Fréttablaðið - 21.12.2007, Side 48

Fréttablaðið - 21.12.2007, Side 48
BLS. 8 | sirkus | 21. DESEMBER 2007 É g hef alltaf haft gaman af öllu því sem tengist heimili og hönnun frá því að ég man eftir mér. Þegar ég var lítil var ég alltaf að taka til og breyta herberg- inu mínu og fannst fátt skemmti- legra en að fara í heimsóknir með mömmu til vinkvenna hennar og fá að taka til,“ segir Þórunn Högna- dóttir þáttastjórnandi, en hún hefur eflaust verið eftirsóttur heimilis- gestur á sínum yngri árum, ólíkt öðrum börnum sem skilja yfirleitt allt eftir í drasli. Síðastliðin fjögur ár hefur Þórunn unnið við sjónvarps- þáttinn vinsæla Innlit/útlit sem sýndur er á Skjá einum og því má segja að snemma hafi krókurinn beygst hjá henni. „Það er búið að vera brjálað hjá mér að gera en jóla- þátturinn okkar fór einmitt í loftið nú í vikunni,“ segir Þórunn sem hefur skreytt heimilið fagurlega þrátt fyrir mikið annríki. „Við vorum síðustu jól á Flórída og misst um því af hinum íslensku jólum og öllum jólaundirbúningnum sem fylgir,“ segir Þórunn sem ákvað að bæta upp jólatréleysi síðasta árs með tæplega tveggja metra háu jólatré sem mikil lofthæð íbúðarinnar ber vel. Miklar framkvæmdir eiga sér stað í íbúð Þórunnar og eiginmanns hennar, Brands Gunnarssonar fast- eignasala, en þau búa í fallegri íbúð í Grafarvoginum ásamt tveimur börnum en elsti sonur Þórunnar, sem er 19 ára, býr hjá ömmu sinni. „Okkur hafði lengi dreymt um að færa eldhúsið inn í stofuna og fá auka herbergi út úr eldhúsinu. Við létum verða af þessum framkvæmd- um nú í haust en þær hafa dregist á langinn eins og oft vill verða,“ segir hún sem er orðin frekar þreytt á óreiðunni og rykinu sem fylgir breyt- ingunum, en framkvæmdirnar eiga enn þá langt í land. „Við erum rosa- lega ánægð með nýja skipulagið á íbúðinni. Alrýmið þar sem eldhúsið, borðstofan og stofan eru, er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Ég get samt ekki beðið eftir því að fram- kvæmdirnar verði að baki því mér líður best þegar allt er hreint og fínt í kringum mig,“ bætir Þórunn við. Erfitt er þó að sjá á íbúðinni alla óreiðuna sem Þórunn minnist á og afsakar í bak og fyrir. „Ég hef rosalega gaman af því að versla fyrir heimilið og er mjög nýj- ungagjörn. Oft geng ég í gegnum tímabil þar sem ég hef æði fyrir ein- hverju ákveðnu og safna að mér öllu í þeim stíl,“ viðurkennir Þórunn. „Það má eiginlega segja að ég sé veikust fyrir öllu því sem mér finnst vera fallegt,“ segir Þórunn en heimil- ið er afar stílhreint og hver hlutur fær að njóta sín. Í ganginum á milli forstofunnar og alrýmisins er for- láta skenkur sem tengir saman rýmið á skemmtilegan hátt. „Skenk- urinn er í miklu uppáhaldi hjá mér en frænka mín gaf mér hann að gjöf. Skenkurinn er frá sjötta áratugnum og er úr tekki en ég pússaði hann upp og lakkaði hann í svörtu,“ segir Þórunn sem er margt til lista lagt. Svefnherbergi Þórunnar er mikið notað þessa dagana en Þórunn og Brandur festu nýlega kaup á rúmi sem þau eru alsæl með. Hvíta blóma- ljósið „Midsummer light“ og blóma- hengið „Evy“, sem er við rúmgaflinn, eru eftir hollenska hönnuðinn Tord Boonte og gefa herberginu draum- kenndan blæ sem á vel heima í svefnherberginu. „Mig langar rosa- lega mikið til að setja blómin við rúmgaflinn í plexigler en hef bara ekki haft tíma til þess,“ segir Þórunn sem er mjög hrifin af plexigleri. Við náttborðið hangir rómantísk ljósa- króna og frá henni stafar undurfög- ur birta. „Ég keypti ljósakrónuna hjá Fríðu frænku og lét síðan smíða plexigler yfir hana,“ segir Þórunn en plexiglerið gerir ljósakrónuna nútímalegri og passar vel við ein- faldan stíl Þórunnar. Í svefnherberg- inu er skemill með kálfskinni, en skemillinn hefur mikið tilfinninga- legt gildi fyrir Þórunni. „Skemillinn er frá móður minni og var notaður við snyrtiborð sem hún átti. Tækni- lega séð á hún hann enn því ég fékk hann að láni frá henni. Kálfskinnið ofan á skemlinum er frá pabba mínum en hann fékk það frá ömmu minni,“ segir Þórunn um fagra „ætt- argripinn“. Yfir heimili Þórunnar svífur yfir andi jólanna, á eldhúsborðinu eru fagurskreyttir piparkökukarlar í öllum regnbogans litum og veglegur aðventukrans sem Þórunn útbjó er upptendraður á stofuborðinu. „Ég er mikið jólabarn og hef gaman af að skreyta heimilið. Fyrir þessi jólin hef ég keypt mikið af jólaskrauti í versluninni Egg við Smáratorg og þaðan eru „klakalengjurnar“ sem ég notaði í aðventukransinn og á jóla- tréð.“ En skrautið nýtur sín vel á heimilinu þar sem svart, hvítt og silfurlitaðir tónar eru ríkjandi. „Svarti liturinn er í miklu uppáhaldi hjá mér en stundum finnst mér vanta hlýju í íbúðina, sérstaklega þegar ég er ekki með kveikt á öllum kertunum og því langar mig að bæta hlýjum tónum við litaskalann á ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR Í INNLITI/ÚTLITI OPNAR HEIMILI SITT SVART/HVÍT SMARTHEITAPAR Það er ekki amalegt að hafa New York yfir borðstofuborðinu. Svarta ljósakrónan frá versluninnKlakalengjurnar á jólatrénu fékk Þórunn í versluninni Egg. Ljósakrónan frá Fríðu frænku með plexigleri setur svip sinn á svefnherbergið. ÆTTARGRIPURINN Skemillinn er ættaður frá mömmu Þórunnar og bólstraður með kálfskinni föðurins. Þórunn fyrir framan uppáhaldsmyndina sína, mynd af New York. SVARTUR SKENKURINN tengir saman ganginn og alrýmið á skemmtilegan hátt, en svarti liturinn er ríkjandi í íbúðinni. Rómantískt svefnherbergi Þórunnar og Brands er mikið notað eftir að þau fjárfestu nýlega í hjóna- rúmi. Blómablúndan er falleg við rúmgaflinn og fylgir manni eflaust inn í draumalandið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.