Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 1

Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 21. desember 2007 — 347. tölublað — 7. árgangur 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Föstudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 40% B la ð ið /2 4 s tu n d ir M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 43% 70% BB Ánægð með velgengni síðustu ára Regína Ósk Óskars- dóttir söngkona er þrítug. TÍMAMÓT 42 JÓLIN KOMA Streitulaus jól Sérblað um jól og jólahald FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ JÓLIN KOMA O.FL. Þórunn Kjartansdóttirf Hvetur aðra til dáða Þórunn unir sér best í eldhúsinu. Hér er hún að elda fiski-súpu kokksins sem er tilvalinn forréttur. JÓLASVEINADANSDansjólasveinninn Kláus býður upp á nýjan dans á hverjum degi í desember. JÓL 3 SKÖTUVEISLAÞeir sem vilja borða skötu á Þorláksmessu en líkar ekki lyktin geta skellt sér á skötuhlað-borð. JÓL 2 FR ÉTTAB LA Ð IÐ /VALLI jólin komaFÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 Mín mæta MaríuvísaAuður Ólafsdóttir rithöfundur tók nýlega kaþólska trú. BLS. 6ÞÓRUNN KJARTANSDÓTTIR Hvetur alla til dáða matur jól Í MIÐJU BLAÐSINS Svarthvít tilvera Þórunn Högna- dóttir í Innlit/Út- lit opnar heimili sitt. FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG Erfið stormviðratíð Siggi stormur segir gráu hárunum hafa fjölgað við að spá óveðri á fætur óveðri. FÓLK 70 VÆTA FYRIR HÁDEGI Í dag verður sunnan strekkingur vestan til, annars heldur hægari. Víða rigning með morgninum, einkum sunnan og vestan til, en úrkomulítið eftir hádegi. Hiti 4-10 stig að deginum. VEÐUR 4 WWW.E-LABEL.IS TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison, á bestu íslensku plötu þessa árs. Þetta er niðurstaða sautján sér- fræðinga Fréttablaðsins. Platan, Mugi- boogie, fékk yfirburðakosn- ingu sem besta platan. Fyrstu plötur Sprengju- hallarinnar og Hjaltalín urðu í öðru og þriðja sæti kjörsins. Báðar plötur Megasar komust inn á topp tíu. Mugison var ánægður með niðurstöðuna þegar Fréttablaðið ræddi við hann: „Ég veit ekki hvort þetta er einhver hunda- heppni eða hvort fólk er að gera mér aumingjagreiða,“ sagði hann. - hdm/ sjá síðu 52 Sérfræðingar Fréttablaðsins: Mugiboogie plata ársins MUGISON Gefst ekki upp Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, hefur kært dóm aga- nefndar yfir sér og er til í að fara með málið fyrir al- menna dómstóla reynist þess þörf. ÍÞRÓTTIR 64 MENNING „Svo ég segi bara mína skoðun þá eru ákveðnar helgimyndir eða stólpar innan Ríkisútvarps- ins. Maður hreyfir ekki við skaupinu,“ segir Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Eflaust sé það til marks um íhaldssemi hennar, en hún hrífist bara ekkert af þeirri hugmynd yfirstjórnar RÚV að selja auglýsingar inn í mitt áramótaskaup. Yfirmenn RÚV hafi vissulega lagaheimild til þessa, en þeir eigi að stíga gætilega til jarðar. „Skaupið er hluti af því að byggja upp góða ímynd Ríkisútvarpsins og styrkir það. Eitthvað um 95 prósent þjóðarinnar sameinast fyrir framan sjón- varpið til að horfa á skaupið. Þá verða menn að fara varlega,“ segir hún. Spurð hvort þetta verði framtíð skaupsins segir Þorgerður að dagskrárvaldið sé ekki í hennar höndum. Hins vegar sé ákvörðunin ekki komin í gegn. „Og það getur vel verið að þeir breyti þessu, ég veit ekki hvaða samningar búa þarna að baki. En mér finnst þetta afar óheppilegt svo vægt sé til orða tekið.