Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 21.12.2007, Síða 22
22 21. desember 2007 FÖSTUDAGUR Arnarfjörður er einn mesti skrímslafjörður landsins. Nú er verið að setja upp safn um þessar skepnur á Bíldudal. Það eru kátir kappar sem vinna að því að hýsa safnið í gömlu niðursuðuverksmiðjunni. Frásagnir sem skrímsla- fræðingur hefur safnað og heilræðavísur Gísla á Uppsölum minna þó á að skrímslum ber ekki að taka af neinni léttúð. „Það má eiginlega segja að ég hafi fengið gamla hugmynd,“ segir Valdimar Gunnarsson, frumkvöð- ull að Skrímslasafni sem nú er verið að vinna að á Bíldudal. „Í raun voru eldri menn búnir að velta þessu fyrir sér þó að ég hafi ekki vitað af því. En þetta byrjaði þannig að við ákváðum að bjóða upp á skrímslaferðir um Arnar- fjörð á hátíðinni Bíldudals grænar og þegar við fórum að grennslast fyrir um þessar skepnur komumst við að því að til er ógrynni af efni um þetta.“ Fjörugir skrímslamenn Nú hafa þeir skrímslamenn fengið stað fyrir safnið í verksmiðjuhús- inu þar sem Bíldudals grænu baunirnar voru soðnar niður á sínum tíma. Fríður hópur brottfluttra Arn- firðinga hefur lagt leið sína vestur þrisvar sinnum til að gera gömlu verksmiðjuna vel í stakk búna til að hýsa leyndardóma þessara kvikinda á setrinu. Af sjálfsögðu hafa svo heimamenn ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum. „Það hefur spurst út hvað það er gaman í þessum ferðum og þess vegna hafa sífellt fleiri viljað koma með,“ segir Óskar Magnússon, einn af aðstandendum safnsins. „Það er kannski ekki mikið um það að menn sækist hart eftir því að komast í vinnuferð. En það er alltaf stutt í gítarinn og gleðina þar sem Bílddælingar koma saman,“ segir hann. Skrímsli vappar yfir flugbrautina En hvers konar verur eru þessi skrímsli? „Það eru til fjórar tegundir,“ segir Valdimar, sem kemst í sagnaham þegar skrímsli ber á góma. „Fyrst er það fjöru- lallinn sem þekkist um allt land. Svo er það skeljaskrímslið en það er auðþekkj- anlegt þar sem mikill fjörugróður er hangandi á því. Þá er það hafmaðurinn sem er nokkurs konar mannsmynd og að lokum er það svo risa- skrímslið.“ Þorvaldur Friðriksson, frétta- maður og skrímslafræðingur, hefur safnað um fjögur þúsund frásögnum af skrímslum og marg- ar þeirra eru frá Arnarfirði. Af þeim frásögnum að dæma er greinilega engin ástæða að taka þessum skepnum af léttúð. „Það hafa til dæmis skrímsli ráðist á bæinn á Krosseyri. Í eitt skiptið þegar faðir Árna Friðrikssonar, frumkvöðuls í fiskifræði hér á landi, bjó þar og í annað sinn þegar systir hans bjó þar,“ segir hann alvarlegur á svip. Krosseyri er nálægt Stapa- dýpi en þar er mjög djúpt og því afar skrímslavænt. Utar í firðinum er svo mun grynnra, sem gerir Stapadýpið enn fýsilegra fyrir skrímslin. Friðrik bætir því við að einnig séu til frásagnir sem bendi til þess að skrímsli hafi lagt sér menn til munns. Ef einhver skyldi halda að skrímslin heyrðu fortíðinni til á Þorvaldur einnig til sögu sem kveður slíka efahyggju í kútinn. „Það eru aðeins nokkur ár síðan flugvallarvörður á Bíldudal sá fjörulalla vappa yfir flugbrautina svo þau láta enn á sér kræla,“ segir Þorvaldur. Hvernig á að mæta skrímsli? Sjómenn í Arnarfirði hafa líka komist í hann krappan vegna skrímslanna og Valdimar kann sögur af því. „Það var breskur tog- ari sem fékk skrímsli í nótina við Fífilstaðabót og áttu þeir í mesta basli með að skera það úr nótinni. Það sem meira er að skrímslið skvetti á þá einhverju gumsi og brenndust þeir illa sem fengu það á sig. Þeir komust svo við illan leik til Bíldudals þar sem þeir fengu aðhlynningu.“ En menn skyldu þó ekki óttast um of fari þeir um Arnarfjörðinn því skrímslin hafa hægt um sig nema þegar nóttin svífur á. Þá fer fjörulallinn á stjá en þar sem fæstir fara leiðar sinnar um fjör- una eins og menn gerðu áður en þjóðvegirnir komu til ætti að vera auðvelt að komast hjá því að verða á vegi hans. En ef það skyldi nú gerast er gott að hafa við höndina heilræðavísur sem Gísli heitinn á Uppsölum orti en þar er kveðið á um það hvernig menn eiga að bera sig í nærveru skrímsla. Þar segir meðal annars: Mætir þú skrímsli mátt ei trega maður þá vex þín neyð. Heilsaðu bara hæversklega haltu svo þína leið. Aðstandendur Skrímslasafnsins ábyrgjast hins vegar að menn komist klakklaust úr gömlu niður- suðuverksmiðjunni þegar skrímsl- in verða komin þangað en stefnt er að því að opna safnið í vor. jse@frettabladid.is Skrímslin í baunaverksmiðjunni UNNIÐ HÖRÐUM HÖNDUM Í GAMLA VERKSMIÐJUHÚSINU Magnús Óskarsson fer þarna fremstur í vinnuflokknum með borinn. Þeir eru ekki árennilegir Arnfirðingarnir í vinnu- ham en það verða heldur ekki skrímslin sem fá inni í gömlu baunaverksmiðjunni. VALDIMAR GUNNARSSON Frumkvöðull- inn í vinnuham. MYND/MAGNÚS ÓSKARSSON GAMLA VERKSMIÐJAN Í þessari verksmiðju voru Bíldudals grænu baunirnar niður- soðnar á sínum tíma en nú verður verksmiðjuhúsið að Skrímslasafni. MYND/MAGNÚS ÓSKARSSON GÍSLI Á UPPSÖLUM Bóndinn á Uppsöl- um vissi hvernig bæri að mæta skrímsl- um og orti heilræðavísur sem gott er fyrir menn að lesa áður en þeir fara um Arnarfjörðinn að næturlagi. ÞORVALDUR FRIÐRIKSSON Skrímsla- fræðingur með meiru.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.