Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 4
4 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR ÖRYGGISMÁL Engin þörf er fyrir íslenska öryggisþjónustu og ótrú- legt ef meirihluti reynist fyrir því á Alþingi að slíkri stofnun verði komið á laggirnar, segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar lög- maður. Hann varar við því að eftir- lit með borgurunum verði aukið. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra upplýsti á dögunum að til stæði að kynna frumvarp um stofn- un íslenskrar öryggisþjónustu á nýju ári. „Það er augljóst að ef stofnað verður til öryggislögreglu, sett yfir hana ný yfirstjórn, nýir starfsmenn og svo framvegis þá þarf hún að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Ragnar. „Öryggislögreglan þarf að sýna fram á að hún hafi afrekað eitthvað. Þar sem svo lítið er um að vera í okkar samfélagi er hætt við að slík stofnun búi sér til verkefni. Það er afar hættulegt, en þetta er reynsl- an í heiminum,“ segir Ragnar. Hann segir afar skeinuhætt í svo litlu samfélagi að „stóri bróðir“ skuli ætla að auka eftirlit með borg- urunum. „Þetta mun þýða að það verði búnir til óvinir ríkisins, þeir hafðir í siktinu og fylgst með öllu sem þeir segja og gera,“ segir Ragnar. „Þetta minnir á eldri tíma, frá því fyrir miðja síðustu öld.“ Dómsmálaráðherra hefur sagt að öryggisþjónustan muni hafa heimildir til að beita svokölluðum forvirkum rannsóknaraðferðum. Þá þurfi starfsmenn hennar ekki að hafa rökstuddan grun um að lögbrot hafi verið framið, eða til standi að fremja tiltekið afbrot. Lögreglan verður alltaf að hafa slíkan grun til að hefja rannsókn. Ragnar segir enga þörf fyrir beitingu slíkra forvirkra aðferða, krafa um rökstuddan grun sé öryggisventill til að koma í veg fyrir ofvöktun, og lögregla hafi nægar heimildir til að bregðast við hryðjuverkum og alþjóðlegri glæpastarfsemi. Haft var eftir Birni Bjarnasyni í Fréttablaðinu í vikunni að ekki verði farið í aðgerðir án „afskipta“ dómara, og að komið verði á „sér- stöku eftirliti“ með slíkri eftir- grennslan. Í nágrannalöndunum hafa víða verið skipaðar sérstakar þingnefndir sem hafa eftirlit með öryggisþjónustu. „Slíkt eftirlit verður auðvitað ekki gagnsætt, svo það er að engu hafandi að mínu áliti,“ segir Ragnar. Þingmenn sem sæti eigi í slíkri nefnd yrðu bundnir trúnaði, og geti því ekki tekið álitamál upp á Alþingi með lýðræðislegum hætti. brjann@frettabladid.is Ótrúlegt ef Alþingi vill öryggisþjónustu Engin þörf er fyrir íslenska öryggisþjónustu sem dómsmálaráðherra hefur boðað segir hæstaréttarlögmaður. Hætta sé á því að slík stofnun búi sér til verkefni til að réttlæta tilvist sína. Skeinuhætt samfélaginu að auka eftirlit hins opinbera. HEIMILDIR ÞYRFTI FYRIR HLERUNUM Íslensk öryggisþjónusta þyrfi að fá heimild fyrir rannsóknum á pósti, hlerun á símtölum og allri svipaðri skerðingu á einkalífi fólks. Þetta hefur Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra gefið til kynna, auk þess sem þetta er tryggt í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Í 71. grein stjórnarskrárinnar segir meðal annars: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjöl- skyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri laga- heimild. Það sama á við um rann- sókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.“ HLERAÐ Skýrt er í stjórnarskrá að dómari þarf að heimila hleranir, leit í húsakynnum, rannsókn á skjölum og póstsendingum og fleira í þeim dúr. Myndin er sviðsett. Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi s: 554 7200 • www.hafid.is LÖGREGLUMÁL Þeim eina sem enn er á landinu af þeim þremur Pól- verjum, sem úrskurðaðir voru í farbann vegna gruns um aðild að nauðgun í heimahúsi á Selfossi 27. október, var gert að greiða millj- ón króna tryggingu fyrir því að verða tiltækur lögreglu til 4. febrúar 2008. Maðurinn reiddi þegar fram upphæðina. Fari hann úr landi rennur upphæðin til ríkis- sjóðs. