Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 10

Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 10
10 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 11 /0 7 Leki göngustafir fyrir þá sem gera kröfur Verð frá 3.990 parið GAPASTOKKUR FYRIR REYKINGAFÓLK Þeir sem hyggjast reykja á veitinga- húsinu „Malermeister Turm“ í borginni Goslar í Þýskalandi verða að fara að eins og kokkur staðarins, Michael Windisch – nefnilega nota þennan sérútbúna gapastokk. NORDICPHOTOS/AFP VELFERÐARMÁL Hjónin Sævar Arn- fjörð og Ólína Ragnheiður Gunnars dóttir eru komin í nýtt tjald og una hag sínum vel. „Við fórum í Útilíf í Glæsibæ og spurð- um bara hvort þeir gætu gefið okkur tjald,“ segir Sævar. „Verslunarstjórinn hafði engar vöflur á og fór á lagerinn og kom með þetta fína jöklatjald.“ Áður voru þau komin með himin yfir gamla tjaldið en hann fauk í ofsaveðrinu sem geisað hefur undanfarið. „Jöklatjaldið hreyfist hins vegar ekki þannig að það fer bara mjög vel um okkur.“ Hjónin hyggjast vera í tjaldinu um jólin, og svo þegar frúin á afmæli hinn 28. þessa mánaðar ætlar Sævar að baka handa henni pönnukökur. - jse Ætla að dvelja í tjaldinu um jól og áramót: Verslunarstjóri gaf hjónunum tjald HJÓNIN VIÐ NÝJA TJALDIÐ Verslunarstjóri Útilífs gaf þeim þetta jöklatjald og una þau hag sínum vel. Fyrir aftan þau má sjá gamla tjaldið en þar er allt á floti efir veðurofs- ann síðustu daga. JÓN SIGURÐUR VINNUMARKAÐUR Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niður stöðu að öll þóknun fanga vegna náms og vinnu í fangelsum landsins sé skattskyldar tekjur sem beri að meðhöndla sem slíkar. Föngunum beri ýmis félagsleg réttindi þar sem greiða ber af laun- um þeirra, til dæmis trygginga- gjald, slysatryggingar, atvinnu- leysisbætur, iðgjöld í lífeyrissjóð og fæðingarorlof. Í niðurstöðum umboðsmanns kemur fram að ákvæði reglugerð- ar um að Fangelsismálastofnun ákvarði fjárhæð þóknunar og dag- peninga afplánunarfanga sé ekki í samræmi við ákvæði laga um fulln- ustu refsinga því dómsmálaráð- herra hafi verið falið þetta. Athygli ráðherra er vakin á þessari ófull- nægjandi lagastoð. Þá er bent á að sú afstaða dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að þóknanir sem fangar fá fyrir vinnu sína séu ekki skattskyldar sé ekki í samræmi við ákvæði laga um tekjuskatt. Því sé þörf á lagabreyt- ingum. Umboðsmaður beinir þeim tilmælum til ráðuneytisins „að framkvæmd á greiðslum „þókn- ana“ til fanga fyrir ástundun vinnu eða náms, sem og greiðsla dagpen- inga til fanga, verði færð til þess horfs“ að það samrýmist skattalög- um. Þá beinir umboðsmaður þeim til- mælum til ráðuneytisins að annað- hvort verði framkvæmd stjórn- valda á greiðslum fyrir vinnu fanga breytt þannig að fangarnir teljist launþegar og njóti slysatrygginga almannatrygginga eða að lögin verði endurskoðuð þannig að slysa- tryggingar þeirra uppfylli kröfur samkvæmt evrópskum fangelsis- reglum um lágmarksslysatrygg- ingar fanga við vinnu. Í frétt á vef ASÍ segir að niður- staðan feli í sér mikilsverða viður- kenningu á réttindum fanga hér á landi og muni þegar fram í sækir tryggja betri aðlögun fanga að venjulegu samfélagi eftir að afplánun ljúki. Réttarstaða vinn- andi fanga hafi verið „með öllu óviðunandi“ þegar afskipti ASÍ hófust 1999. Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, telur að álitið geti haft tals- verð áhrif á réttarstöðu fanga. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri vísar á Fangelsismálastofn- un. Viðræður muni eiga sér stað við fangelsisyfirvöld og leitað verði lausna. