey Barton, leikmaður New-
castle, ítrekaði í viðtali við BBC í
gær að hann hræddist ekki
fangelsisvist yrði hann dæmdur
sekur fyrir árás á Ousmane Dabo,
fyrrverandi samherja hans hjá
Manchester City.
„Ef ég fer í fangelsi fyrir að
verja mig, þá stendur mér
vitanlega ekki á sama, þar sem ég
er þess fullviss um að ég gerði
ekkert rangt. Ég er ekki vondur
maður þó svo að ég hafi ef til vill
slæmt orð á mér og ég held að
fólk sé búið að dæma mig fyrir
fram án þess að vita hvort ég sé
sekur eða saklaus í þessu máli.
Einn dag get ég leyst frá skjóð-
unni um hvað átti sér stað í raun
og veru,“ sagði Barton.
Réttarhöld í málinu fara líklega
fram í júní á næsta ári og ef
Barton verður dæmdur sekur
getur hann átt yfir höfði sér allt
að fimm ára fangelsisvist. - óþ
Enska úrvalsdeildin:
Barton kveðst
vera saklaus
HARÐJAXL Joey Barton hefur orð á sér
fyrir að vera harður í horn að taka.
NORDICPHOTOS/GETTY