Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 60

Fréttablaðið - 21.12.2007, Page 60
Nú hneykslast kynsystur mínar á mér en ég er mikið hætt að baka. Þegar vinkonurnar spyrja hvort ég sé búin að öllu fyrir jólin svara ég bara „já, já, öllu sem ég ætla að gera“. Ég geri nefnilega bara það sem mér finnst skemmtilegt. Kökur fara bara ofan í mann og utan á og þau kaffiboð sem ég ólst upp við hér milli bæja eru að miklu leyti aflögð. Það er meira um matarboð núna. Svo er ágætt barnaball í sveitinni. Á tímabili voru það bara konur og börn sem mættu en nú er þetta að verða eins og í gamla daga að pabb- arnir koma líka og eldra fólkið. Konurnar í hreppnum skiptast á að sjá um veitingarnar. Ég var í þeim hópi í fyrra þannig að ég þarf ekk- ert að baka núna. Ég stjórna hins vegar dansi kringum tréð.“ Þegar farið er að spjalla meira kemur í ljós að Ingibjörg er ekki eins fráhverf bakstri og hún þykist vera. „Ég baka yfirleitt kleinur og steikt brauð, svokallaða parta. Er ágæt í því. Steikta brauðið er gott með hangikjöti eða reykt um laxi, til dæmis. Ég baka líka flatkök- ur og geri það með gasi úti á hlaði eða skúr. Þá kemst ég hjá því að fá stybbu í húsið. Raða kökunum á þar til gerða plötu og renni loganum ró- lega yfir. Nú, svo baka ég eina til tvær smákökusortir og stundum er önnur þeirra búin fyrir jól. Mér finnst svo gaman að gefa smákökur með kaff- inu á aðventunni þegar fólk lítur inn. Einu sinni voru allar smákök- ur búnar á jólunum en það tók eng- inn eftir því, það var svo mikið til af öðru. Mér finnst gott að grípa til síldarrétta, brauðrétta og sætra rétta ef með þarf.“ Lengi vel kveðst Ingibjörg hafa dundað sér við að gera konfekt fyrir jólin og gjarnan gefið það í jólagjaf- ir. Greinilegt er að hún kann ýmis- legt fyrir sér. „Fyrstu árin sem ég bjó gerði ég allt eins og mamma og pabbi og hélt sömu siðum en smám saman breyttust þeir og neyslu- venjurnar líka svo ég hef dregið úr öllu umstangi.“ Að lokum er hér uppskrift hjá Ingibjörgu. STEIKT BRAUÐ 4 bollar hveiti 1½ tsk. ger 1 tsk. hjartarsalt 1-2 msk. smjörlíki Heit mjólk eftir þörfum og oft nota ég súrmjólk líka. Deigið er hnoðað hratt saman, flatt þykkt út og mótað annað hvort í ferhyrndar eða kringlóttar kökur. Ég steiki þær í feiti sem er til helminga tólg og plöntufeiti. Svo bara bý ég til síld- arrétti og það er komið svo mikið af fljótlegum uppskriftum að brauð- réttum eða sætum réttum sem gott er að grípa til ef með þarf. - gun 21. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● jólin koma Partar eru eitt af því sem Ingibjörg bakar oft. Er mikið hætt að baka ● Ingibjörg Hafstað í Vík í Skagafirði hefur einfaldað jóla- undirbúninginn eftir því sem árin hafa liðið. Þó býr hún alltaf til steikt brauð og eina til tvær smákökusortir. Ingibjörg í Vík hefur að eigin sögn dregið úr öllu umstangi fyrir jólin. ● HVÍTMÁLAÐUR FENJA- VIÐUR Jólin er haldin á mismun- andi hátt eftir löndum og veður- fari. Í Manila á Filippseyjum, þar sem þessi mynd var tekin, voru börn að mála jólatré hvít en trén eru búin til úr þurrkuðum fenjaviði. Trén eru svo seld fyrir um 1.000 pesoa eða um 24 dollara. Um 80 prósent Filippseyinga eða um 87 milljónir aðhyllast rómversk/ kaþólsku kirkjuna og er jólahátíðin þar í landi ein sú lengsta í heimin- um. Hefst hún hinn 16. desember með morgunmessum. Jólagjöfin í ár til þeirra sem þér er annt um Gleðilega hátíð! Starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna Alltaf um jólin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.