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að farið verði gaumgæfilega yfir álitið. ghs@frettabladid.is Fangar verði launþegar Umboðsmaður Alþingis telur að stjórnvöld verði að greiða föngum sem launþegum fyrir vinnu í fangelsum svo þeir njóti tilheyrandi réttinda, eða endurskoða lögin. ASÍ telur réttarstöðu fanga óviðunandi. SKATTSKYLDAR TEKJUR Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að meðhöndla beri þóknun fanga vegna náms og vinnu í fangelsum sem skattskyldar tekjur og föngunum beri sömu félagslegu réttindi og aðrir hafa á vinnumarkaði. FARIÐ YFIR ÁLITIÐ Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að farið verði gaum- gæfilega yfir álit Umboðsmanns Alþingis. TALSVERÐ ÁHRIF Talsverð áhrif á réttarstöðu fanga, að mati Magn- úsar Norðdahl, lögfræðings ASÍ. VIÐRÆÐUR EIGA SÉR STAÐ Viðræð- ur munu eiga sér stað við fangelsis- yfirvöld, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkis- skattstjóra. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Magnúsi Ragnarssyni, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Skjárinn Miðlar ehf., 1,5 milljónir í bætur vegna meiðyrða sem birtust í frétt DV annars vegar og tveimur dálkum Fréttablaðsins hins vegar. 365 miðlar, eigendur Fréttablaðsins og fyrrverandi eigendur DV, greiða sektina. DV birti 29. september 2006 frétt þar sem sagt væri að allt væri „í tómu tjóni“ í einkalífi Magnúsar og að yfirmönnum Skjás eins gengi illa „að fóta sig í einka- lífinu“. Voru ummælin dæmd dauð og ómerk. Í meginmáli dálks í Fréttablaðinu föstudaginn 26. janúar 2007 var sagt frá því að Magnús gengi undir nafninu „Maggi glæpur“ á markaðsdeild 365 vegna ýfinga milli samkeppnisaðilanna 365 miðla og Skjás- ins. Voru þessi ummæli einnig dæmd dauð og ómerk. Loks birtist viðhorfspistill blaðamannsins Jakobs Bjarnars Grétarssonar í Fréttablaðinu 10. janúar 2007 með fyrirsögninni „Geðþekkur geðsjúklingur“. Með pistlinum birtist mynd af Magnúsi og fjallaði blaða- maður um að dagskrá Skjás eins mætti líkja við sjúk- dóminn geðklofa. Þar væru sýndir bæði úrvals sjón- varpsþættir og arfaslakir. - sgj 365 miðlar dæmdir fyrir meiðyrði í þremur mismunandi blaðaskrifum: Magnús fær 1,5 milljóna bætur MAGNÚS RAGNARS- SON Fær bætur vegna meiðyrða í sinn garð. KIRGISISTAN, AP Stjórnvöld í fyrrverandi sovétlýðveldinu Kirgisistan hafa ákveðið að heiðra sjálfan jólasveininn með því að nefna fjall í höfuðið á honum. Fyrir eru í landinu fjöll sem heita Lenín og Jeltsín. Hugmyndin að Jólasveinafjall- inu er komin frá sænskum verkfræðingum og er tilgangurinn að efla ferðaþjónustuna í Kirgisist- an. Í sumar stendur til að halda alþjóðlega jólasveinaráðstefnu í Kirgisistan. Einnig verður árlega efnt til kappleikja, þar sem jólasveinar frá öllum heimshorn- um keppa í reykháfaklifri, sleðaakstri og trjáskreytingum. - gb Ferðamanna freistað: Fjall nefnt eftir jólasveininum STJÓRNSÝSLA Starfsskipulagi félagsmálaráðuneytisins verður breytt um áramót þegar ný verkefni flytjast til ráðuneytisins frá heilbrigðisráðu- neytinu. Þrjú fagsvið verða í ráðuneyt- inu: velferðarsvið, tryggingasvið og jafnréttis- og vinnumálasvið, og þrjú stoðsvið. Markmið breytinganna er að auka áherslu á stefnumótun innan ráðuneytisins, bæta samskipti við stofnanir og efla innri starfsemi þess. Um leið og þetta er tilkynnt auglýsir ráðuneytið eftir skrif- stofustjórum fjögurra sviða. - bþs Félagsmálaráðuneytið: Breytt skipu- lag með nýjum verkefnum JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR Dýrara skólamötuneyti Gjaldskrá skólamötuneyta í grunn- skólum Akureyrar hækkar um sjö prósent um áramótin. Bæjarráð segir ástæðu hækkunarinnar vera verðhækkun á hráefni, kjarasamn- ingsbundnar launahækkanir og hallarekstur á árinu 2007. Verð á máltíð í annaráskrift verður 274 krónur og stakar máltíðir munu kosta 370 krónur. AKUREYRI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.