“ Þorgerður ræðir málin nánar í helgarviðtali við Fréttablaðið á morgun. - kóþ Menntamálaráðherra hvetur til þess að varlega sé farið með stólpa Ríkisútvarps: Maður hreyfir ekki við skaupinu VEÐRIÐ Í Slökkviliðið kallað á vettvang: Eiturefni láku úr plastkeri UMHVERFISSLYS Um tvö hundruð lítrar af efni sem inniheldur 53 prósent af saltsýru lak úr plastkeri við fyrirtækið Tandur á Hesthálsi í gær. Kerið var í gámi og urðu starfsmenn Tandurs varir við lekann þegar þeir opnuðu hann. „Það skapaðist aldrei hætta en þetta hefði getað farið verr ef lekinn hefði verið meiri eða ef um sterkari blöndu hefði verið að ræða,“ segir Birgir Örn Guð- mundsson, gæðastjóri hjá Tandri. Svo virðist sem kerið hafi skemmst í sjóflutningum. Saltpéturssýra er mikið notuð við hreinsun í matvælaiðnaði. Að sögn slökkviliðsins getur það valdið miklum óþægindum í augum, slímhimnum, öndunar- færum og jafnvel í húð ef blandan er sterk. - jse STJÓRNSÝSLA Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði í gær Þorstein Davíðsson, fyrrverandi pólitískan aðstoðarmann Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, í embætti héraðsdómara. Þorsteinn er sonur Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra. Nefnd sem metur hæfi umsækj- enda í héraðsdóm taldi þrjá umsækjendur hæfari í starfið en Þorstein. „Ég veit ekki til þess að áður hafi verið gengið í berhögg við umsögn nefndar innar með þessum hætti,“ segir Eggert Óskars son, einn nefndarmanna. Þrír skipa nefndina; einn til- nefndur af hæstarétti, annar af dómurum og þriðji af lögmönnum. Þeir skipa umsækjendum í fjóra flokka; óhæfur, hæfur, vel hæfur eða mjög vel hæfur. Umsækjendurnir Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlög maður, Halldór Björnsson, aðstoðar maður hæstaréttardómara, og Pétur Dam Leifsson lektor voru allir metnir „mjög vel hæfir“ af nefndinni. Ragnheiður Jónsdóttir, fulltrúi sýslumanns, og Þorsteinn voru metin „hæf“. „Ég er ósammála hæfnis- umsögnunum,“ segir Árni Mathiesen. „Ráðherranum er ætlað að skipa, en dómnefndinni að gefa umsögn.“ Árni telur skipta miklu máli að Þorsteinn hafi verið aðstoðar maður Björns, það gefi honum víðtæka reynslu, sem ekki margir hafi. „Hann hefur verið aðstoðarmaður héraðsdómara, hann er saksóknari og deildarstjóri hjá lögreglustjóra- embætti höfuðborgarsvæðisins,“ segir Árni. Við síðasta starfinu tók Þorsteinn í haust. Geir H. Haarde forsætisráð- herra skipaði Árna settan dóms- málaráðherra í málinu. Árni hefur setið í ríkisstjórn með Birni Bjarna- syni frá 1999 og sat með Davíð Oddssyni í sex ár. Þorsteinn hefur störf í janúar með 75 prósenta starfsskyldu í hér- aðsdómi Norðurlands eystra og 25 prósent í héraðsdómi Austur lands. - sgj Valinn héraðsdómari fram yfir þrjá hæfari Árni Mathiesen skipaði í gær Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Matsnefnd úrskurðaði þrjá umsækjendur hæfari en Þorstein. Árni er ósammála og segir reynslu Þorsteins sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra skipta miklu. SLÖKKVILIÐSMENN HREINSA EITUREFNI Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna eiturefnaslyss við Hestháls um klukkan þrjú í gær. Engin hætta var á ferðinni en að sögn slökkviliðsmanna var mikið mildi að veður var stillt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 21 DES Þórunn Högnadóttir sjónvarpskona opnar heimili sittSTÍLHREINT OG SMART
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.