Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 16

Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 16
16 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR MENNTAMÁL Háskólafélag Suður- lands ehf. var formlega stofnað á Selfossi á miðvikudag. Tilgangur félagsins er meðal annars að auka menntunarstig, búsetugæði og efnahagslegar framkvæmdir á Suðurlandi. Það verður gert með því að treysta undirstöður og samstarf fyrir- tækja á sviði menntamála, rannsókna og þjónustu á Suður- landi. Einnig á að kynna og styrkja símenntunarstöðvar. Verkefnið verður unnið í samstarfi við íslenska háskóla. - ovd Háskólafélag stofnað: Aukin lífsgæði á Suðurlandi FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS Menntunarstig verður aukið á Suður- landi. MYND/EGILL DÓMSMÁL Karlmaður var í gær dæmdur í Hæstarétti í átta mánaða fangelsi auk ævilangrar ökuréttarsviptingar fyrir akstur undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda. Segir í dómnum að maðurinn hafi átta sinnum hlotið refsingu fyrir brot gegn umferðarlögum. Fjórum sinnum hefur hann verið dæmdur fyrir að aka ölvaður, tvisvar til þriggja mánaða og tvisvar til sex mánaða fangelsis- vistar. Þá hefur hann átta sinnum verið dæmdur fyrir að aka án ökuréttinda. Manninum var gert að greiða allan sakarkostnað auk máls- varnar launa. - ovd Átta mánaða fangelsi: Ók ölvaður og án réttinda Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins ÞUNG ÁTTA Fílefldir menn báru risavaxna „áttu“ yfir Times Square í New York í Bandaríkjunum. „Áttan,“ sem vegur 227 kíló, er hluti af skilti sem markar ártalið 2008 og verður uppljómað þegar klukkan slær tólf á miðnætti á gamlárskvöld. NORDICPHOTOS/AFP ENGLAND Þorpsbúar í Galashields á Englandi voru furðu lostnir þegar ölvaður átján ára piltur reyndi að njóta ásta með gangstétt í bænum. Drengurinn segir að þetta hafi verið gert í fíflagangi eftir að hafa setið að drykkju ásamt félögum sínum. Hann verður fyrir vikið ekki settur á lista lögreglunnar yfir kynferðis- glæpamenn, en fær tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. „Þetta var mjög undarlegt,“ sagði lögreglustjóri bæjarins. „Hver sá sem liggur í götunni að degi til, bersýnilega ölvaður og afklæddur að hluta, á greinilega við vandamál að stríða.“ - sgj Ölvaður átján ára piltur: Í ástaratlotum með gangstétt DÓMSMÁL Fjórir unglingsdrengir hlutu sex til tólf mánaða skilorðs- bundna dóma fyrir fjölda innbrota sem þeir frömdu í janúar og febrú- ar á árinu. Yngsti drengurinn var fimmtán ára þegar brotin voru framin og hlýtur hann hálfs árs skilorðsbundinn dóm. Drengirnir brutust inn í versl- unina PlexiForm aðfaranótt 13. febrúar og stálu þaðan vasaúrum og sporjárnum. Þá brutust þeir sömu nótt inn í verslunina Hrað- filman, þar sem þeir stálu tölvu, tölvuskjá og ljósmyndavél. Í Dúett Hárstúdíói stálu þeir tveimur rak- vélum og hárvörum og í B. Ingvars- syni myndavél og minniskorti. Kvöldið eftir brutust þeir inn í Lakkhúsið, stálu þaðan tölvu, skjá og myndavél. Þá reyndu þeir án árangurs að spenna upp hurð á aðalinngangi Gleraugnakompan- ísins í Kópavogi. Tveir þeirra voru viðriðnir frek- ari innbrot, inn í Hárkó, Brúnás, Litsýn og Innréttingar og tæki. Þaðan stálu þeir ýmsum varningi. Annar þeirra, sá fimmtán ára, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm, en hinn níu mánaða. Sá þriðji bættist í hópinn við innbrot í Eldskálann. Hann hlaut einnig dóm fyrir vitorð og að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna í júlí. Fyrir brot sín hlaut hann tólf mán- aða skilorðsbundinn dóm og var sviptur ökuréttindum. Sá fjórði fékk sex mánaða dóm. - sgj Fjórir unglingsdrengir, sá yngsti 15 ára, hlutu skilorðsbundna dóma fyrir innbrot: Fjórir síbrotaunglingar dæmdir HAMRABORG Drengirnir reyndu að brjótast inn í Gleraugnakompaníið við Hamraborg. SUÐUR-AFRÍKA, AP Aðalsaksóknari Suður-Afríku sagðist í gær hafa nægar sannanir til þess að höfða nýtt ákærumál á hendur Jacob Zuma, nýkjörnum leiðtoga Afr- íska þjóðarráðsins, ANC. Zuma verður að öllum líkindum forseta- efni stjórnarflokksins árið 2009. Mokotedi Mpshe aðalsaksókn- ari sagði þó að ekki yrði tekin ákvörðun í málinu fyrr en í byrj- un næsta árs, en saksóknara- embættið hefur haft til rannsókn- ar ásakanir um að Zuma hafi tekið við háum mútugreiðslum frá frönsku vopnasölufyrirtæki og í staðinn séð til þess að ekkert yrði úr rannsókn á stórum vopnasölu- samningi. Zuma hefur neitað þessum ásök- unum og sagt þær eiga sér pólit- ískar rætur. Hann hefur þó sagst ætla að segja af sér verði hann dæmdur sekur. Þetta er engan veginn fyrsta ákæran sem vofir yfir Zuma. Á síðustu árum hefur hann hvað