Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 21.12.2007, Qupperneq 39
FÖSTUDAGUR 21. desember 2007 3 Dansjólasveinninn Kláus býður upp á nýjan dans á hverjum degi í desember. Hinn sanni andi jólanna er í sporunum, segir sveinninn. Jólasveinarnir tjá gleði sína í desember með ýmsum hætti. Norðlenski jólasveinn- inn Kláus hefur fundið sína leið og frá byrj- un desember hefur hann dansað nýjan dans á hverjum degi á heimasíðu jólabókarinnar Jón Ólafur jólasveinn, eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. „Mér finnst eins og allir séu að tapa sér í græðgi og innkaupum. Þess vegna skrifaði ég söguna um Jón Ólaf jólasvein sem allir landsmenn geta lesið og hlustað á endur- gjaldslaust til að leggja mitt af mörkum til að snúa við þessari þróun,“ segir Kristlaug María, sem er kannski þekktust fyrir sög- urnar Ávaxtakarfan og Hafið bláa hafið. Á hverjum degi í desember er hægt að hala niður nýjum kafla af sögunni um Jón Ólaf og sjá dansjólasveininn Kláus sem tekur ný spor á hverjum degi. Þrátt fyrir miklar annir féllst Kláus á að veita viðtal. „Ég er stanslaust á ferð og flugi þessa dag- ana enda að koma jól. Síðan er ég svolítið að skemmta mér í snjónum í Hlíðarfjalli og tók einmitt eina salíbunu hérna í morgun. Samt get ég nú ekki verið að leika mér allan dag- inn. Ég hef nú ellefu aðra mánuði til þess,“ segir Kláus sem hefur að eigin sögn alltaf verið mikið dansfífl. „Mér fundust sporin í kringum jólatréð orðin heldur einhæf. Þess vegna fór ég á nokkur dansnámskeið og fór að rækta þennan hæfileika í mér. Síðan er ég heldur ekki með staurfót eins og bróðir minn og er fæddur með ansi góða sveiflu,“ segir Kláus sem sýndi fyrstu taktana opin- berlega á heimasíðu Jóns Ólafs í byrjun desember. „Ég er önnum kafin við jóla- sveinastörfin svo ég hef því miður ekki haft tíma til að koma fram opinberlega. Hins vegar er þörfin fyrir dansandi jólasveina mun meiri en ég átti von á og nú eru hundr- að og fimmtíu þúsund heimsóknir skráðar á síðuna,“ segir Kláus, sem lofar að skella sér líka í dansskóna fyrir næstu jól. Kláus er mikill diskósveinn að eigin sögn en segist líka vera heilmikill ABBA-kall og nefnir einnig konung rokksins. „Elvis er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef þess vegna æft mig sérstaklega í mjaðmasveifl- um. Síðan finnst mér Vanilla Ice líka skemmtilegur kappi. Það er eitthvað svo jólalegt við nafnið,“ segir Kláus, sem stefn- ir á róleg sígild dansspor á aðfangadag til að róa sig niður eftir jólavertíðina. Ólíkt öðrum jólasveinum er Kláus hins vegar alls ekki upptekinn af öllum pökkun- um. „Í gegnum aldirnar hafa það ekki verið gjafir sem hafa veitt börnum og mömmum þeirra ánægju, heldur dans. Svo hinn sanni andi jólanna er í danssporum sem gerir alla glaða og ég mæli með því að fólk dansi með mér í desember. Jafnvel eitthvað fram í jan- úar fyrir þá sem eru í stuði,“ segir Kláus og bætir því við að hann ætli að byrja daginn í fyrramálið með Club Tropicana með Wham klukkan átta, áður en hann mætir í dagatal- ið. Söguna um Jón Ólaf jólasvein er að finna á www.jonolafur.is þar sem hægt er að hala niður einum kafla á dag af hljóðbók eða prenta söguna um Jón Ólaf jólasvein út. Kristlaug María, samstarfskona Kláusar og höfundur Jóns Ólafs jólasveins tekur það fram að ekki sé búið að selja kvikmynda- réttinn að sögunni en bóndi norður í Eyja- firði hafi hug á að gefa söguna út á bók, sem nokkurs konar hliðarbúgrein og þá mynd- skreytta, en hún yrði þá algerlega á norð- lensku. rh@frettabladid.is Diskójólasveinninn Kláus tjúttar jólin inn Kláus segist vera mikið dansfífl og fannst sporin í kringum jólatréð orðin hálf einhæf þegar hann ákvað að hressa upp á jóladansinn. Dansskórnir verða líka dregnir fram næstu jól að sögn Kláusar sem er stanslaust á ferð og flugi milli krakkanna í desember. ABBA, Elvis og Vanilla Ice höfða til Kláusar sem hefur mikið æft mjaðmasveiflur upp á síðkastið. Ekkert er meira hressandi en að byrja hvern morg- un á aðventunni á svolitlu tjútti. Kláus byrjaði dansinn í desember og hvetur alla til að finna hinn sanna jólaanda í sporunum. Hjólsög 1400w í tösku, 2 blöð fylgja kr. 6.210 stgr. SDS Höggborvél 1500w kr. 10.995 stgr. Kúttari 1800w með framdragi, + borðstandur, + laser, kr. 16.450 stgr. Tifsög 85w kr. 7.750 stgr. Bandsög 350w kr. 11.925 stgr. Bútsög 2000w kr. 14.100 stgr. Rafmagnstalía 400 / 800kg kr. 17.860 stgr. Slípirokkur 500w 115mm kr. 1.695 stgr. Rafmagnshefi ll 600w kr. 2.795 stgr. Fræsari 1200w fræsitannasett fylgir kr. 6.375 stgr. Stingsög 600w kr. 3.495 stgr. Fjölslípari 130w aukahlutir og standur fylgja kr. 2,395 stgr. Súluborvél 350w 1,5 - 13mm kr. 7.880 stgr. Hleðsluskrúfjárn 4,8 V kr. 1.795 stgr. Snúruborvél 500w kr. 1.645 stgr. Snúruborvél 550w Sjálfherðandi patróna kr. 1.960 stgr. Hitabyssa 2000w kr. 3.250 stgr. Slípirokkur 2400w kr. 12.995 stgr. Bandslípivél 800w kr. 3.995 stgr. Loftpressa 1500w 24 lítra 8 bar 206 L/mín kr. 11.960 stgr. Borðsög 1600w kr. 15.870 stgr. Smergel 120w kr. 2.920 stgr. Flísasagir 450w kr. 6,995 stgr. Veltisög kr. 49.000 stgr. Vinnustóll 38 - 51 cm kr. 5.710 stgr. Jeppatjakkur sem lyftir 2.250kg 150 - 520mm kr. 9.165 stgr. Legubretti Pro-lift kr. 4.855 stgr. Bónvél 110w kr. 2.585 stgr. Réttingatjakkur 10 tonn kr. 41.400 stgr. Brunndæla 400w kr. 4.495 stgr. Einfaldlega ódýrt Skeifan 8 • 108 Reykjavík • Sími: 588-6090 • Fax: 588-5040 • vl@simnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.