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, segir líklegt sé að þessu úrræði verði beitt í ríkari mæli til að reyna að koma í veg fyrir að menn sem settir hafa verið í farbann fari úr landi. Eftir að Íslendingar urðu aðilar að Schengen-samstarfinu árið 2001 dró úr áhrifum farbanns en ekki þarf að framvísa vegabréfi innan aðildarríkja þess. Í ljósi þess hve farbann hefur reynst gagnslítið telur Ólafur Helgi að önnur úrræði verði að skoða vand- lega. Best sé að menn séu úrskurð- aðir í gæsluvarðhald leiki grunur á að þeir fari úr landi. Auk greiðslu á tryggingu þurfi að athuga hvort hægt verði að fara fram á að menn beri ökklaband svo auðveldara sé að fylgjast með ferðum þeirra. Sýslumaður hefur sent gögn um mennina tvo, þá Przemyslav Pawel Krymski og Jaroslaw Pruczynski til Interpol en þar lýsa íslensk yfirvöld þegar eftir þremur mönn- um, þeim Moh D Bashar Najeh Suleiman Almasaid, Pap Ousman Kweko og Ali Zerbout, sem allir komust undan eftir að hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi sem þeir frömdu á landinu. - kdk Farbann gagnslítið úrræði eftir að Íslendingar urðu aðilar af Schengen: Milljón í tryggingu vegna farbanns ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON Sýslu- maðurinn á Selfossi segir hinn grunaða hafa reitt fram milljón króna tryggingu gegn því að vera tiltækur lögreglu 4. febrúar. PÓLLAND, AP Pólskur áfrýjunar- dómstóll ógilti í gær úrskurð um 25 ára fangelsi yfir rithöfundi sem var sakfelldur fyrir morð sem þótti óeðlilega líkt morði í bók eftir hann. Réttað verður á ný innan þriggja mánaða yfir rithöfundin- um, Krystian Bala, sem verður áfram í haldi þangað til. Dómararnir sögðu engan vafa leika á að tengsl voru milli Bala og dauða fórnarlambsins, Dariusz Janiszewski, sem Bala grunaði um að halda við fyrrver- andi eiginkonu sína. Frekari sannana þyrfti þó við. - sdg Lýsti morðinu í bók sinni: Dómur ógiltur yfir rithöfundi BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær afar ósáttur við margt í fjárlög- um ársins, sem meirihluti demó- krata á Banda- ríkjaþingi sam- þykkti á miðvikudag, daginn fyrir jólafrí þingsins. Forsetinn segir mikið af fjárveit- ingarheimildum frumvarpsins fela í sér hreina sóun, en segist þó þakklátur fyrir að fé hafi verið tryggt til daglegs rekstrar ríkisstofnana án þess að skattar hafi verið hækkaðir. Bush getur ekki beitt neitunar- valdi á fjárlögin, en hann hefur beitt neitunarvaldi sínu óspart á ýmis frumvörp demókrata á þessu ári. - gb Bandaríkjaþing í jólafrí: Bush ósáttur við fjárlögin GEORGE W. BUSH DANMÖRK, AP Samtök ræktenda jólatrjáa í Danmörku hafa verið ákærð fyrir að hafa áhrif á verðmyndun. Danmörk er stærsta útflutningsland jólatrjáa í Evrópu. Rannsókn hófst fyrir ári síðan eftir aðvaranir frá danska samkeppniseftirlitinu árin 2001 og 2005. Hafði eftirlitið hvatt samtökin til að hætta að gefa heildsölum sem það var í viðskipt- um við leiðbeiningar um verðlagn- ingu til að undirbjóða samkeppnis- aðila. Verð á jólatrjám í Evrópu hefur hækkað um 20 prósent í ár. Samtökin segja skýringuna liggja í skorti á jólatrjám. - sdg Leiðbeina um verðlagningu: Jólatrjáarækt- endur ákærðir STJÓRNSÝSLA Um áramót sameinast Landbúnaðarstofnun matvæla- sviðum Umhverfisstofnunar og Fiskistofu í nýrri Matvælastofn- un með aðalskrifstofu á Selfossi. Í dag er 21 starfsmaður hjá áður nefndum matvælasviðum. Sjö starfa áfram í Reykjavík en störf hinna flytjast á Selfoss „Starfsfólkið er misánægt,“ segir Jón Gíslason, forstöðumað- ur Landbúnaðarstofnunar og verðandi Matvælastofnunar. Aðeins þrír starfsmenn hafa þegar sagst ekki munu starfa á Selfossi en nokkrir mánuðir eru í að starfsemin flytji. - gar Ný Matvælastofnun: Fjórtán störf flutt á Selfoss JÓLATRÉ Norðmannsþinur kostar 490 til 1.700 krónur. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 20.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 121,018 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 63,46 63,76 126,28 126,90 91,01 91,51 12,194 12,266 11,338 11,404 9,630 9,686 0,5606 0,5638 99,09 99,69 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SVEITARSTJÓRNIR Foreldrar leikskólabarna á Akranesi þurfa framvegis aðeins að greiða eitt gjald þótt þeir eigi fleiri en eitt barn í leikskóla eða hjá dag- mæðrum. „Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að gera Akranes að eftirsóknarverðum búsetukosti, ekki síst fyrir ungt fólk. Ljóst er að kostnaður foreldra vegna leikskólagjalda getur verið íþyngjandi. Með þessari tillögu er komið til móts við barnafjölskyldur á Akranesi og kostnaður færður nær því sem gerist í nágrannasveitarfélög- um,“ segir bæjarráð Akraness. - gar Leikskólabörn á Akranesi: Bara eitt gjald fyrir systkini
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.