eftir annað þurft að mæta í réttar- sal til að svara fyrir ásakanir af ýmsu tagi. Árið 2005 rak Thabo Mbeki, for- seti Suður-Afríku, Zuma úr emb- ætti varaforseta eftir að Schabir Shaik, náinn samstarfsmaður Zumas, var dæmdur sekur í tengsl- um við vopnasölumálið. Síðar sama ár var Zuma ákærð- ur fyrir að hafa nauðgað eyðni- smitaðri dóttur látins vinar síns. Hann var sýknaður af þeirri ákæru, en jafnframt harðlega gagnrýndur fyrir ýmis ummæli um kynlíf sem hann lét falla í tengslum við þau réttarhöld, meðal annars að klæðnaður hennar hafi gefið til kynna að hún vildi hafa mök, auk þess sem hann sagð- ist ekki hafa þurft að nota smokk til að verja sig alnæmissmiti vegna þess að hann hafi farið í sturtu strax á eftir. Á þriðjudaginn vann Zuma yfir- burðasigur á Thabo Mbeki, for- seta Suður-Afríku, í leiðtogakjöri flokksins. Talin er hætta á klofn- ingi í flokknum í kjölfar leiðtoga- kjörsins, en bæði Mbeki og Zuma hafa hvatt til þess að flokksmenn vinni saman. Í gær hét Zuma því að eiga gott samstarf við Mbeki, sem verður áfram forseti landsins þótt Zuma hafi tekið við leiðtogaembætti stjórnarflokksins ANC. „Við verðum ekki óvinir þótt keppt sé um embætti meðal félaga,“ sagði Zuma í gær og kall- aði Mbeki „vin, félaga og bróður“ til þrjátíu ára. gudsteinn@frettabladid.is FYRSTA RÆÐAN Jacob Zuma hélt í gær fyrstu ræðu sína sem formaður ANC á loka- degi flokksþingsins stormasama. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nægar sannanir til að ákæra Zuma Jacob Zuma, nýkjörinn leiðtogi ANC, segist ætla að vinna náið með Thabo Mbeki, fráfarandi leiðtoga og forseta landsins. Ákæra fyrir spillingu bíður nýja leiðtogans. Zuma neitar ásökunum og segir þær eiga sér pólitískar rætur. Við verðum ekki óvinir þótt keppt sé um embætti meðal félaga. JACOB ZUMA LEIÐTOGI ANC HEILBRIGÐISMÁL Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, er undrandi á því að stjórn hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkju- hvols á Hvolsvelli skuli hafa ákveðið að taka ábendingar sjúkraliðanna sem gengu út af heimil- inu nýlega sem uppsögn og ekki til alvarlegrar athugunar. „Miðað við það sem fram hefur komið í kvörtun- um sjúkraliðanna er ég mjög undrandi á að málið hafi farið í þennan farveg og endað með því að þær fari en ekki hjúkrunarforstjórinn,“ segir hún. Sjúkraliðarnir sendu stjórn hjúkrunarheimilisins bréf þar sem þær lýstu því yfir að þær treystu sér ekki til að starfa með nýlega ráðnum hjúkrunarfor- stjóra og gengu út. Eftir að stjórn heimilisins hafði ákveðið að líta á bréfið sem uppsögn og vísa því til hjúkrunarforstjórans sendu sjúkraliðarnir bréf til stjórnarformannsins þar sem þær lýstu því yfir að þær væru ekki að segja upp starfi sínu. Kristín segir að sjúkraliðarnir hafi ekki getað unnið faglega við þær aðstæður sem nú séu á heimilinu. Kristín segir að Ólafur Eggertsson stjórnarfor- maður hafi sagt af sér vegna þessa máls og við hafi tekið Unnur Brá Konráðsdóttir sveitarstjóri. Árný Helgadóttir hjúkrunarforstjóri vill ekki tjá sig um málið. Ólafur hefur hvorki svarað sím- hringingum né skilaboðum. - ghs Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, um Kirkjuhvol: Undrandi á þróun málsins EKKI TIL ALVARLEGRAR ATHUGUNAR Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, er hissa á því að stjórn Kirkjuhvols hafi ekki tekið ábendingar til alvarlegrar athugunar. DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði í gær fanga á Litla-Hrauni af ákæru um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Samfangi hans hafði fengið högg í andlitið meðan á knattspyrnuleik stóð á íþrótta- svæði fanga, en ákærði neitaði að hafa vísvitandi kýlt hann. Sagðist hann þó mögulega hafa rekist í hann óviljandi. Hæstiréttur vísaði til þess að með þátttöku í knattspyrnu samþykktu menn kappsemi sem annars staðar gæti þótt refsiverð. Þá fannst hassmoli í jakkavasa í klefa fangans. Sagðist hann ekki eiga jakkann og þar sem ekki tókst að sanna að hann hefði vitað af fíkniefnunum var hann einnig sýknaður af þeirri ákæru. - sgj Fangi sýknaður af ákæru: Kýldi ekki sam- fanga í knattleik NEYTENDUR Mjólkurlítrinn hækkar um tvær krónur um áramótin og kostar frá 1. janúar 87 krónur. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið verðhækkanir á mjólk og mjólkurafurðum um 2,8 til 3,5 prósent en verðið hefur verið óbreytt í tvö ár. Auk mjólkur hækka rjómi, skyr, smjör og brauðostar í verði. Smásöluálagning á mjólkurvör- um er frjáls en verðlags- nefndin ákveður leiðbein- andi verð. - bþs Verðlagsnefnd búvara: Mjólk hækkar í verði 1. janúar LÍTRI AF NÝMJÓLK
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.